• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Ragnar Auðun Árnason

Enska úrvalsdeildin

Titilvörnin hefst gegn Palace

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 25. september, 2023 | Engin ummæli

Á morgun þriðjudaginn 26. september, klukkan 19:00, hefst titilvörn Manchester United í deildarbikarnum. United tekur á móti lærisveinum Roy Hodgson í Crystal Palace í þriðju 8. umferð keppninnar. Tímabilið hjá United hefur byrjað heldur brösulega en sigur síðustu helgi á Turf Moor gegn Burnley var mjög svo kærkominn. Liðið er enn í miklum meiðsla vandræðum en það var þó hughreystandi að Raphael Varane og Sofyan Amrabat komu báðir inn á í leiknum gegn Burnley. Þá hefur eitthvað kvissast út að Mason Mount og Harry Maguire gætu verið í leikmannahópnum gegn Palace. Það hefur líklegast runnið kalt vatn milli skins og hörunds hjá stuðningsmönnum United þegar Reguilon virtist haltra af velli gegn Burnley um helgina, sérstaklega þegar flest allir bakverðir United liggja á sjúkrabekknum, það virðist vera þó allt í lagi með spánverjann sem eru mjög góðar fréttir. Lesa meira

0
Evrópudeildin

Bayern Munich 4:3 Manchester United

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 20. september, 2023 | 5 ummæli

Leikið var í kvöld í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu og mættu Rauðu djöflarnir á Allianz völlinn í Þýskalandi þar sem heimamenn í Bayern tóku vel á móti þeim. Erik ten Hag stillti upp sínu sterkasta liði ef frá eru taldir allir á meiðslalistanum og allir þeir sem eru í skammarkróknum.

24
Onana
15
Reguilon
6
Martínez
2
Lindelöf
20
Dalot
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
28
Pellistri
11
Hojlund

Leikurinn fór hraustlega af stað en United átti dauðafæri strax í upphafi leiks þegar fyrirgjöf frá vinstri kantinum sneiddi markmannsteiginn en Bayern björguðu í horn á síðustu stundu. United virtust óhræddir í spilinu upp völlinn þrátt fyrir að vera á einum erfiðasta útivelli í Evrópu en á sama tíma reyndu heimamenn sífellt að finna Gnabry og Sane með stungusendingum inn fyrir varnarlínu United. Lesa meira

5
Enska úrvalsdeildin

United 1-3 Brighton

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 16. september, 2023 | 24 ummæli

United tók á móti Brighton á Old Trafford í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. United er í talsverðum meiðslavandræðum; Varane, Shaw, Mount, Mainoo, Malacia og Amrabat allir á meiðslalista, þá eru Sancho og Antony í öðruvísi vandræðum utan vallar. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar frá tapinu gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé. Þeir Rasmus Hojlund, Sergio Reguilon og Scott McTominay komu allir inn í byrjunarliðið. Lesa meira

24
Enska úrvalsdeildin

United fær Brighton í heimsókn

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 15. september, 2023 | Engin ummæli

Manchester United tekur á móti Brighton & Hove Albion á morgun, laugardaginn 15. september, klukkan 14:00. Loksins loksins er landsleikjahléið búið og enska deildin hefst aftur um helgina. Það var fúlt fyrir United stuðningsmenn að fara með frústrerandi tap gegn Arsenal á bakinu inn í landsleikjahlé. Það var þó kannski allt í lagi fyrir United að fá tæplega tveggja vikna pásu þar sem liðið endaði með Maguire og Evans í miðvörðum gegn Arsenal. Meiðsli hafa plagað rauðu djöflana í upphafi tímabils: Varane, Mount, Shaw, Mainoo og Malacia eru allir meiddir og einhver óvissa ríkir um nýjasta lánsmann United, Sofyan Amrabat. Lisandro Martinez og Victor Lindelöf ættu þó báðir að vera tilbúnir sem er mjög ánægjulegt. Lesa meira

0
Enska úrvalsdeildin

Djöflar gegn Skyttum

Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann 2. september, 2023 | 1 ummæli

 

Manchester United mætir í heimsókn á Emirates völlinn í Lundúnum á morgun (sunnudag) og mætir það liði Arsenal klukkan 15:30. Lærisveinar Erik ten Hag munu leitast þar við að landa fyrsta útisigri United á tímabilinu. Heimasigrar gegn Wolves og Nottingham Forest og tap gegn Tottenham þar á milli er uppskera United eftir þrjár umferðir í ensku úrvalsdeildinni. Það er aðeins ein umferð í úrvalsdeildinni áður en okkur úrvalsdeildarunnendum er kippt niður á jörðina með einu stykki landsleikjahléi. Já aðeins ein umferð áður en þessar tæpu tvær landsleikjavikur stöðva skemmtilegustu deild í heimi og bjóða okkur frekar upp á Svartfjallaland – Búlgaría. Það er heldur betur ærið verkefni sem bíður United í seinasta leik fyrir landsleikjahlé en Arsenal eru farnir að gera sig heldur betur gildandi á nýjan leik. Skytturnar frá norður-London voru stóryrtir eftir gott gengi á síðustu leiktíð (tjah fyrir utan kannski apríl og maí) og ætla sér heldur betur að pakka þessari deild saman, a.m.k. láta stuðningsmenn liðsins þannig á samfélagsmiðlum. Lesa meira

1
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 7
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Burnley 0:1 Manchester United
  • SHS um Burnley 0:1 Manchester United
  • Blackstaff um Burnley 0:1 Manchester United
  • Egill um Burnley 0:1 Manchester United
  • dr. Gylforce um Burnley 0:1 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress