Virkilega kærkominn sigur í dag. United byrjaði leikinn mjög vel eins og svo oft áður. Önnur klisja hefur verið að liðið endist í sirka 20 mínútur áður en einbeitingin bregst og einstaklingsmistök eiga sér stað. Það gerðist einmitt í dag þegar Casemiro missir boltann klaufalega á hættulegu svæði og svo tók við dómínóröð mistaka sem enda með marki Brentford. Onana hefði vissulega átt að gera betur en sér boltann seint og er staddur of nálægt nærstönginni til að ná að komast fyrir skot Jensen.
Leikskýrsla
Arsenal 3:1 Manchester United
Leikurinn
Leikurinn fór af stað eins og maður var að búast við. Arsenal töluvert betri framan að og pressuðu mjög hátt. Mér fannst þá United gera merkilega vel í að spila sig úr pressunni enda loksins kominn markvörður sem kann að spila fótbolta. Það sást samt greinilega að liðið saknaði Varane. Vandamálið var að United endaði alltaf á að reyna langa bolta upp völlinn sem skiluðu litlu sem engu.
Manchester United 2:1 Fulham
Eftir þetta fyrsta tímabil United undir stjórn Erik ten Hag er ljóst að liðið endar í 3.sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Síðasti andstæðingurinn í deildinni var þrælfínt lið Fulham. Liðin hafa mæst fjórum sinnum á tímabilinu, tvisvar í deild og tvisvar í FA bikarnum.
Leikurinn sem slíkur var alveg ágætur en bar þess merki að vera lokaleikur tímabils hjá liðum sem í rauninni höfðu ekki að miklu að keppa. Bæði lið stilltu upp frekar sterkum liðum en okkar menn hvíldu nokkra. Varane, Shaw og Wan-Bissaka voru þó á bekknum.
United færist nær öruggu Meistaradeildarsæti
Manchester United mætti á Vitality, heimavöll Bournemouth í dag. United sem er þessa dagana í þriggja liða kapphlaupi um 2 laus sæti í Meistaradeildinni ásamt Newcastle og Liverpool. Síðarnefnda liðið hefur síðustu vikur verið að anda ofan í hálsmálið á liðunum í 3-4 sæti sem eru með jafnmörg stig. United hefur svolítið verið að hiksta og útivallarframmistaðan hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.
Manchester Utd 3:1 Fulham
Bruno Fernandes (2), Marcel Sabitzer – Aleksandar Mitrović
Rauð spjöld: Willian 72′, Mitrovic 72′, Marco Silva (stjóri Fulham).