• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Aftur og nýbúnir: Crystal Palace á Old Trafford

Björn Friðgeir skrifaði þann 29. september, 2023 | 1 ummæli

Á þriðjudaginn vaknaði United af dvala og vann Crystal Palace sannfærandi í deildarbikarnum. Á morgun kemur Palace aftur í heimsókn. Palace hvíldi leikmenn eins og United gerði og á morgun mæta Eberechi Eze og Marc Guéhi til leiks. Það mun því bætast aðeins í sókn og vörn hjá Palace en hjá United er meiðslalistinn enn að stækka. Nú er ljóst að Lisandro Martínez verður frá næstu 2-3 mánuði og að auki er Sergio Reguilón meiddur.
Við munum því sjá Sofyan Amrabat í vinstri bakverði á ný. Fastlega má reikna með Rashford og Bruno í liðinu og ætli Casemiro og Mount fái ekki að spreyta sig á miðjunni. Pellistri hefur verið valinn umfram Garnacho hægra megin hingað til. Rasmus Højlund hlýtur að vera fremstur.

24
Onana
4
Amrabat
2
Lindelöf
19
Varane
20
Dalot
18
Casemiro
7
Mount
10
Rashford
8
Bruno
28
Pellistri
11
Højlund

Palace megin koma Eze og Guéhi inn í liðið og Sam Johnstone verður að byrja þar sem Dean Henderson er meiddur.

Johnstone
Mitchell
Guéhi
Andersen
Ward
Hughes
Doucouré
Ezé
Schlupp
Ayew
Mateta

Það er enginn að fara að telja hænur fyrir þennan leik, en United hlýtur að geta spilað jafn vel og í síðasta leik. Það verður áhugavert að sjá hvort Mount og Casemiro virka saman, Casemiro þarf greinilega einhvern sterkan sér við hlið og það er komið að Mount að sanna sig.

Aldrei þessu vant hlaðast leikir á morgundaginn, meðal annars vegna Ryder bikarsins og leikurinn hefst kl 2 eins og heilir fimm aðrir!

1

Reader Interactions

Comments

  1. evra says

    29. september, 2023 at 20:09

    rústúm þessum leik spái fimm núll fyrir okkur og gamli roy fer niðurlútur í burtu allt upp á við núna félagar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress