• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:2 Aston Villa

Björn Friðgeir skrifaði þann 26. desember, 2023 | 13 ummæli

Varane kominn í liðið eftir veikindi og Shaw og amrabad lagstir í rúmið. Kobbie fær auðvitað sitt tækifæri og Christian Eriksen mættur eftir tvo mánðui ð meiðslum

24
Onana
20
Dalot
35
Evans
19
Varane
29
Wan-Bissaka
14
Erikssen
39
Mainoo
10
Rashford
8
Bruno
19
Garnacho
11
Höjlund

Varamenn: Bayindir, Requilon, Van de Beek, Gore(90+5′), Kambwala, Mejbri(90+5′), McTominay (81′), Antony (81′), Pellistri.

Lið Villa:

Martínez
Digne
Lenglet
Carlos
Konsa
Luiz
Dendoncker
Ramsey
McGinn
Bailey
Watkins

Þetta var allt svona frekar rólegt framan af, United þó meira með boltann og það var Eriksen sem átti fyrsta skotið af löngufæri sem Martínez hirti.

Villa var samt alltaf ognandi og á 22. mínútu skoruðu þeir. Villa vékk aukaspyrnu úti á kanti, Tveir villa menn voru í rangstöðu og hlupu út. Aukapyrnan fór hinss vegar beint inn, John McGinn með markið og André Onana átti að gera betur þó Ollie Watkins væri að myndast við að koma fæti í boltann og það truflaði.

Rúmum fjórum mínútum síðar bætti Villa við. Aftur fast leikatriði, horn frá hægri, Lenglet hljóp í autt svæði vinstra megin, og skallaði óáreittur inn á markteig þar sem Leander Dendoncker slæmdi fæti aftur og skoraði með hælspyrnu. 2-0 eftir tpæar 26. mínútur.

Skömmu seinna hefði Bruno getað kraflað í bakkann, fékk langa sendingu fram, ekki rangstæður, en tók skelfilega á móti boltanum og svo skoti í panik langt framhjá. Strax í næstu sókn átti Rashford þokkalegt skot en Martínez varði auðveldlega. Það var eins og United hefði aðeins ranka við sér, Garnacho komst upp að endamörkum, gaf fyrir en Höjlund var meter frá boltanum.

Áfram hélt United að sækja, langt síðan við höfum séð jafn mikla sóknartilburði frá liðinu. Það vantaði samt mikið á lokafráganginn, vörn og markvörður Villa voru vandanum vaxin.

Núll tvö í hálfleik.

United menn voru sex sinnum rangstæðir í fyrri hálfleik og á þriðju mínútu seinni hálfleiks leit útfyrir að Garnacho hefði komist hjá því, sóknin var hröð, Rashford kominn inn fyrir úti á kanti og gaf inn á Garnacho sem lék upp, fram hjá Emi Martínez og setti boltann í netið. En þó Garnachohefði séð Rashford hafði honum ekki tekist að vera fyrir aftan boltann þegar Rashford lék honum og var því dæmdur rangstæður.

United sótti þétt. Rashford elti sendingu innfyrir sem Martínez var á undan í af því Rashford hikaði. Martínez fór í Rashford eftir á en ekkert dæmt þegta hefði verið rautt ef Rashford hefði ekki hikað. En svo kom loksins mark á 58. mínútu. Enn og aftur hröð sókn upp vinstra megin, Rashford upp og gaf fyrir, Höjlund of seinn í boltann en Garnacho var fjær og skoraði vel og minnkaði muninn.

Innan við mínútu síðar varði Onana síðan frábærlega skalla frá Leon Bailey, og Villa ógnaði áfram um tíma en United tók aftur yfir leikinn. Höjlund hefði fengið víti en var auðvitað rangstæður í aðdragandum, Villa gafst ekki upp á þessari háu varnarlínu þó United væri trekk í trekk alveg við það að komast framhjá henni.

Það var svo loksins á 71. mínútu að sókn United skilaði jöfnunarmarkinu. Garnacho út á Bruno, Bruno gaf fyrir, varnarmaður Villa setti fót í boltann og Garnacho náði til boltans, lagði hann fyrir sig og skaut, boltinn breytti aðeins um stefnu af varnarmanni og framhjá Martínes, jafnt!

Og aftur var mark United í stórhættu strax eftir að þeir skoruðu en í þetta skiptið var það Jonny Evans sem rak út fótinn og varnaði því að McGinn skoraði.

Rashford var búinn að vera mjög góður í leiknum en varð fyrir smá hnjaski og fór útaf fyrir Antony og McTominay kom líka inná fyrir Mainoo.

Og strax eftir skiptinguna kom það sem við vorum öll að bíða eftir, mark frá Rasmus Höjlund! United fékk horn frá hægri, boltinn kom inn á teiginn, í lærið á John McGinn og Höjlund brást frábærlega við, tók innanfótarskot á lofti og setti boltann í netið. United komið yfir!!

Fögnuður Höjlund var mikill og allt United liðið og þar með talinn André Onana komu til að faðma danska drenginn.

Ten Hag vildi tryggja sigurinn, ólíkt því sem Emery hafði gert, og setti Willy Kambwala inná fyrir Höjlund í lok venjulegs leiktíma. Villa sótti eitthvað og Gore og Mejbri komu inná yfir Eriksen og Garnacho til að þetta miðjuna enn frekar. Það dugði og sanngjarn sigur í höfn.

United sofnaði illilega á fjórum mínútum í fyrri hálfleik en síðasta kortér hans og allan seinni hálfleikinn var liðið mun betra. Villa hélt sig við hávörn og United var greinilega undir það búið. Þessi sigur hefði getað verið stærri ef leikmenn hefðu verið aðeins meira vakandi fyrir rangstöðunni.

En það er ekki hægt að kvara undan þessu, loksins vaknaði liðið og pendúllinn hefur sveiflast. Næsti leikur er gegn Nottingham Forest á laugardaginn, tækifæri til að reyna að snúa þessu tímabili og loka erfiðum desembermánuði með stæl

13

Reader Interactions

Comments

  1. Egill says

    26. desember, 2023 at 20:56

    Ef Tómas Þór hefði bara haldið kjafti í 5 sekúndur, í fyrsta skiptið á sinni ævi, þá hefðum við fengið að heyra baulið á OT.
    Þetta verður að vera síðasti leikur ETH, þetta er orðið svo slæmt að Liverpool undir stjórn Hodgson var talsvert betra.
    Færri skoruð mörk en Luton, og við erum með -7 í markatölu.
    Frábær kaup í þessum Onana líka, mastermove!

  2. Birgir says

    26. desember, 2023 at 21:04

    Slatti af óverðskulduðum stigum þarna líka.

  3. Ten fraud says

    26. desember, 2023 at 21:05

    Flappy bird í markinu

  4. Red says

    26. desember, 2023 at 21:05

    Orðið vel vandræðalegt hjá ykkur en kannski verður næsta ár betra.
    Klárlega byrja á að henda Ten Hag út og ráða almennilegan stjóra.

  5. Helgi P says

    26. desember, 2023 at 21:06

    Við ættum að vera í fallsæti því við erum búnir að vinna mjög svo ósanngjarna sigra

  6. Elis says

    26. desember, 2023 at 21:21

    Björn að Jinxa þetta. Onana er heldur betur kominn aftur í sviðsljósið. Hvernig sem þessi leikur fer þá þarf Man Utd að setja Onana strax í flugvél á Afríkumótið og segja honum að hann þarf ekkert að koma aftur.

  7. Magnús Þór Magnússon says

    26. desember, 2023 at 22:01

    Hvernig er sokkurinn sem þið tuðarar þurfa að éta á bragðið?

  8. Cantona7 says

    26. desember, 2023 at 22:35

    Góð tímasetning á fyrsta marki Höjlund! Og seinni hálfleikurinn frábær sokkur í fúla í athugasemdum

  9. Egill says

    26. desember, 2023 at 22:44

    Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik, núna þarf líka að spila svona í næsta leik.
    Loksins nennti líka Rashford að hreyfa sig, hans besti leikur í msrga mánuði.
    En mörkin í fyrri hálfleik voru skelfileg, sama hver úrslitin voru þá er þetta ekki boðlegt.

  10. Einar Einarsson says

    27. desember, 2023 at 07:52

    Það var ekki bjart útlit í hálfleik en sá síðari vá og toppurinn að Hjolund skoraði vonandi eitthvað bjartara framundan 😁

  11. Björn Friðgeir says

    27. desember, 2023 at 08:21

    Alveg er magnað að sjá ekki björtu hliðarnar á þessum leik en einblína á hitt. Villa hefði farið á toppinn með sigri, hafði ekki tapað leik eftir að hafa komist yfir og sigurinn vannst samt. Það hefur einmitt verið vandamál síðustu ár að vinna toppliðin og þarna kom það.
    Svo komu átta uppaldir við sögu, Höjlund uppskar loksins með frábæru marki, Garnacho var frábær, Rashford með sína bestu frammistöðu í vetur.

    Ég get svo svarið það sumum ykkar líður betur þegar illa gengur því það er svo gaman að tuða.

  12. Helgi P says

    27. desember, 2023 at 14:56

    Þetta lið hefur átt alla gagnrýnina skilið þetta er búið að vera skelfilegt season jú jú flott að koma til baka en þessi sigur gerir ekkert ef það kemur alltaf skita í leikjunum á eftir

  13. Egill says

    28. desember, 2023 at 23:56

    Ég elska þegar top Reda mæta á lyklaborðið geðveikt high and mighty þegar við fáum að sjá sjaldgæfa góða frammistöðu og kvarta undan því þegar fólk lætur almenna óánægju sína í ljós. Það mætti halda að við séum ekki að upplifa eina verstu byrjun liðsins í áratugi.
    Eru svona flottir top Reds bara sáttir með tímabilið útaf því að við unnum Chelsea og Aston Villa á Old Trafford?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress