Manchester United tekur á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Leikurinn er mikilvægur fyrir bæði lið, þar sem Arsenal reynir að halda sér í toppbaráttunni á meðan United reynir að þoka sér í átt að Evrópusæti – eða einhverju sem skiptir máli.
Liðsfréttir
Lisandro Martinez og Kobbie Mainoo eru í banni eftir að hafa fengið gul spjöld á nánast sömu mínútunni gegn Everton. Það sem verra er að Luke Shaw, sem hefur verið að spila sömu stöðu og Martinez vinstra megin í vörninni, mun víst einnig hafa meiðst. Harry Maguire kom loks inn gegn Everton eftir meiðsli og Leny Yoro er orðinn nógu heill til að vera í hóp. Hann byrjar varla.
Ruben Amorim hefur fyrstu leikina verið duglegur að prófa ólíka leikmenn þannig erfitt er að slá nokkru föstu um byrjunarliðið. Hann gaf þó til kynna eftir sunnudaginn að Rasmus Höjlund yrði fremstur gegn Arsenal í stað Joshua Zirksee.
Hjá eru Ben White og Takehiro Tomiyasu eru meiddir, Thomas Partey og Mikel Merino tæpir en Gabriel gæti verið tilbúinn eftir minniháttar meiðsli.
Gengi liðanna
Gengi liðanna í síðustu fimm deildarleikjum er hið sama: bæði hafa unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað einum. Eftir 4-0 sigur á Everton síðasta sunnudag er liðið þó vonandi með aukið sjálfstraust. Arsenal, sem situr í öðru sæti deildarinnar, var sjóðheitt í síðustu viku, skoraði fyrst fimm mörk gegn Sporting í Meistaradeildinni og svo önnur fimm gegn West Ham í deildinni.
Manchester United og Arsenal hafa mætt hvort öðru 239 sinnum. United hefur vinninginn í heild með 99 sigra gegn 85 hjá Arsenal, en 55 leikir hafa endað með jafntefli. Arsenal vann báða leikina á síðustu leiktíð. Leikirnir verða fleiri á þessari leiktíð því í vikunni drógust liðin saman í fyrstu umferð úrvalsdeildarliðanna í enska bikarnum.
Leikurinn hefst klukkan 20:15