• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Luton Town 1:2 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 18. febrúar, 2024 | 7 ummæli

Liðið komið, Shaw mætir

{team1}

Varamenn: Bayındır, Evans (45.), Lindelöf (45+2), Amad, Amrabat (85.), Eriksen, Forson, McTominay (45.), Antony

Tahith Chong var í byrjunarliði Luton

Kaminski
Bell
Osho
Mengi
Doughty
Barkley
Lokoonga
Chong
Morris
Ogbene
Woodrow

Það tók Rasmus Höjlund þrjátíu og sex sekúndur að verða yngsti leikmaður úrvalsdeildarinnar til að skora mark í sex leikum í röð. Luton byrjaði með boltann, sótti inn í teig, United vann boltann, Casemiro nelgdi fram, slæm þversending frá varnarmanni og Höjlund var a réttum stað, tók hliðarskrefið framhjá markmanninum og renndi boltanum í opið mark!

United átti leikinn og á fimmtu mínútu kom skot frá Rashford sem fór í varnarmann og Kaminski rétt náði að verja, á sjöttu mínútu komst Bruno næstum í gegn, en varnarmaður rétt náði að nikka í horn. Shaw tók hornið, boltinn barst ut til Garnacho sem nelgdi, boltinn stefndi rétt framhja en á markteig var Rasmus Höjlund og stýrði skotinu inn með kassanum og flottri sveiflu. Frábært hjá Höjlund.

Þrátt fyrir að United væri beittara gáfust Luton ekki upp. Þeir sóttu vel, og á 14. mínútu minnkuðu þeir muninn, Chong kom upp, gaf út á kantinn og fékk boltann til bakasem gaf aftur á Chong í teignum, hann náði skotinu sem fór í fótinn á Maguire, og í boga yfir á markteiginn þar Morris náði að skalla fram hjá Onana.

Luton voru eftir þetta síst slakara liði og vörn United var ekkert frekar en venjulega örugg með sig. Casemiro fékk spjald fyrir létt brot og slapp svo með skrekkinn fyrir eitt verra, Maguire fékk spjald fyrir að stoppa sókn og áfram hélt Luton að ógna.

United reyndi fyrst og fremst stungusendingar sem vörn og markvörður Luton vörðust auðveldlega.

Luke Shaw gafst svo upp í uppbótartímanum og Lindelöf kom inn á.

Það er ekki mesta gleði í heimi að sjá McTominay og Evans koma inná en með tilliti til spjalda Casemiro og Maguire var það líklega skynsamlegasta í stöðunni.

Seinni hálfleikur byrjaði nokk eins. United náði engum völdum a leiknum, héldu ekki boltanum og miðjan var veik. Raunar tók Luton svo öll völd, pressaði United alla leið inn í teig og það var erfitt að sjá hvort liðið væri í efri hluta deildarinnar. United treysti á skyndisóknir en enduðu þær á langskotum sem höfðu lítið að segja. Meira að segja þegar Bruno komst framhjá Kaminski sem var kominn út úr teignum í fáránlega skógarferð komst Lokonga fyrir skotið. Þegga var þegar kortér var liðið af seinni hálfleik og þá var eins og Unitedmenn vöknuðu aðeins, náðu að halda boltanum betur, og byggja upp smá pressu.

Embed from Getty Images

Það var samt skyndisókn sem sendi Garnacho einn á móti einum gegn Kaminski, en þegar hann reyndi að fara framhjá markverðinum náði Kaminski að koma fingri í boltann og það var nóg til að tefja Garnacho og varnarmenn voru komnir til bjargar.

Bruno átti snilldarskot úr aukaspyrnu utarlega vinstra megin, sem Kaminski varði frábærlega, og síðan átti Garnacho skot í varnarmann og í horn.

Kaminski var meira en að vinna fyrir kaupinu sínu, á 78. mínútu spiluðu Rashford og Garnacho upp hægra megin, Garnacho gaf á Höjlund sem stóð af sér varnarmann Luton hangandi á bakinu á honum en var ekki í jafnvægi og endaði á að skjóta með vinstri i öxlina á Kaminski.

Fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma sendi Ten Hag Amrabat inná fyrir Höjlund sem var búinn að hlaupa sig alveg í kaf.

Luton pressaði stíft þessar síðustu mínútur en svo átti United hraðaupphlaup sen endaði á að varnarmaður kom boltanum í horn. Úr því varð nákvæmlega ekkert.

Síðasta færi leiksins kom svo eftir horn Luton en skalli fór ofan á slána og yfir.

Þetta hafðist en mikið óskaplega var þetta mikið streð. Það er erfitt að sjá að United sé að spila góðan fótbolta og erfitt að segja að hann sé árangursríkur. Vissulega hefðu framherjarnir átt að klára færi sem þeir fengu og Kaminski stóð sig vel en hinu megin var oft alltof mikil hætta við markið. Jonny Evans var klettur í seinni hálfleik, hann er kannske að deyja úr elli en staðsetningar og leiklestur skiluðu sínu. Luton leituðu svolítið í upprunann og létu sóknarmenn United finna vel fyrir sér

Embed from Getty Images

En engu að síður er liðið þremur stigum á eftir Tottenham í fimmta sæti. Næstu leikir eru svo Fulham og Forest og það væri afskaplega vel þegið að sjá sex stig þar áður en að borgarslagnum við City kemur.

7

Reader Interactions

Comments

  1. Davíð says

    18. febrúar, 2024 at 16:04

    væri hægt að fá aðeins minni mynd með liðinu ?

  2. Björn Friðgeir says

    18. febrúar, 2024 at 16:28

    Geri betur næst!
    (helv uppstillingarfídus)

  3. EgillG says

    18. febrúar, 2024 at 18:34

    þetta var rosalegur baráttusigur, þetta er flest á réttri leið

  4. Erlingur says

    18. febrúar, 2024 at 18:57

    Góður iðnaðarsigur. En það er Fulham heima í deildinni og við viljum 3 stig þar. En N.Forest er í bikarnum og erfitt að fá 3 stig þar.

  5. Björn Friðgeir says

    19. febrúar, 2024 at 09:49

    @Erlingur: D’OH!!

  6. Gunnsó J says

    19. febrúar, 2024 at 14:09

    Mikið rosalega er ég hættur að þola Rashford.
    Hann er latur, eigingjarn, áhugalaus, vælandi yfir smá snertingu, þorir ekki í einvígi, skallabolta ofl . Ef það er rétt að PSG vill fá hann í sumar þá myndi ég ekki hika við að selja hann.

  7. Davíð says

    21. febrúar, 2024 at 15:54

    Lélegra liðið vann þennan leik og Luton hreinlega gáfu þennan leik.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress