• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Erfitt verkefni í München á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 19. september, 2023 | Engin ummæli

Eftir slæmt tap á laugardaginn hefðum við getað þegið auðveldan leik í kjölfarið til að reyna að koma liðinu í gang aftur en því er ekki að heilsa. Nú seinni partinn flaug United hópurinn til München og leikur gegn Bayern á Allianz Arena á morgun. Þeir sem fóru voru Onana, Heaton, Vitek og Bayındır.; Lindelöf, Martínez, Requilon, Dalot og Evans; Fernandes, Erisen, Casemiro, Pellistri, McTominay, Gore, Hannibal; Martial, Rashford, Højlund, Garnacho og Forson.
Það sést vel af þessu að hoggin hafa verið stór skörð í hópinn. Listinn yfir leikmenn sem ekki eru leikhæfir er: Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw, Malacia, Amrabat, Mainoo, Mount, van de Beek, Antony, Sancho og Diallo. Það er bara þokkalegasta lið, án markvarðar, og sex menn sem væru án efa í sterkasta byrjunarliðinu. Það er óþarfi að kalla það fyrirfram afsakanir þegar við sláum því föstu að þessi meiðslalisti hafi áhrif á þau vandræði sem liðið á í

Það eru ekki margir valkostir í stöðunni þegar stilla á upp liði:

24
Onana
20
Dalot
2
Lindelöf
6
Martínez
15
Reguilón
14
Eriksen
18
Casemiro
17
Garnacho
8
Bruno
10
Rashford
11
Højlund

Það er fyrst og fremst vörnin sem er fáliðuð núna sem er auðvitað frekar óþægilegt þegar Harry Kane bíður

Bayern München

Bayern hefur byrjað vel í Bundesligunni, unnu fyrstu þrjá leikina en gerðu 2-2 jafntefli á Allianz um síðustu helgi gegn Bayer Leverkusen. Og já, Harry Kane hefur byrjað af krafti og er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum.

Bayern hefur verið með nær sama lið í haust

Ulreich
Mazraoui
Upamecano
Kim
Davies
Kimmich
Goretzka
Sané
Musiala
Gnabry
Kane

Hörkusterkt lið þar sem við þekkjum nær alla leikmenn vel. Leroy Sané hefur byrjað tímabilið næstum jafnvel og Kane, er með þrjú mörk, en svo er það franski unglingurinn Mathys Tel, átján ára gutti sem hefur komið inná í öllum leikjum og skorað tvö mörk. Í vörninni verðum við að nefna Kim Min-jae sem slúðrið vildi endilega meina að væri á leiðinni til United snemma í sumar en fór svo áreynslulaust til Bayern.

Helsta fjarveran á vellinum er Kingsley Coman og svo er óvíst hvort Joshua Kimmich nái leiknum, ef ekki er búist við Konrad Laimer byrji. Thomas Müller er ekki búinn að vera fastamaður, byrjað tvo leiki en komið inn á í tveimur og þykir líklegra að Musiala verði fyrir valinu.

En markverðasta fjarveran er auðvitað Thomas Tuchel en hann er í banni. Nú verður fróðlegt að sjá hvort hann verði í símanum allan leikinn en það eru víst eitthvað þéttari reglugerðirnar í Evrópuboltanum en hér heima.

Síðast þegar United kom á Allianz tapaðist leikurinn þrjú-eitt, en það er auðvelt að segja að ein besta mínútan síðan Sir Alex hætti kom eftir að Uncle Pat skoraði þetta frábæra mark… og þangað til Bayern skoraði og slökkti vonirnar. Er það jinx að setja þetta hér? Held ekki.

Leikurinn hefst á slaginu sjö og dómari er Svíinn Glenn Nyberg.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress