United mætir í heimsókn á London Stadium til West Ham á sunnudaginn, 7. maí, klukkan 18:00. West Ham berst núna við falldrauginn en fyrir umferðina sitja þeir í 15. sæti fjórum stigum frá fallsæti. Á meðan situr United í fjórða sæti, fjórum stigum á undan Liverpool en eiga þó leik til góða á bítlaborgarfélagið. Það er ótrúlega mikilvægt að United vinni þennan leik eftir vonbrigðin gegn Brighton í miðri viku. Það eru ekkert sérstakar fréttir fyrir United að leikurinn sé á útivelli enda hefur liðið verið talsvert sterkara á heimavelli en á útivelli á leiktíðinni. United hefur fengið 24 stig úr 17 útileikjum á tímabilinu en 39 stig úr 16 leikjum á heimavelli. Svipaða sögu má segja með West Ham en þeir hafa fengið 22 stig úr 16 heimaleikjum en aðeins 12 úr 17 útileikjum.
Enska úrvalsdeildin
Brighton and Hove Albion 1:0 Manchester United
Lið United
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Williams, Eriksen, Pellistri, Sancho, Sabitzer, Weghorst
Antony átti að koma United yfir eftir mínútu en skot hans frá teig fór rétt framhjá og tveimur mínútum síðar sendi Lindelöf of laust á Wan-Bissaka og Mitoma komst á milli, innfyrir og skaut svo beint í höfuðui á De Gea. Hann fékk aðhlynningu í nokkrar mínútur og hélt áfram .
Upphitun: Áfram haldið í átt að Meistaradeildarsæti
Manchester United mætir Brighton öðru sinni á stuttum tíma, að þessu sinni í ensku úrvalsdeildinni og í Brighton. Sigurinn gegn Aston Villa um síðustu helgi var gott skref í átt að Meistaradeildarsæti á næstu leiktíð og sigur á morgun myndi gera stöðuna enn betri.
Byrjunarliðið í dag gegn Aston Villa
Byrjunarlið dagsins, Aaron Wan-Bissaka og Antony út fyrir Tyrell Malacia og Marcel Sabitzer.
Á bekknum: Butland, Maguire, Wan-Bissaka, Williams, Fred, Pellistri, Antony, Martial og Weghorst.
Upphitun: Aston Villa næsti slagur í baráttu um sæti í Meistaradeildinni
United hefði getað stigið stórt skref í átt að Meistaradeildinni með sigri á Tottenham á fimmtudag en varð bensínlaust í seinni hálfleik og missti tveggja marka forustu niður í jafntefli.