• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:2 Tottenham Hotspur

Björn Friðgeir skrifaði þann 14. janúar, 2024 | 4 ummæli

Lið United í leiknum

24
Onana
20
Dalot
35
Evans
19
Varane
29
Wan-Bissaka
14
Eriksen
37
Mainoo
10
Rashford
8
Bruno
17
Garnacho
11
Højlund

Varamenn: Bayindir, Heaton, Martinez(63′), Kambwala, Casemiro, McTominay (58′), Antony, Pellistri, Forson

Lið Spurs:

Vicario
Udogie
Van de Ven
Romero
Porro
SKipp
Bentancur
Højbjerg
Werner
Richarlison
Johnson

Fyrsta sókn United gaf fyrsta markið, Onana henti út á Garnacho sme gaf á Bruno, hann gaf langan bolta á Rashford sem lék inn í teiginn, reyndi að komast í færi, lenti á Udogie en boltinn barst til Rasmus Höjlund sem lé aðeins til hliðar og hamraði boltanum í þaknetið. 1-0 á þriðju mínútu, frábært mark.

Spurs setti í gír efir markið sótti nokkuð. Jonny Evans skallaði skalla Richarlison í horn sem þó nokkur hætta skapaðist í en síðan var hreinsað. United sótti stöku sinnum en annars var Spurs meira með boltan og þeir jöfnuðu á nítjándu mínútu eftir enn eitt hornið, Richarlison kom kollinum í boltann og sendi hann inn úti við stöng.

Spurs var um tíma áfram með tökin en þegar leið á hálfleikinn fór United að taka völdin. Marcus Rashford var búinn að vera frekar mistækur þegar hann var að hlaupa á vörnina en á 40. mínútu kom hann boltanum á Höjlund í staðinn fyrir að missa hann til varnarmanns, Höjlund gaf beint til baka og þó boltinn væri eilítið óþægilegur var Rashford með fullkomna snertingu til að leggja hann fyrir sig og setti svo skotið snyrtilega í hornið fjær, 2-1.

Rashford átti að bæta við þegar hann fékk lokasendingu í snyrtilegri sókn en var of lengi að athafna sig og vörnin blokkaði hann.

Horn Spurs voru óþægilega hættuleg og í uppbótar tíma fyrri hálfleiks fékk Romero frían skalla sem small í slánni.

En það tók Spurs bara 51 sekúndu af seinni hálfleik að jafna, Betancur fékk boltann utan við teig, hljóp gegnum holu í vörninni, Jonny Evans komst ekki í hann og Betancur skoraði með góðu skoti.

Eriksen var alls ekki nógu öflugur á miðjunni og Scott McTominay kom inn á, og átti fljótlega ágætt skot framhjá.

En á 63. mínútu kom Lisandro Martínez loksins inná í fyrsta skiptið síðan í september og var vel fagnað.

Fátt markvert gerðist, Spurs kannski aðeins grimmari en United bitlaust. Síðasta skipting kom á 88. mínút, Antony kom inná fyrir Rashford og fór út á hægri kantinn.

Síðasta færi leiksins kom á síðustu mínútu viðbótartímans, Garnacho átti flotta sendingu inn á teiginn, McTominay átti frían skalla en gat ekki stýrt boltanum niður.

United getur ekki verið ósátt við stigið. Vissulega komst liðið tvívegis yfir en veikleikarnir eru augljósir, miðjan veik og vörnin líka sérstaklega í föstum leikatriðum. Það eru fjórtán dagar í næsta leik, sem nýtast vonandi bæði í smá hvíld og að æfa meiðslapésana þannig þeir verði allir komnir í stand.

Að lokum sendum við Grindvíkingum baráttukveðjur. Ef ég man rétt var stuðningsmannaklúbburinn hér heima ættaður úr Grindavík og hugur okkar er hjá þeim í dag.

4

Reader Interactions

Comments

  1. Tòmas Hermannsson says

    14. janúar, 2024 at 19:32

    Ekki nógu gott. Leikur sem við urðum að vinna.

    Ef Ten H ætlar að tolla í starfi þarf hann að komast á run með liðið fram á vor.
    Nú þegar leikmenn eru að snúa til baka úr meiðslum þá duga engar afsakanir.

  2. Ólafur Kristjánsson says

    14. janúar, 2024 at 21:58

    Okkar menn sluppu með skrekkinn. Þeir eru oftast nær minnimáttar, því miður.

  3. Helgi P says

    15. janúar, 2024 at 03:48

    En ein ömurleg frammistaða hja þessu liði

  4. Brestur says

    28. janúar, 2024 at 16:31

    Það er víst engin leikur í dag?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress