• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Heimsókn á Anfield á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. apríl, 2022 | Engin ummæli

Við, og þá oftast ofanritaður, hefur oft gripið til frasans „Orrustan um Ísland“ þegar leikur við Liverpool er framundan en það er ekki hægt að réttlæta það í dag. Leikurinn á morgun snýst um tvennt. Liðin í kringum United virðast staðráðin í að gera kapphlaupið um meistaradeildarsætið spennandi og United á enn góða möguleika að ná því og hvert stig er dýrmætt. En fyrir sum okkar sem horfa ákveðnum augum á fótboltann rennur hugurinn aftur til 1992 þegar United fór á Anfield og titilvonir United sem voru nær engar fyrir voru endanlega slökktar. Liverpool er búið að vinna einn bikar nú þegar, er í undanúrslitum og úrslitum í Meistaradeild og bikar, og gerir atlögu að Manchester City í deildinni.

Það er því alveg bráðnauðsynlegt að United leikmenn geri skyldu sína á morgun. Sigurinn á laugardaginn gegn lélegasta liði deildarinnar sýndi hversu erfitt verkefnið er gegn næstefsta liðinu, liði sem hefur verið óstöðvandi undanfarið. Stundum er sagt að leikform fari út um gluggann í þessum leikjum, en það er örlítið erfitt að sjá það gerast á morgun.

United

Streðið og strögglið er endalaust. Leikmenn virðast staðráðnir í að sýna að þeir séu ekki að leggja sig fram, Rangnick er ekki að ná að stýra þeim og stemmingin er orðin súr. Stuðningsmenn sjá varla nokkurn leimann sem má ekki missa sín þegar væntanlegt hreinsunarstarf

1
De Gea
27
Telles
2
Lindelöf
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
6
Pogba
31
Matić
36
Elanga
18
Bruno
25
Sancho
7
Ronaldo

United á í meiðslaveseni og þar sem Fred og McTominay eru báðir meiddir er erfitt að sjá aðra miðju en Pogba og Matić. Eins eru Varane og Shaw enn meiddir og Cavani nennir þessu ekki lengur. Marcus Rashford hefur ekki verið svipur hjá sjón í allan vetur og svo virðist sem Rangnick sé endanlega búinn að missa þolinmæðina. Elanga spilaði á laugardaginn og Rangnick var ánægður með frammistöðuna.

Þetta virðist því borðleggjandi hvernig liðinu verður stillt upp.

Liverpool

Liverpool er á mikilli siglingu. Liðið var búið að vinna tíu leiki í röð þegar Manchester City tókst að ná jafntefli við þá á Etihad fyrir viku. Liverpool hefndi þess á laugardaginn með góðum sigri í bikarundanúrslitunum.

Liðinu er spáð svona

Alisson
Robertson
Van Dijk
Konaté
Alexander-Arnold
Thiago
Fabinho
Keita
Mané
Jota
Salah

Nýir leikmenn sem keyptir hafa verið til að fylla skörð Mané, Salah og Firminu áður en skörðin verða að veruleika hafa staðið sig verulega vel. Diogo Jota er með fimmtán mörk í deild og Luis Díaz er búinn að opna markareikninginn eftir að hafa komið í janúar. Thiago Alcântara er orðinn mikilvægur hlekkur á miðjunni.

Það eru hins vegar aðrir betri menn en ég sem geta sagt ykkur frá og hrósað þessu Liverpool liði og United þarf að rífa sig allverulega upp frá síðustu leikjum, já og leiktíðinni allri til að fá eitthvað út úr þessum leik, já og jafnvel til að fari ekki jafn illa og á Old Trafford fyrir áramót. Ekki orð um þann leik.

Leikurinn hefst á morgun, þriðjudag, kl 19:00 og Martin Atkinson verður á flautunni

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Dór um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Tony D um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Sindri um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • Scaltastic um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United
  • SHS um Brighton & Hove Albion 4:0 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress