• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska bikarkeppnin

United heimsækir Derby County á Pride Park

ellioman skrifaði þann 28. janúar, 2016 | 2 ummæli

Þá er komið að því að United fær örlítið frí frá deildarkeppninni þar sem fjórða umferð FA bikarkeppninnar verður spiluð á morgun. Það er nú ekki algengt að föstudagsleiki en ég persónulega er bara ágætlega hrifinn af því (#PabbaSkoðanir). Leikurinn á morgun verður spilaður kl 19:55 á 33 þús manna Pride Park þar sem United mætir Derby County FC.

Fyrir gullfiskana sem eru að lesa þá komust United áfram með 1-0 sigri á Sheffield United í hreint út sagt frábærum fótboltaleik (örlítil kaldhæðni hérna). Sá leikur stefndi í framlengingu þegar Dean Hammond, varnarmaður Sheffield United, ákvað á 93′ mínútu að renna sér í glórulausa tæklingu inn í vítateig sem felldi Memphis. Dómarinn gat ekki annað en dæmt víti og örugg vítaspyrna Rooney kom United áfram. Á sama tíma sigraði Derby Hartlepool á útivelli með tveimur mörkum gegn einu (Vídeó með brot af því besta úr þeim leik).

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er þetta tímabil búið að vera ansi öflug rússibanaferð. Eina stundina er allt skelfilegt og allir brjálaðir svo koma góð úrslit og þá er talað um að vinna deildina (right…). Í síðasta leik mætti United Southampton á heimavelli og endaði sá leikur með 0-1 tapi sem fékk blöðin og stóran hluta stuðningsmanna United til að biðja um afsögn Van Gaal. Það hafa verið háværir orðrómar um að Van Gaal sé búinn að tala við Woodward oftar en einu sinni á þessu tímabili um nákvæmlega það en kallinn situr enn í stjórasætinu. Á sama tíma á Jose Mourinho að hafa skrifað sex blaðsíðna bréf til stjórnar United sem lýsir því hann myndi gera sem stjóri United. Svo til að nudda salti í sárin þá sagði stjóri Derby, Paul Clement, að sigur gegn United væri ekkert sérstakt afrek. Það því nokkuð öruggt að mórallinn í liðinu er frekar dapur og tap gegn Derby hlýtur að endalokin hjá Van Gaal.

Semsagt fullkominn tími til að mæta liði úr neðri deildunum, ekki satt? En þá er aðalspurningin, í hversu góðu formi eru þeir í Derby? Síðustu tíu leikir þeirra hafa endað með fjórum sigrum, þremur jafnteflum og þremur tapleikjum og hafa þeir tapað núna tveimur leikjum í röð. Liðið er sem stendur í fimmta sæti Championship deildarinnar, sjö stigum frá toppliði Hull.

Árangur United gegn Derby hefur verið ágætur í gegnum tíðina, 103 leikir spilaðir, 44 sigurleikir, 29 jafntefli og 30 tapleikir (43% vinningshlutfall). Ef við tökum bara viðureignir liðanna síðan úrvalsdeildin var stofnuð þá eru það 17 leikir, 10 sigurleikir, 4 jafntefli og 3 tapleikir (58% vinningshlutfall). Það má því með sanni segja að tölfræðin sé í okkar liði fyrir þessa viðureign á morgun en því miður hefur hún lítið sem ekkert gagnast okkur síðan Ferguson ákvað að hætta sem stjóri United.

Síðast mættust liðin árið 2009 á Pride Park og endaði sá leikur með 4-1 sigri United. Fyrir DIE HARD stuðningsmennina hérna á blogginu, sem vilja peppa sig fyrir leikinn, þá fann ég leikinn á Youtube.

Meiðsli

Eins og við þekkjum svo vel þá eru nánast allir varnarmenn United á meiðslalistanum. Rojo, Jones, Valencia, Shaw, varavarnamaðurinn Young og svo sagði Van Gaal á fréttamannafundinum að Darmian þurfi aðeins lengri tíma til að jafna sig. Ofan á það er svo óvitað hvenær Schweinsteiger mun geta spilað aftur fyrir liðið. Þetta er alveg grátleg staða (nú væri gott að eiga ennþá eitt stykki Rafael…) en til að enda á góðum fréttum þá er Carrick kominn aftur og mun því líklega verma bekkinn á morgun.

Líklegt byrjunarlið

Einfalt, ég vil sjá sterkt lið spila annað kvöld. Þetta er að mínu mati eini sjensinn sem United hefur á bikar á þessu tímabili og leikmennirnir þurfa að fara rífa sig upp á rassgatinu og spila eins og toppatvinnumenn. En þessi ömurlegu meiðsli setja að sjálfsögðu strik í reikninginn þannig að sterkasta byrjunarlið sem ég sé fyrir mér á morgun er:

De Gea
C.B. Jackson
Blind
Smalling
McNair
Herrera
Schneiderlin
Martial
Mata
Lingard
Rooney

Ætti að vera meira en nóg gegn liði í fimmta sæti Championship ekki satt?

Ég held amk í vonina.

Efnisorð: Derby County Upphitun 2

Reader Interactions

Comments

  1. Hjörtur says

    28. janúar, 2016 at 21:53

    Þetta verður erfiður leikur, þar sem liðin í neðrideildum hafa komið dýróð til leiks á móti efstudeildarliðum, og gert þeim ýmsar skráveifur. Ég ætla að vona að Utd hafi þetta, en þó er ég ekki viss.

  2. bjarni says

    29. janúar, 2016 at 15:52

    Segi það sama, fyrirfram erfiður leikur. Spái jafntefli 2-2.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress