• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:3 Crystal Palace

Björn Friðgeir skrifaði þann 19. september, 2020 | 21 ummæli

United var með hefðbundna uppstillingu. Wan-Bissaka var ekki kominn í form og byrjaði á bekknum, og Donny van de Beek fékk ekki heldur að byrja

1
De Gea
23
Shaw
5
Maguire
2
Lindelöf
24
Fosu-Mensah
6
Pogba
39
McTominay
10
Rashford
18
Bruno
21
James
9
Martial

Varamenn: Henderson, Wan-Bissaka, van de Beek, Fred, Greenwood, Ighalo og Bailly.

Lið gestanna er svo skipað:

31
Guaita
27
Mitchell
12
Sakho
8
Kouyaté
2
Ward
15
Schlupp
22
McCarthy
18
McArthur
10
Townsend
9
Ayew
11
Zaha

Bekkurinn: Eze, Milivojevic, Kelly, Meyer, Batshuayi, Inniss, Hennessey.

Leikurinn byrjaði frekar varfærnislega en Palace vour ferskari og uppskáru strax á 7. mínútu. Schlupp kom upp vinstra megin, náði auðveldlega að koma boltanum þvert fyrir þrátt fyrir að Lindelöf væri í honum, enginn varnarmaður var kominn til baka til að blokka fyrirgjöfina og Townsend var á fjær og skoraði með góðu skoti sem De Gea var aðeins með hönd á en ekkert meira. Luke Shaw hafði reynt að komast í hann en var alltof seinn.

Í raun galopin vörn sem gaf þetta mark.

United vaknaði nú aðeins við þetta og af öllum mönnum var það Timothy Fosu-Mensah sem átti fyrsta skotið í varnarmann og í horn, ekkert úr því samt og úr gagnsókn var Townsend næstum kominn í hrapallega lélegan skalla Lindelöf aftur en De Gea kom langt út til að hreinsa.

Áfram sótti United en komst lítð gegn Palace sem vörðust vel til baka og beittu svo skyndisóknum sem voru síður en svo hættulausar. Pressan jókst jó þegar á leið og á fertugustu mínútu kom hinn gamli bandamaður United, myndbandsdómarinn til skjalanann, en United fékk þó ekki víti. Pogba var felldur í teignum en það var algerlega óvart og boltinn var fjarri því það var verið að brjóta á Fernandes utan teigs í sömu mund, United gerði ekkert úr aukaspyrnunni.

Dómarinn bætti við fjórum mínútum og á þeirri fyrstu komu Palace upp og inn í teig og Jordan Ayew kom sér í opna stöðu og það var bara frábær viðbrögð hjá David de Gea sem björguðu marki.

Það kom ekkert á óvart að í hálfleik kom Mason Greenwood inná fyrir Daniel James sem hafði lítið sést í fyrri hálfleik. Fyrsta skotið í seinni hálfleik var svo auðvitað frá Palace, McTominay missti boltann á imðjunni og Ayew kaut utan teigs en nokkuð þægilega varið af De Gea.

Loksins fékk United smá færi á 60. mínútu, fín fyrirgjöf Fosu-Mensah og skalli Mason Greenwood rétt framhjá.

Wilf Zaha kom boltanum í netið eftir góða sókn þar sem Harry Maguire missti boltann illa en ástæðan fyrir að Zaha var algerlega á auðum sjó var sú að hann var rangstæður.

Þá loksins kom Danny van de Beek inná í sínum fyrsta leik og það var Paul Pogba sem kom útaf, hafði verið slakur. Rétt á aeftir kom horn og Lindelöf fékk óvaldað skot en skóflaði boltanum yfir í örlítið erfiðri aðstöðu. Aftur kom varsjáin til sögunnar á 70. mínútu, í þetta skiptið var það skot Ayew í hendi Lindelöf, Martin Atkinson skoðaði skjáinn sjálfur og gaf víti. Lindelöf var að hlaupa til baka og kom fyrir skotið, alltaf óvart.

Embed from Getty Images

Ayew tók vítið sjálfur en skotið var skelfilega slakt og De Gea hafði nægan tíma til að skutla sér á boltann. En aftur kom VAR, og vítið var endurtekið því de Gea var kominn örfá sentimetra fram af línunni. Þá tók Zaha vítið og skoraði örugglega. VAR komið kyrfilega í raðir andstæðinga United. Staðan ekki ósanngjörn en bæði vítið og endurtekningardómurinn skelfilegt. Var ber að skoða svona og þetta á eftir að verða algengt í vetur því þetta hefur aldrei verið dæmt strangt.

En á áttugustu mínútu minnkaði United muninn, löng sending inn í teiginn, boltinn fór í varnarmann og barst út á markteigshornið þar sem Donny van de Beek lúrði og skoraði með góðu innanfótarskoti. Mark í fyrsta leik!

Embed from Getty Images

Í kjölfarið kom Ighalo inná fyrir Fosu-Mensah og United henti öllu í sóknina, en í staðinn var það Wilf Zaha sem tryggði sigur Palace. Zaha fékk boltann við teiginn, lék inn, Lindelöf var í honum en hefði eins getað verið í Svíþjóð, Maguire gerði slaka tilraun til að fara í áttina að Zaha en var alltof hægur og Zaha náði góðu skotu sem fór nálægt de Gea sem hreyfði sig varla úr stað. Hrikaleg varnarvinna enn á ný.

Sanngjarn sigur Crystal Palace, þeir ógnuðu mun meira í sínum fáu sóknum en United allan leikinn. Þetta hefur verið stutt undirbúningstímabil hjá United og menn í landsleikjaverkefnum og Pogba með vírusinn en þetta er alveg skelfileg byrjun. Nú má búast við panikkaupum og það verður fróðlegt að sjá hvernig spilast úr þessu. Þetta er ekki Solskjær að kenna, enn þá, en það verður að gera eitthvað í þessu.

Efnisorð: Donny van de Beek Victor Lindelöf 21

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2020 at 16:12

    Sýnir ekki þessi uppstilling aðeins það að þetta eru þeir sem eru 100% fit, langt í frá sterkasta liðið. Hrært verður í liðinu næstu leiki og eina sem ég bið upp að leikmenn verði heilir inn í tímabilið. Treysti á framlínuna að klára þenna leik fyrir okkur.
    GGMU

    1
  2. 2

    Helgi P says

    19. september, 2020 at 16:42

    Þá byrjar skitan

    3
  3. 3

    Rúfus says

    19. september, 2020 at 17:24

    3 mörk í seinni frá United

    0
  4. 4

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2020 at 17:27

    Hálfleiks samantekt, liðið er óaðfinnanlega lélegt í flestum atriðum, staðan sanngjörn. Trúðarnir, Fosu, James og Lindelof hafa ekkert sķánað milli ára, Skotinn ekki langt undan. Erfiðir tímar framundan því það mun taka slatta af leikjum til að liðið nái fyrri getu. Inná með Beek og Greenwood, út með James og Skotann. Verðum ekki verri.

    6
  5. 5

    gummi says

    19. september, 2020 at 17:28

    Með þennan hóp og stjóra þá sé ég okkur ekki lenda fyrir 8 sætið

    6
  6. 6

    Karl Garðars says

    19. september, 2020 at 17:34

    Þó mér þyki endalaust vænt um OGS og vildi þess heitast óska að dæmið gengi upp þá finn ég að ég hef núll þolinmæði fyrir bulli.
    Þessi liðs uppstilling er bull og það sér hver maður að hægri kanturinn er ónýtur frá byrjun. Ef það þurfti að spila TFM af hverju í andskotanum þurfti að setja James með honum?? Greenwood, Mata, annað kerfi??

    5
  7. 7

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2020 at 18:01

    Alltaf víti.

    2
  8. 8

    Turninn Pallister says

    19. september, 2020 at 18:04

    Jæja, þetta er búið í dag.
    Lindelöf að spila sig endanlega úr öllu áliti hjá mér. Loksins þegar DDG er að verja víti getur hann ekki drullast til að gera það rétt.

    4
  9. 9

    Einar says

    19. september, 2020 at 18:07

    Hvernig má það vera að það þarf að endurtaka víti og einhver annar fær að taka það?! Þetta er fáránlegt..

    4
  10. 10

    gummi says

    19. september, 2020 at 18:19

    Reka þennan stjóra og það strax við eigum alltaf að vinna lið eins og palace með þennan hóp málið er að Solkjær er bara glataður stjóri

    5
  11. 11

    Turninn Pallister says

    19. september, 2020 at 18:20

    Guð minn góður hvað Lindelöf er lélegur. Gjörsamlega hauslaus í dag, mér skortir öll lýsingarorð. Hlýtur að verða vakning fyrir Woodward og CO. að það verður að styrkja liðið. Upp með veskið andsk. hafi það!

    5
  12. 12

    Bjarni Ellertsson says

    19. september, 2020 at 18:31

    Jæja búið að skemma það í fyrsta leik að fara taplausir í gegnum tímabilið :) margt að hjá liðinu, ekki í formi, sumir halda áfram að vera lélegir, verðum klárir í bátana í 10 undu umferð nema okkur verði bjargað aftur af covid.

    GGMU

    1
  13. 13

    MSD says

    19. september, 2020 at 19:17

    Það er reyndar mjög góður punktur. Það þurfti að endurtaka vítið sem ég hreinlega bara skil ekki, en má þá skipta um vítaskyttu? Væri gaman að fá input frá dómara varðandi það.

    En þetta var hrikalega slakt og Lindelöf á þátt í öllum mörkunum. Það er alveg ljóst hvað þarf að gera og ég held að OGS sé búinn að afhenda lista til Woodward. Það hinsvegar gengur ekkert fyrir þessa peningapésa að klára nein kaup tímanlega. Það gengur heldur ekkert að losa út leikmenn af launaskrá. Rojo, Jones, Smalling, Pereira, Lingard, Mata, Dalot, Romero. Eru þetta menn sem verða notaðir? Þetta er dágóð summa í launapakka.

    5
  14. 14

    Siggi P says

    19. september, 2020 at 19:46

    Eigendur United hafa sýnt það enn og aftur að þeir ætli liðinu ekki að vinna neitt í vetur. Því er óþarfi að vera stressa sig yfir svona smá ósigri í einum leik, í samhengi hlutanna. Ástand síðustu ára er ekki að fara breytast. Því segi ég: gleðjist bara yfir sigrum og því góða, ekki vera ergja sig yfir töpum.

    En United er samt ennþá stærsta lið í heimi. Munið það. Orðrómur um að mögulega hugsanlega komi nýr maður til United er mun meiri frétt en kaup annara liða á leikmanni. Njótum þess meðan það endist.

    1
  15. 15

    TonyD says

    19. september, 2020 at 20:00

    Úff, þetta var hrikalegt að horfa upp á. Menn eru alls ekki í standi og þetta var alltaf að fara að vera erfiður leikur en sannarlega verðskuldað tap. Nú hljóta menn að rífa upp veskið og bæta við 2 mönnum þó ég sé ekki bjartsýnn á það. Valmöguleikunum fækkar með hverjum degi og það þarf að fá rétta menn sem passa í hópinn og bæta hann, ekki launaþyrsta gúbba sem leggja ekki allt í sölurnar fyrir klúbbinn.

    Er ekki verið að bíða eftir tilboðum í Lindegard, Pereira, Jones, Rojo, Romero og sölunni á Smalling áður en eitthvað gerist í kaupum? Það hlýtur að vera tregðan sem Viddi er að tala um á markaðnum?

    3
  16. 16

    Scaltastic says

    19. september, 2020 at 20:20

    Rétt áður en menn halda áfram að tæta OGS í sig. Að mínu mati myndi það myndi litlu breyta hvort það væri Pep, Klopp, Pochettino, Solskjær eða Gaui Þórðar sem væru þjálfari liðsins… Á meðan að eigendurnir hafa ekki metnað í verkefnið. Woodward og Judge eru helteknir af því að stjórna umfjölluninni þegar að kemur að bresku pressuni. Tímarammi og kemistría leikmannahópsins er ekki efst á þeirra forgangslista. Persónulega þá ætla ég ekki að leyfa þeim að koma sér undan ábyrgð, með því að varpa sökinni á þjálfarann.

    Það er hins vegar vel réttlætanlegt að gagnrýna Solskjær fyrir það að allt liðið var að farast úr stressi, fyrir utan Mourinho version-ið á Martial sem „gladdi“ okkur öll með sínum feluleik.

    Nú er ekkert annað í stöðunni en detox frá öllum fréttum næstu daga til að viðhalda sæmilegri geðheilsu. Vonandi var þetta nægilegt spark í rassgatið. Vonandi…

    4
  17. 17

    Cantona no 7 says

    19. september, 2020 at 22:22

    Skandall .
    Vonandi vakna menn.

    G G M U

    0
  18. 18

    Helgi P says

    19. september, 2020 at 23:48

    Ef við seljum ekki Pogba í þessum glugga þá fer hann frít næsta sumar því ég er ekki sjá hann skrifa undir nýjan samning

    3
  19. 19

    Helgi P says

    20. september, 2020 at 09:57

    Bæði klopp og pep mundu ná miklu meira útur þessum hóp en Solskjær því hann nær eingu útur leikmönunum og það mundi ekki breita neinu þótt það kæmi inn 5 nýjir hann er bara ekki nógu góður stjóri fyrir lið eins og United

    7
  20. 20

    gummi says

    20. september, 2020 at 11:00

    Þetta verður langur vetur framundan hjá okkar

    2
  21. 21

    sigurvald says

    21. september, 2020 at 16:04

    1. leikur..
    Allt brjálað.
    Eigum ekki aðeins að slaka á með að reka þennan og hinn?

    GGMU!!

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Cantona no 7 um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Audunn um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Helgi P um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Egill um Crystal Palace 0:0 Man Utd
  • Einar Ingi Einarsson um Crystal Palace 0:0 Man Utd

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress