• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Heimsókn í hattaborgina

Björn Friðgeir skrifaði þann 17. febrúar, 2024 | Engin ummæli

Manchester United fer á morgun í heimsókn í unaðsreitinn Luton, borgina sem oftar en einu sinni hefur verið valin versta borg Englands. En á móti kemur að stuðningsmenn geta vonandi gætt sér á besta geitakarrí sem fæst við knattspyrnuvöll á Englandi, og upplifað á ný stemminguna á einum skemmtilegasta vellinum, gamli skólinn hreinn og ómengaður.

Sagan af Luton hefur verið sögð oft, upprisa félagsins með ólíkindum, og þessi vetur þeirra í úrvalsdeildinni hefur farið framar vonum, sér í lagi annarrar en þeirra sjálfra. Þeir hafa halað inn góðan slurk af stigum og þökk sé stigafrádrætti Everton eru ofar fallsæti. Vissulega væri fallið lílklegra ef ekki fyrir þessi vandræði Everton sem sér ekki fyrir endann á, og væntanlegan stigafrádrátt Forest en ef litið er til kaupa þeirra fyrir tímabilið og markmiða þeirra um að nýta þetta ár fyrst og fremst sem happdrættisvinning þá er staðan mjög skemmtilegt fyrir stuðningsmenn þeirra.

United hefur alla jafna átt auðvelt með að sækja Kenilworth Road heim, á bestu árum Luton í fyrstu deildinni á níunda áratugnum töpuðust tveir leikir, síðast 1987 þegar Mick Harford og Brian Stein skoruðu mörk þeirra. síðan þá hafa unnist fimm leikir þar og eitt jafntefli gert. Þó deildarleikur þar hafi síðast verið 1992, fór United á Kenny í september 2020 í Carabao bikarnum, og vann 3-0.

United

Lið United ætti að vera lítið breytt en mikið veltur á heilsu Luke Shaw. Ten Hag vonast til að hann verði orðinn góður og við segjum það bara. Þá verður liðið óbreytt, enda ekki nein ástæða til breytinga eftir gott gengi undanfarið.

24
Onana
23
Shaw
19
Varane
5
Maguire
20
Dalot
18
Casemiro
37
Mainoo
10
Rashford
8
Fernandes
17
Garnacho
11
Højlund

Luton

Luton tapaði 1-0 á Old Trafford í nóvember og hafa skorað i ellefu af tólf heimaleikjum í vetur. Það er ekki eins og varnarleikur United hafi verið til fyrirmyndar í vetur þannig að mark heimaliðsins á morgun ætti ekki að koma á óvart. Luton er með nokkra menn í langtímameiðslum þar á meðal auðvitað fyrirliðann Tom Lockyer sem hefur nú tvisvar farið í hjartastopp á velli, en engin nú slík núna. Liðinu er því spáð svona

Kaminski
Bell
Osho
Mengi
Doughty
Lokonga
Barkley
Kaboré
Morris
Ogbene
Adebayo

Þarna er meðal annarra á ferðinni Teden Mengi, sem er auðvitað úr unglingastarfi United, og Tahith Chong verður á bekknum gegn sínu gamla liði. Ross Barkley er allt í öllu á miðjunni og er að banka á dyrnar hjá enska landsliðinu, næstum fimm árum eftir sinn síðasta landsleik. Frammi hefur svo Carlton Morris skorað í síðustu þremur leikjum og er markahæstu Lutonmanna í vetur.

Þetta er auðvitað skyldusigur, Spurs spörsaði gegn Wolves í dag og það er enn ekki útilokað að ná þeim og/eða Villa áður en tímabilið er út. Til þess þarf að halda áfram því góða gengi sem verið hefur á liðinu undanfarið.

Leikurinn hefst kl 16:30 og David Coote blístrar.

0

Reader Interactions

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress