Eftir uppskerulítið ferðalag til Þýskalands þar sem Rauðu djöflarnir heimsóttu ríkjandi meistara þar á bæ er röðin aftur komin að deildarleik á enskri grund, í þetta sinn gegn Burnley. Síðasti leikur þeirra var viburðarrík viðureign gegn Nottingham Forest sem lauk með 1-1 jafntefli en United spilaði við Bayern í miðri viku. Nú þegar hefur tímabil United verið dæmt dautt og jafnvel einhverjir svartsýnir stuðningsmenn farnir að trúa því að liðið verði mögulega ekki í Meistaradeildarbaráttunni í ár. Liðið situr í 13. sæti deildarinnar og nú þegar orðið 9 stigum á eftir nágrönnum sínum á toppnum. Til að bæta gráu ofan á svart þá er United á botni riðilsins í Meistaradeildinni þar sem FC Kaupmannahöfn og Galatasary gerðu 2-2 jafntefli.
Enska úrvalsdeildin
Erfitt verkefni í München á morgun
Eftir slæmt tap á laugardaginn hefðum við getað þegið auðveldan leik í kjölfarið til að reyna að koma liðinu í gang aftur en því er ekki að heilsa. Nú seinni partinn flaug United hópurinn til München og leikur gegn Bayern á Allianz Arena á morgun. Þeir sem fóru voru Onana, Heaton, Vitek og Bayındır.; Lindelöf, Martínez, Requilon, Dalot og Evans; Fernandes, Erisen, Casemiro, Pellistri, McTominay, Gore, Hannibal; Martial, Rashford, Højlund, Garnacho og Forson.
Það sést vel af þessu að hoggin hafa verið stór skörð í hópinn. Listinn yfir leikmenn sem ekki eru leikhæfir er: Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw, Malacia, Amrabat, Mainoo, Mount, van de Beek, Antony, Sancho og Diallo. Það er bara þokkalegasta lið, án markvarðar, og sex menn sem væru án efa í sterkasta byrjunarliðinu. Það er óþarfi að kalla það fyrirfram afsakanir þegar við sláum því föstu að þessi meiðslalisti hafi áhrif á þau vandræði sem liðið á í
United 1-3 Brighton
United tók á móti Brighton á Old Trafford í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. United er í talsverðum meiðslavandræðum; Varane, Shaw, Mount, Mainoo, Malacia og Amrabat allir á meiðslalista, þá eru Sancho og Antony í öðruvísi vandræðum utan vallar. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar frá tapinu gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé. Þeir Rasmus Hojlund, Sergio Reguilon og Scott McTominay komu allir inn í byrjunarliðið.
United fær Brighton í heimsókn
Manchester United tekur á móti Brighton & Hove Albion á morgun, laugardaginn 15. september, klukkan 14:00. Loksins loksins er landsleikjahléið búið og enska deildin hefst aftur um helgina. Það var fúlt fyrir United stuðningsmenn að fara með frústrerandi tap gegn Arsenal á bakinu inn í landsleikjahlé. Það var þó kannski allt í lagi fyrir United að fá tæplega tveggja vikna pásu þar sem liðið endaði með Maguire og Evans í miðvörðum gegn Arsenal. Meiðsli hafa plagað rauðu djöflana í upphafi tímabils: Varane, Mount, Shaw, Mainoo og Malacia eru allir meiddir og einhver óvissa ríkir um nýjasta lánsmann United, Sofyan Amrabat. Lisandro Martinez og Victor Lindelöf ættu þó báðir að vera tilbúnir sem er mjög ánægjulegt.
Arsenal 3:1 Manchester United
Leikurinn
Leikurinn fór af stað eins og maður var að búast við. Arsenal töluvert betri framan að og pressuðu mjög hátt. Mér fannst þá United gera merkilega vel í að spila sig úr pressunni enda loksins kominn markvörður sem kann að spila fótbolta. Það sást samt greinilega að liðið saknaði Varane. Vandamálið var að United endaði alltaf á að reyna langa bolta upp völlinn sem skiluðu litlu sem engu.