Desember byrjar vel hjá Manchester United eftir 4-0 sigur á Everton á heimavelli í dag. Marcus Rashford og Joshua Zirksee skoruðu tvö mörk hvor í fyrsta deildarleik liðsins á Old Trafford undir stjórn Ruben Amorim.
Enska úrvalsdeildin
Liðið gegn Everton
Liðið gegn Everton lítur svona út, Upphitunina fyrir leikinn má lesa hér.
Fyrsti heimaleikur Amorims í deild gegn Everton
Ruben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni þegar United tekur á móti Everton á morgun, 1. desember. Hann vonast eftir til að fylgja eftir sigrinum á Bodo/Glimt á fimmtudag og fá fleiri leikmenn úr meiðslum.
Nýr þjálfari – gömul úrslit
Ruben Amorim hefði ekki getað óskað sér betri byrjunar – eftir 81 sekúndu hafði Marcus Rashford komið Manchester United yfir. En eftir sem á leið sáust gamlir taktar – það er hugmyndasnauður sóknarleikur og óheppnir andstæðingar.
Er Amorim Amorhim?
Þá er komið að því fyrsti leikur Ruben Amorim maðurinn með bara eitt jafntefli á þessu tímabili sem hræðir mig pínu miðað við gengi okkar á þessu tímabili.
Á blaði virðist heimsókn á Portman Road auðveld. Þar hittum við fyrir Kieran McKenna sem var U-18 þjálfari hjá okkur 2016-2018 og svo í þjálfarateymi Ole þangað til honum var boðin staðan hjá Ipswich í desember 2021 og einnig er fyrrum leikmaður og fyrrum heimsmets hafinn Axel Tuanzebe á málum hjá traktorastrákunum (hann átti heimsmet í að klára hungry hungry hippos leik á stystum tíma).