• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Björn Friðgeir

Enska bikarkeppnin

Manchester United 3:1 Reading

Björn Friðgeir skrifaði þann 28. janúar, 2023 | 1 ummæli

Aðeins ein breyting frá síðasta leik, Maguire kemur inn fyrir Martínez. Enginn Sancho sjáanlegur

1
De Gea
12
Malacia
2
Lindelöf
5
Maguire
28
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Varamenn> Heaton, Martínes, Varane, Williams, Fred (57′), Mainoo (73′), Pellistri (68′), Elanga (73′), Garnacho (68′)

Nokkur kunnugleg nöfn úr fortíðinni hjá Reading:

Lumley
Hoilet
Holmes
McIntyre
Ndiaye
Ince
Baba
Hendrick
Yiadom
Joao
Carroll

United var eins og við mátti búast mun sterkara liðið og sótti verulega en Reading bakkaði vel. Færin komu, vörnin blokkaði skot Eriksen eftir að Lumley hafði varið aukaspyrnu frá Rashford og Antony skaut rétt framhjá fjær, ekki í fyrstaskipti sem við sjáum svoleiðis skot frá honum, og ekki það síðasta því hann reyndi aftur rétt á eftir, í það skiptið fór skotið yfir því hann var að reyna að koma boltanum yfir Lumley. Þetta hlýtur að fara að koma hjá honm. Lesa meira

1
Enska deildarbikarkeppnin

Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. janúar, 2023 | 2 ummæli

Maguire í banni, Shaw veikur og Varane hvíldur

1
De Gea
12
Malacia
6
Martínez
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
27
Weghorst

Varamenn: Heaton, Varane, Williams, Fred (71), Mainoo, McTominay, Pellistri (71), Elanga, Garnacho (57′)

Lið Forest

Hennessey
Lodi
McKenna
Worrall
Aurier
Danilo
Freuler
Scarpa
Gibbs-White
Surridge
Johnson

United sótti stíft frá fyrsta flauti og þegar Forest fékk sína fyrstu sókn vann United boltann, Rashford fékk boltann á miðju úti við hliðarlínuna, keyrði á vörnina, stakk sér á milli Freuler og Worrall og inn í teig og afgreiddi boltann einfaldlega framhjá Hennessey með vinstri. Einfalt, auðvelt og frábært, United komið í 1-0 á sjöttu mínútu. Lesa meira

2
Enska úrvalsdeildin

Undanúrslit í deildarbikar í kvöld – heimsókn á City Ground

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. janúar, 2023 | Engin ummæli

Í kvöld mætir United á City Ground í Nottingham til að mæta Forest þar í fyrsta skipti í 24 ár. Síðast fór 8-1 fyrir United og Ole Gunnar Solskjær skoraði fjögur mörk á 12 mínútum undir lok leiksins. Forest féll það vorið og hefur United ekki einu sinni mætt þeim í bikarkeppnum síðan.

Forest kom auðvitað upp í úrvalsdeild í fyrravor og gekk afspyrnuilla framan af vetri og tapaði á Old Trafford í fyrri leik liðanna í deildinni 3-0 27. desember. En síðan þá hefur liðið ekki tapað leik í deildinni, tapaði reyndar illa í þriðju umferð bikarsins, 4-1 í Blackpool, en unnu Wolves í vítakeppni í fjórðungsúrslitum deildarbikarsins. Lesa meira

0
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:1 Manchester City

Björn Friðgeir skrifaði þann 14. janúar, 2023 | 7 ummæli

Diogo Dalot var meiddur og Wout Weghorst var ekki skráður fyrr í tæka tíð og liðið leit þannig út

1
De Gea
12
Malacia
23
Shaw
19
Varane
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
17
Fred
10
Rashford
8
Fernandez
9
Martial

Varamenn: Heaton, Lindelöf, Maguire (92′), Martínez (92′), Mainoo, McTominay(92′), Antony (45′), Elanga, Garnacho (72′)

City liðið var nokkuð í linu við það sem spáð var

Ederson
Cancelo
Aké
Akanji
Walker
Bernardo
Rodri
De Bruyne
Foden
Haaland
Mahrez

Leikurinn var afskaplega jafn framan af, City aðeins meira með boltann, United aðeins meira ógnandi. Bruno fékk smá færi á 10. mínútu, en það var þröngt og erfitt að gera anna en að skjóta framhjá fjær stönginni. Það var svo ekki hægt að segja að nokkuð markvert gerðist, fyrr en á 34. mínútu þegar Marcus Rashford fékk boltann vinstra megin, Ederson kom út á móti langt út úr teignum, Rashford fór auðveldlega framhjá honum en var of utarlega og Akanji var kominn til baka og blokkaði skotið. Rétt á eftir komst Rashford aftur í gegn, í þetta skiptið var Ederson meira til baka og varði svo skotið. Kannski hefði Rashford átt að ná marki í öðru hvoru þessara færa. Lesa meira

7
Enska úrvalsdeildin

Borgarslagur á morgun, megum við leyfa okkur að dreyma?

Björn Friðgeir skrifaði þann 13. janúar, 2023 | Engin ummæli

Á morgun koma grannarnir í heimsókn  á Old Trafford. Síðasti leikur þessara liða var sýningarleikur Phil Foden og Erling Haaland, þrenna frá báðum og eftir leikinn var United átta stigum frá City, að vísu með leik til góða. United sat þá í sjötta sæti, á eftir Brighton og Chelsea en stigi á undan Newcastle. Síðan 2. október hefur hins vegar margt gerst og United aðeins tapað einum leik í deild og unnið síðustu fjóra. Að auki er samfelld sigurganga liðsins nú átta leikir. Síðasta tap liðsins var sjötta nóvember á Villa Park, en sú einkennilega tilviljun er að það var einmitt síðasti leikur Cristiano Ronaldo fyrir United. Lesa meira

0
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 117
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Steve Bruce um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress