• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Nýtt tímabil – nýjar væntingar: Wolves á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 13. ágúst, 2023 | 4 ummæli

Loksins er sumrinu að ljúka og boltinn að byrja að rúlla. Við höfum verið þöglir í sumar og því ekki farið yfir það eina sem gerist á sumrin – leikmannamálin. Þetta hefur verið frekar einfalt allt í sumar. Kaupin voru gerð tiltölulega hávaðalaust og þó kannske sumum finnist að United hafi ofborgað eins og venjulega, þá er það líklega bara tja, eins og venjulega. United skattur. Áfram er haldið að hreinsa út, og eins og venjulega fæst ekki nógu mikið fyrir þá sem fara enda fæstir dáðadrengir.

Mason Mount

Mason Mount kom frá Chelsea, átti eftir eitt ár á samningi og vildi ekki endurnýja og Chelsea þurfti því að selja. Mount var búinn að vera þar frá barnæsku, var valinn leikmaður ársins þar bæði tímabilin 2020/21 og 2021/2 en átti aðeins erfiðar uppdráttar í fyrra, skoraði lítið sem hann var þó þekktur fyrir og samningamálin voru að þvælast fyrir, Mount þótti Chelsea ekki meta sig að verðleikum eftir leikmannahringekjuna þar og ákvað því að yfirgefa uppeldisfélagið. Hann er á besta aldrei, aðeins 24. ára.. Mount hefur staðið sig ágætlega á undirbúningstímabilinu og engin ástæða til að ætla annað en að maður með 36 landsleiki gyrði sig í brók. Mount er hugsaður sem framliggjandi miðjumaður og mun kom fyrst og fremst í stað Christian Eriksen, spila framar en Casemiro og aftar en Bruno Fernandes en ætti þó að eiga auðvelt með að leysa þann síðarnefnda af. Ten Hag veit hvað hann er að gera, eins og með svo mörg kaup Ten Hag eru tengsl: Mount spilaði á láni með Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni 2017/18.
Embed from Getty Images

André Onana

Um kosti og galla David de Gea hafa verið skrifuð óteljandi orð og óþarfi að fara nánar í það. Málið er einfalt: André Onana er nútíma markvörður sem tekur virkan þátt í uppbyggingu spils. Það er ólíklegt að hann eigi eftir að verja jafn ótrúlega og De Gea gerði stundum, en það er ekki það sem er spurt um fyrst og fremst í dag. Ten Hag vissi hvað hann vildi og sótti manninn sem hafði spilað fyrir hann öll árin hjá Ajax. Það er ólíklegt að hann vinni gullhanskann en það er á hreinu að spilið hjá liðinu verður allt öðruvísi. Svo er það líka varnarinnar að sjá til þess að verjast.
Embed from Getty Images

Rasmus Højlund

Það var aldrei að fara að gerast að United myndi sækja Harry Kane í greipar Daniel Levy, enda Kane ekki seldur fyrr en Levy gat verið nokkuð viss að United reyndi ekki að stela honum. Þess í stað kemur ungstirnið Rasmus Højlund frá Atalanta. Hann var seldur frá FCK til Sturm Graz í fyrra, frá Sturm Graz til Atalanta síðasta sumar, skoraði sex mörk í sex landsleikjum síðasta vetur og er nú kominn til United á, ja, tiltölulega háa upphæð. Smellubeitur hafa reynt að leggja þá skandinava Højlund og Haaland að jöfnu og þá til að búa til óraunhæfar væntingar svo hægt sé að ráðast á Højlund um leið og hann skorar ekki grimmt. Við hlustum ekki á slíkt. Højlund mun þurfa aðlögun ekki síst vegna þess að hann er ekki í leikformi enn og við verðum að vera alveg róleg. Það hefði vissulega verið frábært ef uppbyggingin sem við hefðum verið að sjá hefði verið fullkomnuð með risanafni sem myndi skora frá fyrsta degi, en þetta er jú uppbygging og við bíðum róleg eftir að Rasmus sýni sitt.
Embed from Getty Images

Næstu vikur

Sem fyrr sagði hafa sölurnar verið hægari. Fred kvaddi í vikunni og þökkum við honum framlag hans, Alls ekki jafn slakur og stundum var látið en ekki mikil framtíð í honum. Nú er horft til þess að losa Maguire en launapakkinn hans er vandamál þegar kemur að West Ham. Donny van de Beek gæti endað á láni til Ajax og nú er útlit fyrir að Scott McTominay fari hvergi.

Það eru þessar sölur sem þarf til til að þeir sem bíði með passana tilbúna komi. United er vissulega að ræða við Bayern um Benjamin Pavard sem myndi spila hægri miðvörð eða hægri bakk, og Sofyan Amrabat hefur beiðið spakur eftir að Ten Hag hringi. Það er einmitt Ten Hag tenging þar: Amrabat lék hjá Utrecht þegar Ten Hag stjórnaði þar.

Þetta kemur allt í ljós, en á morgun leikur United við Wolves í fyrsta leiknum

Lið United

24
Onana
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
7
Mount
49
Garnacho
8
Fernandez
21
Antony
10
Rashford

United á við eitthvað af meiðslum að stríða og auðvitað ber þar fyrstan að nefna Rasmus Højlund. Það er leiðinlegt að Kobbie Mainoo missi af byrjun tímabilsins eftir frábæra frammistöðu í undirbúningsleikjunum en svo er það varamannabekkurinn sem er á meiðslabekknum, Malacia, Henderson, Heaton, Martial, og Amad.

Þetta er því næstum því sterkasta lið sem United getur stillt upp og við verðum að fara þess á leit við drengina að þeir byrji eins og á að byrja: Með öruggum sigri.

Wolves

Það hefur allt farið í skrúfuna hjá Wolves. Félagið hefur keypt of dýra leikmenn sem ekki hafa staðið sig og eru í stökustu FFP vandræðum. Fyrir vikið gátu þeir lítið sem ekkert keypt í sumar, og í síðustu viku raungerðist það sem legið hafði í loftinu, Julen Lopetegui gafst upp og samdi um starfslok og við tók fyrrverandi stjóri Bournemouth, Gary O’Neil. Liðinu er spáð svona á morgun

Sa
Ait-Nouri
Dawson
Kilman
Semedo
Gomes
Lemina
Nunes
Podence
Cunha
Sarabia

Mathias Cunha eru einu alvöru kaup sumarsins eftir að hafa verið á láni hjá liðinu síðasta vetur, en Matt Doherty er kominn til baka frá Athletico Madrid og gæti spilað. Rúben Neves er farinn til Saudi og Raúl Jiminez til Fulham og mikil reynsla horfin með þeim. Þetta lítur því vel út á pappírnum fyrir United, og sigur og að halda hreinu væri gott framhald á virkinu sem var reist á Old Trafford í fyrra þegar aðeins einn leikur tapaðist í deild og aðeins tíu mörk fengin á sig.

Leikurinn byrjar á slaginu sjö annað kvöld en ef eitthvað er að marka leiki helgarinnar má búast við nægum viðbótartíma í báðum hálfleikjum þannig úrslit verða ekki ljós fyrr en rúmlega níu! Simon Hooper er maðurinn sem sér til þess að allar tafir bætast við leiktímann.

4

Reader Interactions

Comments

  1. Zorro says

    13. ágúst, 2023 at 23:17

    Flott grein Bjössi…verðum að hrósa ykkur sem skrifið allt saman.Vel gert..Áfram United

  2. Bjarni Ellertsson says

    14. ágúst, 2023 at 08:30

    Vel gert að starta skrjóðnum fyrir komandi átök. Kvöldleikurinn er sýnd veiði en ekki gefin. Það eru nógu margir sigurvegar í hópnum til að tryggja rétt úrslit. Vona að Old Trafford verði áfram það virki sem það var í fyrra en haldi ekki að úrslit komi af sjálfu sér. Góða sekmtun í kvöld
    GGMU

  3. Sir Roy Keane says

    14. ágúst, 2023 at 11:23

    Frábært að þið eruð komnir úr sumarfríi. Takk kærlega fyrir greinina.
    Er spenntur fyrir leiknum í kvöld, miklvægt að skora snemma í leiknum.

  4. Friðrik Már Ævarsson says

    14. ágúst, 2023 at 12:10

    Þessi viðureign er skólabókardæmi um málsháttinn „sýnd veiði en ekki gefin“. Úlfarnir hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku, Neves, Moutinho, Traoré, Jimenez, Collins, Coady, Hoever og Diego Costa allir farnir og Lopetegui sagði upp korter í kick-off og á svörtu og hvítu gæti maður talið þetta vera góðs viti fyrir okkar menn.
    En Gary O’Neil er mættur og kæmi sjálfsagt ekkert mörgum á óvart þó það væri svolítill keimur af hinu þekkta ‘new manager bounce’ í kvöld.
    Við verðum hins vegar að vona að heimavöllurinn okkar verði eins sterkur í ár og hann var á síðasta tímabili en þessi viðureign var einungis 1-0 þar til í uppbótartíma þegar Garnacho kláraði leikinn. Vonandi náum við að setja fleiri mörk og drepa leikinn strax. :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress