• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Real Betis 0:1 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. mars, 2023 | 1 ummæli

Facundo Pellistri byrjar sinn fyrsta leik og Maguire og Malacia fá tækifæri

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
17
Fred
18
Casemiro
10
Rashford
8
Fernandez
28
Pellistri
27
Weghorst

Varamenn:  Heaton, Butland, Lindelöf (75′), Varane, Dalot (75′), Shaw, Sabitzer (61′), McTominay, Sancho (61′), Elanga (68+)

Aðeins tvær breytingar hjá Betis frá fyrri leiknum, González kemur inn fyrir meiddan Felipe og Ruibal fyrir Henrique. Canales situr á bekk.

Bravo
Abner
Gonzalez
Pezzella
Sably
Carvalo
Rodriguez
Juanmi
Joaquin
Ruibal
Pérez

Fyrsta alvöru færi fékk Betis, Juanmi fékk sendingu inn fyrir, Maguire var vel á eftir en sendingin var vel á ská og Juanmi var utarlega í teignum þegar hann skau og bolitnn framhjá De Gea og framhjá fjær stönginni líka. Betis voru þó nokkuð grimmari og sóttu meira, United náðu framan af ekki að halda ekki upp spili eða að halda boltanum.

Þetta álag rénaði þó og United fór að geta aðeins betur, almennileg færi létu þó á sér standa. United jók á pressuna en tókst ekki að finna leið í gegn, og þá fékk Betis færi, frábær stungusending en De Gea kom vel út á móti og blokkaði skot Juanmi.

Í millitíðinni er rétt að færa til bókar að Pellistri fékk gult spjald í líklega verstu dómaraákvörðun sem ég hef séð, renndi sér og sparkaði boltanum frá varnarmanni sem kom á ferðinni og sparkaði í Pellistri. Glórulausara en nokkuð annað.

Fyrri hálfleikurinn var þokkalega fjörugur, opinn en ekki mikið af markverðum atvikum fyrr en Pellistri skaut í stöng á síðustu mínútu. 0-0 í hléi.

Seinni hálfleikur byrjaði svipað, sóknir á báða bóga en varnirnar stóðu sig. Rashford fékk gott færi eftir góða sókn og fína sendingu Bruno, en Bravo varði það. Rétt á eftir var það De Gea sem vari veil, skalla eftir horn sem hann kýldi vel frá. Rashford átti að skora í frábæru færi eftir veggsendingu frá Fernandes en boltinn skoppaði örlítið og skotið fór upp á aðra hæð á vellinum. En hann bætti þvílíkt um betur strax í næstu sókn þegar hann tók neglu af 25 metra færi sem small í netinu úti við stöng. Frábært mark á 56. mínútu og sigur United í einvíginu gulltryggður.

Embed from Getty Images

Skiptingin kom þá, en það voru ekki leikmennirnir á gulu spjaldi í keppninni, Fernandes og Casemiro sem komu útaf heldur Fred og Rashford. Bruno fór þó fljótlega útaf líka. United voru sterkari án þess að gera neitt sérstaklega mikið og það voru skiptingar sem voru helst markverðar, Martinez og Wan-Bissaka næstir út.

Það var mesta furða hvað bæði lið reyndu þó þetta væri allt löngu búið en það var lítið sem var þess virði að bókfæra.

United er komið áfram án vandkvæða og verður í pottinum á morgun kl 12:00

1

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Egill says

    16. mars, 2023 at 18:31

    Þessi dómari er jafn leiðinlegur og leikmenn Betis.

    1

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress