Það eru fá lið með jafn mikla bikarhefð og Manchester United. Reyndar bara eitt – Arsenal. Við sem aðeins eldri erum munum þegar bikarsigur var regluleg hefð, ýmist til sárabótar fyrir slæmt gengi í deild á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eða sem hluti af tvennum á þeim tíunda. Þá fór United í efsta sæti þessa lista en á tuttugustu og fyrstu öldinni hafa eingöngu bæst við tveir sigrar – 2004 og 2016. United hefur því alls heimt bikarinn tólf sinnum Árin 2005 og 2018 töpuðust úrslitaleikir en á meðan hefur Arsenal unnið reglulega og er því tveimur sigrum á undan United.
Liðið gegn Chelsea
Liðið óbreytt frá síðasta leik
Varamenn: Butland, Malacia, Maguire, Dalot, Fred, McTominay, Rashford, Weghorst, Garnacho
Manchester United 2:0 Wolverhampton Wanderers
Liðið sem Erik ten Hag stillti upp til að hirða fyrstu þrjú stigin af níu sem þarf til að tryggja meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Dalot, Fred, Weghorst, Pellistri, Elanga, Garnacho
Lð Wolves
United var með boltann fyrsta hálftímann nær látlaust, en skapaði ekkert nema hvað Antony hefði getað gefið á Anthony í þokkalegu færi en skaut sjálfur, rétt framhjá. Annars sátu Úlfarnir djúpt og vörðust vel.
Brighton and Hove Albion 1:0 Manchester United
Lið United
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Williams, Eriksen, Pellistri, Sancho, Sabitzer, Weghorst
Antony átti að koma United yfir eftir mínútu en skot hans frá teig fór rétt framhjá og tveimur mínútum síðar sendi Lindelöf of laust á Wan-Bissaka og Mitoma komst á milli, innfyrir og skaut svo beint í höfuðui á De Gea. Hann fékk aðhlynningu í nokkrar mínútur og hélt áfram .
Manchester United 0:0 Brighton and Hove Albion (7-6 e.v.)
Harry Maguire var í banni og vörnin var mjög óvenjuleg. Diogo Dalot var tekin framfyrir Tyrell Malacia og Luke Shaw lék i miðverði.
Varamenn: Bultland, Malacia (102′), Williams, Fred (62′), Pellistri, Sabitzer (90′), Elanga, Sancho (85′), Weghorst (102′)
Lið Brighton var án Evan Ferguson og Dat Guy Danny Welbeck leiddi sóknina.
Fyrsta færið kom í hlut Brighton, Antony ýtti klaufalega við Mitoma við teiginn og þaðð þurfti prýðilega skutlu frá De Gea til að slá aukaspyrnu Mac Allister í horn. Brighton voru mun sterkari, og réðu miðjunni og það var ein fyrsta sókn United þegar Bruno tók skot utan teigs sem Sánchez varði, á fimmtándu mínútu. Bruno kveikti aðeins í United með þessu og þeir gerðu smá atlögu að marki Brighton en það entist ekki lengi og sama mynstrið hélt áfram, Brighton mun meira með boltann.