• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Danir kíkja í heimsókn

Hrólfur Eyjólfsson skrifaði þann 24. október, 2023 | Engin ummæli

Fyrsti heimaleikur eftir fráfall Sir Bobby Charlton og passar vel að það sé leikur í meistaradeildinni, keppninn sem hann var fyrirliði og skoraði tvö mörk þegar við unnum bikarinn fyrst.
Liðinu hefur gengið erfiðlega í keppninni til þessa og er gerð krafa um sigur bæði til að heiðra minningu Sir Bobby en einnig líka til að eiga einhvern möguleika á þvi að halda áfram í þessari keppni sem við viljum helst vera í.
Mótherji þessarar umferðar er FC København dönsku meistarnir.
FCK eins og liðið er gjarnan nefnt í Danaveldi varð til við samrunna tveggja félaga í júlí 1992 og byrjuðu strax á því að vinna deildina það tímabil og hafa jafnað metið um flesta sigra í dönskudeildinni og eru margir leikmenn sem hafa komið úr þeirra akademíu einna helst hvað United varðar var Rasmus Højlund og þar er að finna yngri bræður hans tvíburanna Oscar og Emil svo þarf varla að minnast á að Orri Óskarsson leikur einnig með liðinu en hann hefur ekki fengið mikið að spila í Meistaradeildinni hingað til.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu (hvar hefur það heyrst áður) þá hafa síðustu leikir verið skref í rétta átt smash and grab á móti Brentford fyrir landsleikjahlé og svo ,,comeback“ sigur ef svo má kalla allavega tókst þeim að skora sigurmarkið eftir að það var jafnað sem virðist hafa verið erfitt áður fyrr.
en eins og var minnst á áður þá kemur ekkert annað til greina en sigur ef það á að vera einhver keppni eftir áramót

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress