Liðið er komið, Rashford meiddur
Varamenn: Bayindir, Amass, Jackson, Ogunneye, Amad, Amrabat, Forson, McTominay, Wheatley.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 7 ummæli
Liðið er komið, Rashford meiddur
Varamenn: Bayindir, Amass, Jackson, Ogunneye, Amad, Amrabat, Forson, McTominay, Wheatley.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Liðið sem Ten Hag stillti upp leit svona út
Varamenn: Bayindir, Eriksen (72.), Amad (90+4.), Antony(66.), Forson (103.), Amass, Ogunney, Jackson, Wheatley.
Willy Kambwala er meiddur og því allar líkur á að Casemiro frekar en McTominay fari í miðvörðinn. Það er vonandi að framherjar Coventry séu ekki of fljótir
United setti í gír frá upphafi, pressaði Coventry alla leið inn í teig og þegar Coventry hreinsaði unnu þeir boltann sem endaði á langri sendingu fram, skalli Bruno og Garnacho var kominn í færi en hitti ekki boltann og hann lak útaf. Þetta var áfram mynstur leiksins. Stök gagnsókn Coventry sem sjaldnast náði teignum en Unitedliðið sló upp tjaldbúðum við vítateig Coventy og vantaði bara að stilla upp í góða Kaíró til að þetta yrði eins og í handboltaleik. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Það jafnast ekkert á við að vinna bikar og á morgun getur United stigið skref í átt að því að gera þetta tímabil eftirminnilegra en það á kannske skilið og komast á Wembley. Að vísu bíður City eða Chelsea og það hefur fennt verulega yfir tapið í úrslitaleiknum í fyrra. En það var þá og þetta er núna. Bikar er bikar og sigur á morgun gerir margt betra.
Andstæðingurinn á morgun er lið Coventry City. Við sem komin erum á miðjan aldur ólumst upp við Coventry City sem langtímalið í efstu deild, féllu aldrei en gerðu ekki garðinn frægan að ráði. Og þó. Sigur þeirra í bikarkeppninni 1987 var eitthvert mesta afrek minna liðs á þeim tíma, og það þegar bikarinn skipti alvöru máli. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 3 ummæli
Föstudagurinn langi er að sjálfsögðu haldinn há-heilagur hér á ritstjórn og því kemur upphitun með seinni skipunum. Það er nokkuð síðan við hittum ykkur hér síðast, í millitíðinni var landsleikjahlé og jú, léttur og löðurmannlegur sigur á Liverpool, sem beðið var með á síðustu stundu að innbyrða enda veðmangarar miklu ánægðari með leiki sem hægt er að halda opnum fram á lokaflaut. Takk fyrir okkur, Amad Diallo, Marcus Rashford, Scott McTominay og ha hver þú? Antony!!??. Skreppið nú og skoðið leikinn aftur, aldrei of oft horft. Lesa meira
Björn Friðgeir skrifaði þann | 10 ummæli
Engin skýrsla, bara vibes:
Áfram gakk, hitt Liverpool liðið um næstu helgi.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!