• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Friðrik Már Ævarsson

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Newcastle United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 26. febrúar, 2023 | 4 ummæli

Erik ten Hag mætti brosmildur en ákveðinn á Wembley í kvöld og stillti upp sínu sterkasta liði enda mikið í húfi. Sem betur fer sást Rashford á leikskýrslunni en liðið leit svona út:

1
De Gea
23
Shaw
6
Martínez
19
Varane
20
Dalot
18
Casemiro
17
Fred
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Á bekknum voru þeir Heaton, Lindelöf, Maguire (’88), Wan–Bissaka (’46), Malacia, McTominay (’69), Sabitzer (’69), Garnacho og Sancho (’82).

 

Eddie Howe mætti ekki síður ákveðinn til leiks og fyrir utan Nick Pope sem var í banni stillti hann sínu sterkasta liði upp í von um að tryggja Newcastle fyrsta titil sinn í hálfa öld (fyrir utan það að vinna Championship deildina): Lesa meira

4
Enska úrvalsdeildin

Það er komið að fyrsta úrslitaleik United á þessari leiktíð!

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 25. febrúar, 2023 | 4 ummæli

Þá er stundin runnin upp því það er komið að stærsta leik United á leiktíðinni til þessa. Bikarúrslitaleikurinn gegn Newcastle United í deildarbikarnum – Carabao Cup og verður þetta fyrsti úrslitaleikur United frá því liðið mætti Villareal fyrir tæpum tveimur árum síðan og tapaði á grátlegan hátt í vítaspyrnukeppni.

2013 dagar eru hins vegar liðnir frá því United vann síðast úrslitaleik en það gerðist síðast þegar José Mourinho stýrði liðinu til sigur gegn Ajax í úrslitum Evrópudeildarinnar 2017. Af núverandi leikmannahóp United sem voru í hópnum fyrir þann úrslitaleik eru einungis Anthony Martial, Marcus Rashford og De Gea sem eftir standa en Rashford var sá eini sem byrjaði þann leik. Það er því svo sannarlega kominn tími á að skila málmi í hús fyrir hópinn okkar í dag og þó margir í núverandi hóp United hafi gert það annars staðar þá skiptir það okkur litlu sem engu máli því eins og Casemiro sagði í viðtali á dögunum þá kom hann hingað til að vinna fleiri titla. Lesa meira

4
Enska úrvalsdeildin

Leeds United 0:2 Manchester United

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 12. febrúar, 2023 | 4 ummæli

Erik ten Hag stillti upp áhugaverðu liði í dag þar sem hvorki Varane né Martinez voru sjáanlegir. Þeir fundu sér stað á tréverkinu á meðan Luke Shaw og Harry Maguire stilltu sér upp í miðju varnarinnar með Tyrell Malacia og Diogo Dalot í bakvarðastöðunum. Annars leit liðið svona út:

1
De Gea
12
Malacia
5
Maguire
23
Shaw
20
Dalot
15
Sabitzer
17
Fred
10
Rashford
8
Fernandez
25
Sancho
27
Weghorst

 

Byrjunarlið heimamanna í Leeds var nokkuð sterkt en þeir voru án Pascal Struijk og Sinisterra sem báðir byrjuðu á Old Trafford á miðvikudaginn s.l. Lesa meira

4
Enska úrvalsdeildin

United mætir Leeds aftur, en nú á Elland Road

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 11. febrúar, 2023 | Engin ummæli

Það er eflaust flestum United stuðningsmönnum í fersku minni síðasti leikur gegn Leeds United sem var núna á miðvikudaginn. Fyrir þá sem ekki sáu leikinn þá lauk honum með 2-2 jafntefli eftir að gestirnir frá Leeds komust 2 mörkum yfir með marki á 1. mínútu og 48. mínútu. Það voru svo Marcus Rashford og Jadon Sancho sem klóruðu eitt stig úr greipum gestanna sem voru í fyrsta sinn undir stjórn þriggja bráðabirgðastjóra eftir að Jesse Marsch var látinn taka pokann sinn. Lesa meira

0
Enska bikarkeppnin

Bikarveislan heldur áfram um helgina!

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 27. janúar, 2023 | Engin ummæli

Manchester United tekur á móti Reading í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á Old Trafford kl 20:00 annað kvöld. United gerði sér lítið fyrir og vann Everton 3-1 í næstsíðasta leik þeirra bláklæddu undir stjórn Frank Lampard í síðustu umferð á meðan gestirnir í Reading lögðu Watford að velli með mörkum í uppbótartíma í sitthvorum hálfleiknum.

Á blaði gæti margur sagt að United hafi fengið auðvelda viðureign en bikarleikir hafa þá rómantík að þeir einfaldlega eru annars eðlis en hefðbundnir deildarleikir. Það væri þó afar lélegt af okkur að ganga út frá því að þetta verði léttur leikur því við höfum oftar en ekki brennt okkur á að vanmeta andstæðingana, sérstaklega þegar þeir fá að spila á „stóra sviðinu“. En þráhyggjukenndur sigurvilji Erik ten Hag er svo sterkur að hann einn og sér ætti að duga til að koma okkur áfram inn í næstu umferð bikarsins en lítum fyrst á mótherjana. Lesa meira

0
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 27
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress