• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Manchester United 2:1 Barcelona

Björn Friðgeir skrifaði þann 23. febrúar, 2023 | 5 ummæli

Lið United í þessum leik kom ekki á óvart

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
17
Fred
18
Casemiro
25
Sancho
27
Weghorst
8
Bruno
10
Rashford

Varamenn: Heaton, Maguire, Lindelöf, Dalot (67′), Malacia, Sabitzer, Antony (45′), Pellistri, Elanga, McTominay (88′), Garnacho (67′), Mainoo

Lið Barcelona er svona:

Ter Stegen
Balde
Kounde
Christensen
Araújo
Kessié
Busquets
De Jong
S. Roberto
Lewandowski
Rapinha

Það var varla liðin tvær og hálf mínúta af leik þegar Casemiro vann boltann og gaf fram á galopinn Bruno sem lék inn í teig en skaut ekki alveg nótu mikið til hliðar og Ter Steken komst fyrir það, Leikurinn opinn frá fyrstu spyrnu og United pressaði vel á Barcelona, Weghorst var fremstur, Sancho í tíunni, Bruno vinstra megin og Rashford hæra megin eins og myndin að ofan sýnir. Þetta var mjög fjörugt og bæði lið sóttu á og á 15. mínútu kom fyrirgjöf inn á teig United, Varane skallaði frá, og Bruno greip í hendi Balde og hálf snéri hann niður og dómarinn var ekki í nokkrum vafa. Lewandowski tók lélegt víti og De Gea slæmdi hendi í boltann en sló hann bara í hliðarnetið. 1-0 fyrir Barcelona

Embed from Getty Images

Hrikaleg slakt hjá Bruno, dómgreindarleysi. Hann var á hinn bóginn ógnandi uppi við mark Barcelona, kom sér í ágæta stöðu og fékk sendingu frá Marínez, reyndi viðstöðulaust skot sem var ekki nógu fast og Ter Stegen tók það.

United voru mun betri eftir þetta, Barcelona dró sig til baka og United sótti á og pressaði vel þegar vörn Barcelona var með boltann. Þeim gekk samt illa að finna glufur og sóknir Barcelona þó færri væru voru hins vegar meira ógnandi. Rétt fyrir hlé var De Gea næstum búinn að gefa mark með að senda beint á Roberto, en nauðvörn fyrst Martínez og svo Casemiro bjargaði því.

Það þurfti að hressa við sóknarleikinn og Wout fór útaf í hálfleik fyrir Antony, þá fór Sancho vinstra megin, Rashford upp á topp og Bruno í tíuna.

Og það þurfti ekki níutíu sekúndur til að jöfnunarmarkið kæmi. Af öllum mönnum var það Fred sem fékk sendingu frá Bruno við vítahringinn, hafði opna línu inn í teiginn og svo skotið af sköflungnum í ristina og inn, Ter Stegen of seinn að skutla sér.

Embed from Getty Images

Rétt á eftir var Antony næstum kominn í gegn en Christensen elti hann vel og náði að nikka í boltann þannig hann færi í Antony og útaf. Fjör strax í upphafi leiks og United réði ferðinni, meiri hraði í sóknunum þeirra en vandaði upp á færin og lokahnykkinn.

Barcelona var ekki að sýna mikið en á 64. kom fyrirgjöf og Kounde komst í skallann en De Gea varði frábærlega yfir.

Embed from Getty Images

Ten Hag gerði svo tvöfalda skiptingu, Wan-Bissaka og Sancho fóru útaf og Dalot og Garnacho komu inná. Þetta hressti enn upp á leik United og stíf sókn þeirra sem byrjaði vinstra megin og reyndi á blokkir varnarmanna endaði úti á Antony sem smellti boltanum í fjær hornið afskaplega snyrtilega. 2-1!!

Embed from Getty Images

United var áfram mun öflugra liðið þó Barcelona reyndu meira. Garnacho fór í gegnum þrjá leikmenn á eigin vallarhelmingi og Busquets greip um háls hann aftanfrá og hefði átt að sjá annan lit á spjaldi en gulan.

McTominay kom inn á undir lokin fyrir Rashford til að loka leiknum, og jafnvel hvíla Rashford. Barcelona sótti stíft, Lewandowski komst í gegn og skaut framhjá De Gea en Varane komst fyrir skotið og svo var dæmd rangstaða þannig að það var í lagi

En síðasta sóknin var United og þegar hún brotnaði niður flautaði dómarinn.

Frábær sigur í höfn. Erfiður fyrri hálfleikur en flottur seinni. Ten Hag skipti eins og kóngur og varamennirnir stóðu sig af snilld.

Núna er það bara dráttur í næstu umferð á morgun kl 11:00 og leikir 9. og 16. mars. Dagskráin er stíf og þannig viljum við hafa hana! Áfram í öllum keppnum!

5

Reader Interactions

Comments

  1. EgillG says

    23. febrúar, 2023 at 21:58

    Þetta er svo gaman eftir síðustu ár, allt að gera og eftir ár verður maður svona í meistaradeildinni

  2. Egill says

    23. febrúar, 2023 at 21:59

    Vá hvað seinni hálfleikurinn var geggjaður hjá okkar mönnum, sérstaklega eftir furðulega dómgæslu í fyrri hálfleik.
    Allir leikmenn, og þjálfarinn eiga skilið risahrós eftir þennan leik! Þetta var geggjað!!! Breytingin í hálfleik var spot on! Ekkert panic í leikmönnum, ekkert væl, menn bara spiluðu fótbolta og sóttubþennan sigur!
    Ég gagnrýni þegar mér finnst eitthvað hafa mátt fara betur, og ég hrósa þegar það er verðskuldað að mínu mati:
    Takk ETH fyrir að grafa upp gamla Man Utd!!!
    Náum núna í bikar á sunnudaginn!

  3. Turninn Pallister says

    23. febrúar, 2023 at 22:02

    Góður sigur og allt það, hafði aldrei miklar áhyggjur af þessum leik, sem segir kannski meira um Barca heldur en okkur. Framförin er samt augljóslega mikil eftir að Ten Hag tók við liðinu og því ber að sjálfsögðu að fagna. Áfram veginn og vonandi er þetta bara forsmekkurinn af því sem koma skal.

  4. Einar says

    23. febrúar, 2023 at 23:35

    Frábært en mér fannst vítaspyrnudómurinn rangur leikaraskapur.

  5. Helgi P says

    24. febrúar, 2023 at 05:42

    Þvílíkur stjóri sem við erum loksins komnir með maður getur loksins farið að láta sig dreyma aftur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress