• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar: Sevilla á Old Trafford

Björn Friðgeir skrifaði þann 12. apríl, 2023 | Engin ummæli

Það hefur verið smá hökt á United síðustu vikur af frekar einfaldri ástæðu: Casemiro.

En á morgun er United í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar og eftir að hafa gengið frá Betis í síðustu umferð er nú komið að hinu liðinu frá Sevilla, Sevilla FC.

Drottinn gaf og Drottinn tók, er sagt og þó að Casemiro verði með á morgun þá vantar núna hinn besta mann United á þessu tímabili, Marcus Rashford. Rashford verður frá næstu vikur og á meðan þurfum við að reiða okkur á að Antony Martial haldist heill og spili eins og maður. Það verður svo líklega Jadon Sancho sem þarf að spila vinstra megin. Það eru ábyggilega einhver ykkar sem hafa ekki fulla trú á þessum tveimur, en við verðum bara að vona það besta. En það er ekki bara Casemiro sem er kominn til baka því nú er hægt að fagna því að Christian Eriksen er orðin leikfær. Það verður því einhver bið á því að við sjáum aftur McFred aftur og ekki bara af því Scott McTominay verður frá á morgun vegna meiðsla. Aðrir á meiðslalistanum eru Luke Shaw og Alejandro Garnacho.

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
14
Eriksen
18
Casemiro
25
Sancho
8
Fernandez
21
Antony
9
Martial

Ef frá eru taldir Rashford og Shaw þá er þetta líklega sterkasta liðið sem við getum stillt upp og það verður að teljast líklegra en ekki að þeir sjái til þess að þriðja ferð vetursins til Sevillu verði með gott veganesti.

Sevilla

Það er ekki hægt að segja að Sevilla sé uppáhaldsandstæðingur United. Í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2018 náði United markalausu jafntefli í Sevilla í Mourinholegasta leik United fyrr og síðar en á heimavelli var það einhvers konar útfjólublá útgáfa af því, utan sýnilegs litrófs Mourinholeikans. Einhver skelfilegasti leikur félagsins frá 2013, og þá er ég ekki að gleyma áttatíu og einni fyrirgjöf gegn Fulham.

Covid sumarið 2020 var það svo undanúrslit í Evrópudeildinni, einn leikur á Rhein Energie Stadion í Köln og eins og í tveimur öðrum keppnum það árið tapaði liðið í undanúrslitum. Maður leiksins var Bono í marki Sevilla sem stóð sig svo vel á HM í Katar í vetur.

Bono verður mættur á Old Trafford á morgun en ekki margir aðrir úr leiknum í Köln, ekki frekar en hjá United, aðeins De Gea, Bruno og Martial verða í byrjunarliði aftur

Bono
Acuña
Gudelj
Badé
Montiel
Gueye
Fernando
Gil
Lamela
Suso
En-En

Það eru einhverjir vinklar á miðjunni þarna, Torres, Rakitic og Ocampos eru allir mögulegir byrjunarliðsmenn. Það er víst ólíkleg að okkar maður Alex Telles byrji, en hann er löglegur þó hann sé í láni frá United.

Sevilla hefur gengið afspyrnuilla í vetur, skipt tvisvar um þjálfara, Jorge Sampaoli fékk fimm mánuði eftir að hafa tekið við í október, og nýr þjálfari, José Luis Mendilibar hefur skilað sigri gegn Cadiz úti en svo 2-2 jafntefli heima gegn Celta um síðustu helgi þar sem bæði Gueye og Acuna létu reka sig útaf. Deildarbann nær auðvitað ekki til Evrópuleikja þannig þeir mæta á morgun.

Sevilla er í 13. sæti, en aðeins fimm stigum frá fallsæti, þannig þessi fjögur sem þeir hafa halað inn í tveimur leikjum hafa svo sannarlega skipt máli. Nú er bara spurningin hvort þeir geta leyft sér Evrópuævintýri sem tekur orku frá fallbaráttunni. Saga Sevilla í Evrópudeildinni og UEFA bikarnum er óviðjafnanleg, frá fyrsta sigri þeirra í keppninni 2006 hafa þeir unnið fimm sinnum í viðbót, oftar en nokkuð annað lið.

Verður hefðin sterkari en formið? Það kemur í ljós á morgun. Leikurinn hefst kl. 19:00 og Þjóðverjinn Felix Zwayer dæmir.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress