• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

United tekur á móti Galatasaray

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 2. október, 2023 | Engin ummæli

Manchester United - Galatasaray

Manchester United mætir Galatasaray frá Tyrklandi í öðrum leik A-riðils Meistaradeildarinnar á morgun klukkan 19:00 á Old Trafford. Galatasaray situr í öðru sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar og hefur liðið unnið síðustu sex deildarleiki sína. Það er eitthvað annað en hægt er að segja um United sem tapaði sínum öðrum heimaleik á tímabilinu núna um helgina þegar að liðið tapaði gegn Crystal Palace. United situr á botni A-riðils eftir tap gegn Bayern í fyrsta leik riðilsins, sama tíma gerði Galatasaray jafntefli við FC København 2-2 í Tyrklandi.

Það eru þung og grá ský sem svífa yfir leikhúsi draumanna þessa stundina, flestir stuðningsmenn höfðu vonast eftir skrefi fram á við frá síðasta tímabili en raunin hingað til hefur ekki verið sérstaklega glaðleg. Það virtist allt vera á tiltölulega réttri leið eftir útisigur gegn Burnley og þægilegan heimasigur gegn Palace í bikar. Roy Hodgson var þó fljótur að svara fyrir sig og slökkva á vonarglætu United stuðningsfólks. Ekki nóg með að úrslit og spilamennska hafi verið döpur í byrjun þessa tímabils þá er  meiðslahrinan í herbúðum United eiginlega hætt að vera fyndin, nýjustu vendingar í meiðslamálum klúbbsins eru að Lisandro Martinez verði frá í a.m.k. tvo mánuði.

Það þýðir þó ekkert að kvarta og kveina og detta í eitthvað volæði, þó að United hafi tapað fyrsta leik í riðlakeppni meistaradeildarinnar þá var svo sem viðbúist að sá leikur yrði mjög erfiður. Heimaleikur gegn Galatasaray er hins vegar leikur sem verður að vinnast ef að liðið ætlar ekki að gera hlutina alltof erfiða fyrir sig í deild þeirra bestu. United og Galatasaray hafa mæst sex sinnum í meistaradeildinni og hefur United unnið tvisvar en Galatasary einu sinni og liðin því þrisvar sinnum skilið jöfn. Árið 1994 sigraði United tyrkneska liðið 4-0 sem er stærsti sigur milli liðanna en það var einmitt líka í A-riðli Meistaradeildarinnar það ár.

Mér finnst líklegt að Erik Ten Hag geri einhverjar breytingar á liðinu sem tapaði gegn Crystal Palace, það eru þó ekkert alltof margir valmöguleikar í boði. Þrátt fyrir fáa valmöguleika þá er samt ekkert auðvelt að geta til hvaða breytingar Ten Hag muni gera ef hann gerir einhverjar. Líkt og vanalega er lið Galatasaray kröggt af kunnuglegum nöfnum í bland við minna þekktra heimamanna. Það er líklegt að varnarmenn United þurfi að hafa góðar gætur á Mauro Icardi en hann er markahæsti leikmaður Galatasaray á tímabilinu með 7 mörk í jafn mörgum leikjum. Þá má einnig nefna fyrrum leikmann United, Wilfried Zaha sem er nýkominn til félagsins sem og Hakim Zieych.

 

 

Líklegt byrjunarlið

Eins og ég nenfdi áðan þá veit ég ekki hvernig Erik Ten Hag myndi breyta liðinu ef hann gerir það, sem mér finnst líklegt. Ég tel þó að hann geti vel ákveðið að setja Hannibal Mejbri inn í byrjunarliðið þar sem hann hefur komið með mikinn kraft í þeim leikjum sem hann hefur fengið að byrja. Bruno yrði þá færður út á kant á kostnað Pellistri.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress