• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Evrópudeildin

Evrópudeildin

Sevilla 3:0 Manchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 20. apríl, 2023 | 9 ummæli

Sevilla tók á móti Manchester United í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en Sevilla hefur verið ótrúlega seigt í þessari keppni síðastliðinn áratug eða svo. Erik ten Hag stillti upp í 4-2-3-1 og fyrsta sumarlið United var svona:

1
De Gea
20
Dalot
2
Lindelöf
5
Maguire
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
15
Sabitzer
25
Sancho
14
Eriksen
21
Antony
9
Martial

Bekkurinn: Butland, Vitek, Malacia, Shaw, Fred, Pellistri, Iqbal, Elanga, Rashford og Weghorst.

 

Sevilla gerði fjórar breytingar frá seinasta leik: Lesa meira

9
Evrópudeildin

United heldur áfram í La Lig… Evrópudeildinni!

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 19. apríl, 2023 | Engin ummæli

Þá er komið að síðari viðureign United og Sevilla en eins og mörgum er eflaust kunnugt um þá glutraði United niður tveggja marka forystu á heimavelli í síðustu viku. Liðinu tókst að komast yfir snemma í leiknum með tvennu frá Sabitzer á fyrstu 20 mínútum leiksins. Allt stefndi í þægilegan sigur þangað til spilaborgin hrundi hjá United, fyrst klúðraði liðið dauðafæri þegar Weghorst renndi boltanum á Malacia sem var alltof lengi að koma fyrir sig skotfætinum og svo sá bakvörðurinn um að skora sjálfsmark og minnka muninn í 2-1. Vont varð verra þegar sóknarmaður Sevilla skallaði boltann í trýnið á Harry Maguire og þaðan fór boltinn í netið og grátlegt jafntefli niðurstaðan. Lesa meira

0
Evrópudeildin

Manchester United 2:2 Sevilla

Björn Friðgeir skrifaði þann 13. apríl, 2023 | 6 ummæli

Spoiler: ÞETTA VAR ÖMURLEGT!

Lið United:

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
19
Varane
29
Wan-Bissaka
15
Sabitzer
18
Casemiro
25
Sancho
8
Fernandez
21
Antony
9
Martial

Varamenn: Butland, Vitek, Dalot, Lindelöf, Maguire (45′), Eriksen (62′), Fred, Pellistri (81′), Zidane, Elanga (62′), Weghorst (62′)

Lið Sevilla:

Bono
Acuna
Marcao
Nianzou
Montiel
Gudelj
Fernando
Torres
Rakitic
Ocampos
Lamela

United byrjaði leikinn frábærlega, því sem næst. Jadon Sancho setti boltann í netið eftir aðeins 27 sekúndur en var því miður rangstæður þegar hann fékk sendinguna innfyrir og þetta taldi þvi ekki. En United var mun betra liðið og á 16. mínútu uppskáru þeir þegar Bruno gaf á Sabitzer á vítateignum, ekki í alveg fullkominni gæslu og hann fékk plássið til að snúa og skora með öruggu skoti. 1-0 United. Lesa meira

6
Evrópudeildin

Fjórðungsúrslit Evrópudeildarinnar: Sevilla á Old Trafford

Björn Friðgeir skrifaði þann 12. apríl, 2023 | Engin ummæli

Það hefur verið smá hökt á United síðustu vikur af frekar einfaldri ástæðu: Casemiro.

En á morgun er United í fjórðungsúrslitum Evrópudeildarinnar og eftir að hafa gengið frá Betis í síðustu umferð er nú komið að hinu liðinu frá Sevilla, Sevilla FC.

Drottinn gaf og Drottinn tók, er sagt og þó að Casemiro verði með á morgun þá vantar núna hinn besta mann United á þessu tímabili, Marcus Rashford. Rashford verður frá næstu vikur og á meðan þurfum við að reiða okkur á að Antony Martial haldist heill og spili eins og maður. Það verður svo líklega Jadon Sancho sem þarf að spila vinstra megin. Það eru ábyggilega einhver ykkar sem hafa ekki fulla trú á þessum tveimur, en við verðum bara að vona það besta. En það er ekki bara Casemiro sem er kominn til baka því nú er hægt að fagna því að Christian Eriksen er orðin leikfær. Það verður því einhver bið á því að við sjáum aftur McFred aftur og ekki bara af því Scott McTominay verður frá á morgun vegna meiðsla. Aðrir á meiðslalistanum eru Luke Shaw og Alejandro Garnacho. Lesa meira

0
Evrópudeildin

Önnur ferð til Sevilla!

Björn Friðgeir skrifaði þann 17. mars, 2023 | 1 ummæli

Manchester United mætir aftur til Sevilla í fjórðungsúrslitum og mætir Sevilla!

Sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Juventus og Sporting.

1
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 22
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Manchester United 2:1 Fulham
  • Sir Roy Keane um Liðið gegn Chelsea
  • Kristb um Liðið gegn Chelsea
  • Turninn Pallister um Liðið gegn Chelsea
  • Kristb um Manchester United 2:0 Wolverhampton Wanderers

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress