• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

West Ham 2:0 United

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 23. desember, 2023 | 18 ummæli

United mætti West Ham á London Stadium í fyrsta leik á Þorláksmessu. Erik Ten Hag gerði tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Liverpool síðustu helgi. Bruno Fernandes fyrirliði United kom aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa verið í banni gegn Liverpool. Þá koma Willy Kambwala ungstirnið inn í byrjunarliðið í stað Raphael Varane. Ég verð að segja lesandi góður að ég veit ekki mikið um getu Willy Kambwala en ég skal segja ykkur það að hann hefur gert gott mót í FM save-inu mínu þar sem ég fékk hann á láni frá United til Luton. Það er líka alveg kominn tími á það að akademía United myndi koma miðverði inn í byrjunarlið United. Amrabat settist einnig á bekkinn í stað Bruno.

 

Byrjunarlið

United:

 

West Ham:

 

Fyrri hálfleikur

Fyrri hálfleikur var frekar leiðinlegur og tíðindalítill, United hélt ágætlega í boltann en gerði gjörsamlega ekkert við knöttinn. Þar af leiðandi mun ég ekki sérstaklega fara yfir færi á báða bóga. Garnacho fékk besta færi hálfleiksins og næstum því leiksins þegar að Kudus átti slaka sendingu sem endaði með því að Garnacho komst í daaaaauuuuðafæri en það er algjörlega augljóst að alla framherja United skortir sjálftraust og hann skaut beint í Areola markmann West Ham. West Ham fékk kannski yfir höfuð betri færi þó að United hafi fengið besta færið en færi Lundúnarliðsins voru samt ekkert ótrúlega hættuleg. Það sama virtis vera upp á teningnum hjá United og vanalega það skorti alveg öll gæði fram á við. Hugmyndasnauðar sóknir, plan B vantar og aldrei er reynt að lofta boltanum inn í teig á Hojlund og vona það besta.

 

Seinni hálfleikur

United hélt uppi sömu spilamennsku í byrjun seinni, héldu betur í. boltann en gerðu lítið við boltann. Hinsvegar á rúmlega 70 mínútu koma há sending yfir lága blokk United beint á Jarrod Bowen sem slútaði í Onana en fékk boltann aftur og kláraði boltann í netið. Full auðvelt og óþolandi að enginn hafi fylgt Bowen eftir og komið í veg fyrir markið. Sex mínútum seinna komust West Ham í hraðasókn þar sem Kudus komst á milli miðverðanna þrátt fyrir að Ganverjinn hafi dregið sig aftur fyrir miðverðina náði hann góðu skoti inn í teig sem fór í bláhornið og Onana átti ekki séns. United reyndi áfram Rashford kom inn á fyrir Hojlund á 57 mínútu og Pellistri fyrir Antony 15 mínútum seinna.

 

United reyndi þannig séð og reyndi en þetta var frekar máttlaust sérstaklega eftir annað markið og leikmenn United virtust frekar kraftlausir. Að lokum eftir sjö mínútna uppbótartíma var tap algjörlega ljóst. En önnur hrikaleg úrlsit á þessu tímabili gegn liði í topp 10. Hrikalegt eftir að West Ham spilaði í miðri viku á meðan United hvíldi og gat spáð í þessum leik næstum því í viku.

 

Að lokum

Eftir að hafa horft á þenna leik þá langaði mig ofboðslega lítið að lýsa honum í smá atriðum og segja frá færum leiksins. Aðallega var það vegna þess að færi leiksins voru af skornum skammti en líka af því spilamennska United var andlaus. Það er ekkert sem dregur jafn mikið úr mér viljan til þess að ræða United og þegar United spilar eins og þeir gerðu í dag. Það er ekki bara það að United spili illa aðal ástæðan fyrir metnaðarleysi mínu er þegar United leikmenn virðast voða lítið spenntir fyrir því að skora. Fólk mun kenna Ten Hag um tapið en það er alveg augljóst núna þegar að við höfum skipt margoft um þjálfara að þetta er ekki bara þjálfarans. Vandamálið er algjörlega klúbbsins, menning klúbsins, umgjörð klúbbsins og eignarhald er stærsta vandamálið. United getur skipt um þjálfara eftir þjálfara en að lokum mun félagi ekki uppskera neina velsæld nema að almennilega sé tekið á málum baksviðs.

Ég ætla ekki að tala um neinn leikmann nema Willy Kambwala, mér fannst hann fínn miðaða við stöðun sem hann var settur í og getur alveg átt ágæta framtíð hjá United. Á sömu nótum vil ég minna alla United stuðningsmenn á að við erum í mjög miklum meiðslavandræðum og á sama tíma að vandamál United eiga öll rætur sínar að rekja til hversu fáránlega illa félagið er rekið. Þar að segja er ég ekki að fría alla leikmenn af þeirra ábyrgð en í guðanna bænum ekki bara kalla eftir höfði leikmanna og þjálfara. Stjórnun á fótboltafélaginu United þarf að breytast þannig mun félagið ná fyrri frama aftur.

Gleðileg Jól vonandi hefur þessi leikur ekki eyðilagt jólin fyrir ykkur.

 

18

Reader Interactions

Comments

  1. Ólafur Kristjánsson says

    23. desember, 2023 at 12:12

    Er Varane meiddur?

  2. Gummi says

    23. desember, 2023 at 14:14

    Að þessi þjálfara drusla sé en þá að þjálfa þetta lið er fáránlegt við verðum að fara gera þjálfara skipti

  3. Helgi P says

    23. desember, 2023 at 14:19

    Afhverju sér Ten Hag ekki það sem allir stuðningsmenn united sjá að brunó og McTominay geta ekki spilað saman

  4. Tenfraud says

    23. desember, 2023 at 14:51

    Bald fraud

  5. Gustith says

    23. desember, 2023 at 14:58

    Til hamingju rauðu djöflsrnir

  6. Gustith says

    23. desember, 2023 at 15:05

    Á ég kanski að segja rauðu tuskuböllarnir.

  7. Gustith says

    23. desember, 2023 at 15:09

    Ef þið vitið ekki hvað tuskuböllur er farið þið framm í eldhús og takið upp eldhús tussuna.

  8. Einar says

    23. desember, 2023 at 16:32

    ETH fer væntanlega ekkert fyrr en nyji eigandinn mætir í hluthafahópinn en guð minn focking góður😡

  9. Arni says

    23. desember, 2023 at 18:18

    West ham vöru ömurlegir í þessum leik samt áttum við ekki séns í þá

  10. Dór says

    23. desember, 2023 at 18:23

    Nú er bara sheffield utd búið að skora færi mörk en við þvílík drúla sem er í gangi hjá þessu liði og Ten Hag verður að fara

  11. Helgi P says

    23. desember, 2023 at 19:09

    Fer ekki að koma tími á djöflavarp

  12. Tenfraud says

    23. desember, 2023 at 19:36

    Dór : svona svona þeir eru nú jafnir Burnley og Luton í markaskorun :D

  13. evra says

    23. desember, 2023 at 20:37

    Gudtith haltu þig bara a kop siðunni þar sem þú átt heina aulinn þinn.

  14. Elis says

    23. desember, 2023 at 23:01

    Ætla ekki að hlusta á að það má ekki vilja þjálfaran burt af því að eigendurnir eru fávitar og að það er búið að prufa marga þjálfara og að lausnin er ekki að losa sig við þennan.

    Helvítis kjaftæði

    Ef Man Utd ætlar sér að vera gott lið aftur(ath gott lið er krafan núna ekki frábært) þá þarf nýjan stjóra. ETH er hluti af drullunni en ekki partur af lausn.

    Liðið er en á sama stað.
    1. Engin ákveðin leikstíll í gangi. Þjálfarinn getur ekki talað um óstöðugleika því að það veit engin hver leikstíll inn er.
    2. Liðið er ekki gott að verjast. Nema 11 manna varnar pakka.
    3. Liðið er stein gelt fram á við.
    4. Leikmenn sem EHT hefur keypt líta skelfilega út. Anthony drasl, Onana skelfilegur, Amrabat guð minn góður og ekki láta mig tala um framherjann sem getur ekki skorað eða lagt upp. Skyndilausnir gærdagsins eru útrunnar í dag Casimiro,Erikson og Casimiro.
    5. Hann veit ekkert hvert hann vill fara með liðið. Hvernig getur verið að Harry og Mctominay eru orðnir lykilmenn eftir að hann reyndi að gefa þá í sumar.

    Tottenham er líka í meiðsla vandræðum en maður sér hvernig þeir vilja spila. Virkar ekki alltaf en stílinn er klár.
    Newcastle eru líka í meiðsla vandræðum og hafa ekki verið að spila vel eftir sigurinn gegn Utd en maður sér leikstílinn og hugmyndafræðina.

    Ef hann verður þarna á nýju ári þá er félagið á verri stað en ég hélt og hélt ég að það væri ekki hægt

  15. Dór says

    24. desember, 2023 at 03:45

    Sem betur fer er EM í handbolta að fara byrja því að horfa á þetta lið spila fótbolta undir Ten Hag er leiðinlegasta sjónvarpsefni sem hægt er að horfa á þetta er bara ekki sami þjálfari og var hjá Ajax

  16. Einar says

    24. desember, 2023 at 16:13

    Ineos staðfestir. Núna hlytur Ten Hag að fara.

  17. Scaltastic says

    24. desember, 2023 at 17:58

    Avi og Joel hlóðu í löngutöng aldarinnar á hárrétum tíma. Þeir mega eiga það líkt og liðið þeirra út á velli að þeir eru samir við sig, óuppörvandi og umfram allt drullusama um fólkið sem heldur þeim uppi.

    Þessir síðastliðnu 13. mánuðir fara í sögubækurnar sem glatað tækifæri fyrir félagið og stuðningsfólk. Með óbragð í munni mun maður kjamsa á og melta þetta risastóra L. Verður vægast sagt áhugavert að sjá loftfimleikana hjá Ineos að reyna fjármagna framkvæmdirnar á vellinum + sortera úr flækjum á leikmannahópnum. Vissulega er bráðnauðsynlegt að setja inn nýjan forstjóra, DOF og ákveða þjálfara málin, en uppsöfnuð vanræksla á innviðum félagsins er svo mikil að þessir þrír hlutir dekka aðeins hluta vandans.

    Geri mér grein fyrir að ég er viðurstyggilega svartsýnn, vona ekkert frekar en að ég hafi rangt fyrir mér. En það er útlit fyrir
    að 24.12.2023 verði einn fimm verstu dagsetningum í sögu félagsins.

  18. evra says

    24. desember, 2023 at 18:03

    mjôg góðar fréttir held að sir Rattcliffe og Ineos eigi eftir að gera góða hluti fyrir klúbbinn og gjôrbreyta hlutum til góðs clory clory

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress