• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Burnley kemur í heimsókn

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. janúar, 2019 | Engin ummæli

Það er stutt hvíld frá Arsenal leiknum því á morgun kemur Burnley í heimsókn í fyrsta leik United í miðri viku i nokkurn tíma. Það er farið að verða fastur liður í upphitunum að tala um hvað það sé gaman að skrifa þær núna og það er engin breyting þar á í dag. Átta sigrar í röð og þó að Burnley hafi verið að rétta aðeins úr kútnum undanfarið er erfitt að spá einhverju öðru fyrir leik morgundagsins en að United bæti við þeim níunda. Það er reyndar ekki langt síðan það gerðist síðast, það var einmitt í jóla- og janúartörninni fyrir tveimur árum, undir stjórn José Mourinho.

Eitt af því ótrúlega við þessa törn er að liðið hefur verið ótrúlega stabílt, laust að mestu við meiðsli og önnur vandræði og það hefur verið keyrt að mestu á sömu mönnunum. Martial og Rashford fengu reyndar smá hvíld á föstudaginn var og við hljótum því að búast við þeim í byrjunarliði á morgun. Reyndar hefur miðjan verið óhvíld að mestu og spurning hvort að Matić eða Herrera fái smá frí? Skyldi Fred vera inni í plönunum hjá Solskjær? Chris Smalling snýr til baka eftir meiðsli en Lindelöf og Bailly náðu svo vel saman gegn Arsenal að það er ekki ástæða til að hræra í þeirri pörun að svo stöddu máli. Mér þætti ekki leiðinlegt að sjá Diogo Dalot fá tækifæri, Ashley Young hefur ekki verið það sterkur að hann megi ekki aðeins fara á bekkinn.

1
De Gea
23
Shaw
2
Lindelöf
3
Bailly
20
Dalot
6
Pogba
31
Matić
17
Fred
11
Martial
10
Rashford
14
Lingard

Svo er aldrei að vita nema Ole blási til meiri sóknar og hafi Sánchez líka inni?

Burnley

Eftir skelfilegan fyrri hluta tímabils hefur Burnley náð betri úrslitum undanfarið, sigrar á West Ham og fallbaráttufélögunum í Huddersfield og Fulham og jafntefli gegn Burnley hafa lyft klúbbnum úr fallsæti svo munar þremur stigum. Manchester City kippti þeim þó rækilega niður á jörðina á laugardaginn var í 5-1 sigri í bikarnum. Burnley hvíldi nokkra leikmenn enda höfðu þeir þannig degi skemmri hvíld en United fyrir leikinn á morgun. Búast má við að liðið stilli upp 5-4-1 eins og gegn City, og sterkari liðum í deild, frekar en í 4-4-2 sem reynst hefur þeim vel í þessari sigurhrinu undanfarið. Skýt á eitthvað svona:

Heaton
Bardsley
Long
Tarkowski
Mee
Taylor
Hendrick
Defour
Westwood
McNeil
Wood

Jóhann Berg er tæpur en gæti verið með. Robbie Brady er meiddur og verður ekki með og Phil Bardsley er líka tæpur.

En hvernig svo sem Burnley stillir upp, þá er nýfengin sigurvíma okkar United stuðningsmanna þannig að ivð heimtum sigur á morgun og engar refjar. Þetta á ekki að vera flókið.

Leikurinn hefst á slaginu átta.

 

 

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Tómas um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Scaltastic um Mánuður af sumarfríi
  • Dór um Mánuður af sumarfríi
  • Sir Roy Keane um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress