• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Wolves á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 31. janúar, 2024 | Engin ummæli

Eftir „vetrarfríið“ er heil umferð nú í miðri viku. United heldur til Miðlandanna þar sem Wolverhampton Wanderers bíða. Ekki er það nú alveg skemmtileg tilhugsun en sigur Wolves lyftir þeim yfir United í töflunni þannig það má ekkert út af bera. Í síðustu fjórum leikjum á útivelli í deild, hafa United skorað eitt mark og fengið eitt stig, reyndar gegn Liverpool. Svo er mánuður síðan síðasti leikur af þessum átti sér stað og nú er meiðslastaðan ansi miklu skárri. Það er því lítið um afsakanir lengur. Það mest spennandi fyrir uppstillinguna á morgun er hvort Marcus Rashford fari inn í liðið. Samkvæmt Ten Hag er stóra út-á-djammið málið búið þannig það er allt eins líklegt. Það er ekki eins og mark og stoðsending gegn D-deildarliði eigi að tryggja Anthony sætið

24
Onana
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
18
Casemiro
37
Mainoo
10
Rashford
8
Bruno
17
Garnacho
11
Höjlund

Wolves

Wolves eru á góðu skriði, hafa ekki tapað síðan 17. desember, tvö jafntefli síðan þá hafa verið á útivelli enda hafa þeir ekki ekki tapað á Molineux síðan gegn Liverpool í september. Svo eru þeir alltof duglegir að skora, eru einu marki frá að jafna markaskorunina í fyrra og vörn United sem nú loksins státar af Martínez og Varane saman eiga verkefni fyrir höndum. Rayan Aït-Nouri og Pablo Sarabia eru orðnir góðir af meiðslum og gætu komið inn í liðið og það eru þá helst Hee-Chan Hwang og Boubacar Traore sem vantar, eru á Asíu- og Afríkumótunum

Sá
Gomes
Dawson
Kilman
Doherty
Doyle
Lemina
Semedo
Bellegarde
Cunha
Neto

Leikurinn er klukkan 20:15 á morgun fimmtudag og Jarred Gillett dæmir

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress