Lið Manchester United
“ alt=““ width=“800″ height=“800″ class=“aligncenter size-large wp-image-83600″ data-wp-pid=“83600″ />
Varamenn: Bayındır, Kambwala (69.), Ogunnye, Amad, Amrabat (82.), Collyer, Eriksen, Forson (82.), Antony (75.)
Lið City
Embed from Getty Images
Onana var mikið í boltanum, og varði ágætlega frá Foden sem hefði kannski átt að gera betur í þokkalegu færi.
Ógnarpressa City inni í teig gerði að það varð aftur hola fyrir aftan City vörnina þegar Rashford fékk langan bolta fram, hann reyndi að skalla boltann fyrir sig en það fór herfilega. United sótti þá smá og þá gerðist það auðvitað að City vann boltann, gefið var á Foden, sem lék upp, Varane komst í hann og aftur varði Onana skotið. Vel gert að bjarga þessu sem leit illa út um tíma
Sóknir United voru fáar en afskaplega hættulegar. Bruno átit frábæra sendingu inn á teiginn þar sem Scott McTominay lét boltann fara framhjá sér og til Rashford sem hitti hreinlega ekki boltann í stórkostlegu færi. Skelfileg mistök þar!
Áfram einokaði City leikinn, United liðið var eins aftarlega og hægt var en vörðust afskaplega vel, brutu ekki af sér og náðu að stöðva sóknir trekk í trekk. Onana var öruggur í aðgerðum og varði svo hálfgert kiks Rodri utan teigs sem stefndi í markhornið.
City hélt uppteknum hætti og á síðustu mínútu hálfleiksins kom lang besta færi hálfleiksins. Rodri gaf þvert fyrir , Foden skallaði fyrir frá markteigshorninu, boltinn fór framhjá Onana og Erling Haaland var í miðjum markteignum fyrir opnu marki en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að skjóta yfir. Boltinn vissulega í loftinu, en þarna hefðu ömmur okkar flestra náð að skora. Gríðarvel sloppið.
Þetta var ekkert öðruvísi þegar sein hálfleikur byrjaði, City pressaði og United komst stök sinnum fram yfir miðju. Í einni slíkri sókn fékk Rashford boltann, nokkuð frír á miðjum vallarhelmingi City, fékk varnarman í bakið og féll við, dómari dæmdi ekkert og City fór í sóknina, Foden fék boltann fyrir utan teig og lagði hann fyrir sig og smellti honum svo snyrtilega í netið úti við fjær stöng. Rashford hafði fundið snertingu á handlegginn og fór niður til að fiska, en nokkuð réttilega ekki dæmt.
Jonny Evans var búinn að standa sig alveg prýðilega en aldruinn sagði til sín og hann vék fyrir Willy Kambwala. Rétt á eftir kom svo Antony inn á fyrir Rashford.
Það var ekki óhjákvæmilegt að City myndi skora en það kom nú samt. United voru of dreifðir eftir sókn, City kom upp, boltinn á Foden frían í teignum og hann skaut, boltin var nálægt Onana þegar hann fór niður, kom puttum á boltann en ekki nægilega. Markið á 81. mínútu.
Ten Hag ákvað þá að mennirnir til að bjarga einhverju væru Forson og Amrabat, útaf fóru Kobbie og Garnacho.
Eftir að hafa haldið út pressuna svona lengi var leikurinn orðinn miklu opnari og það hlaut að enda með marki og það kom auðvitað frá City. Rodri hirti boltann af Amrabat fyrir utan teig, gaf inn á Haaland sem kláraði auðveldlega. 3-1 á 91. mínútu.
Það kemur engum á óvart að City hafi unnið, en fyrri hálfleikurinn var ágætur. Ten Hag stillti upp til að verjast og liðið gerði það alveg prýðilega. Rashford skoraði úr erfiðasta færinu af þeim þremur sem hann fékk og það hefði getarð verið öðruvísi. Það var ekki fyrr en að spil United opðanist meira að City gat opnað vörnina og því fór sem fór.
Veilurnar í liðinu og hópnum eru vel þekktar, ekkert nýtt þar. Von eftir fjórða sæti er endanlega dauð núna ef hún var á lífi fyrir, en Liverpool kemur á Old Trafford í bikarnum eftir hálfan mánuð og ef það er eitthvað sem getur bjargað Ten Hag úr þessu þá er það bikarsigur.
Arni says
Ömurlegt að horfa á þetta lið spila fótbolta
Dór says
Við erum bara nýja Stoke þvílíkur brandari sem þetta lið er orðið
Zorro says
Þetta er svo lélegt.að það er hægt að hlæja af þessu…..bara allt tímabilið er hörmung
Egill says
Hefur einhver leikmaður bætt sig eftir að hollenska drullan tók við?
Það er ekki hægt að réttlæta þetta lengur. Það þarf að reka stjórann strax, ekki á morgun eða næstu viku, það þarf að gerast strax. Núna er fullkomið tækifæri fyrir INEOS að sýna að þeim sé alvara með að ætla að taka félagið aftur á toppinn, og þeir geta sýnt að meðalmennska sé ekki liðin lengur með því að reka hann strax.
Í sumar þarf svo að selja menn eins og Shaw, Rashford, Antony, Lindelöf og Maguire.
Amrabat og Rashford eiga svo aldrei að fá að spila aftur fyrir metta félag. Rashford kom með eitthvað rosa drottningarviðtal, skorar, og pakkar svonsaman og heldur áfram að gera ekki neitt.
Elis says
Þetta lið er auðvita algjört drasl miða við það sem er búið að eyða í það.
Að leyfa sér að spila fótboltaleik eftir að hafa eytt 1,2 billónum punda frá því að Sir Alex hættir sem lítur þannig út að liðið er með 11 manna varnarpakka gegn nágrönnunum og vona það besta er ekki bara hlægilegt heldur líka sorglegur dagur fyrir Man utd.
Ten Hag átti að vera stjóri með skýra sýn um hvernig hann vill láta lið sitt spila. Hann er að koma frá Hollandi þar sem lið vilja spila flottan sóknarbolta og hann er búinn að fá góðan tíma með þetta lið og meiri segja hafa stór áhrif á hvaða leikmenn eru keyptir( sjá Anthony) og þetta er það sem hann býður upp á.
Venjulega eru það top 4 sem fá meistaradeildarsæti sem ætti að vera lámarkskrafa fyrir lið eins og Man utd en nei það virðist vera úr sögunni þegar 11 leikir eru eftir en hey viti menn ótrúleg heppni í ár er í fyrsta skipti möguleiki á að liðið í 5.sæti kemst í meistaradeildarsæti svo að þá hlýtur lið eins og Man utd að komast þanngað. uuuuuuuuu það er bara alls ekki víst.
Harry Kane lausir Tottenham menn eru í 5. sætinu 6 stigum fyrir ofan Utd og eiga leik inni. Sem er fáranleg staða til þess að vera í og viti menn David Moyes sem West Ham stuðningsmenn vilja reka er aðeins 2 stigum fyrir aftan Man utd með miklu verri mannskap (á pappír).
Það er ekki hægt að bjarga þessu tímabili nema með því að vinna FA Cup og ná meistaradeildarsæti en hvað myndu menn veðja miklu að það mun takast.
Einar says
Ég hata það sem við erum orðnir.
Tómas says
Að vera yfirspilaðir af City er ekkert nýtt seinustu ár. Þeir eru miklu betri. Þeir voru með sitt sterkasta lið. Við vorum það ekki. Ef einhver taldi það mögulegt að fara þarna og halda boltanum og sigra þá á sínum eigin leik þá þarf hann að taka hausinn niður úr skýjunum. Einar segir ég hata það sem við erum orðnir… við erum búinn að vera þetta í 11 ár.
Ég hef varið Ten H. síðan hann byrjaði en viðurkenni að kannski er þetta bara farið að verða of eitrað fyrir hann til að halda áfram. 4. sætið er úti 5 sæti ólíklegt. Bikarsigur er ólíklegur sérstaklega þar sem við erum með City ennþá í keppninni. INEOS er komið inn og ég er bjartsýnn á hvað þeir munu gera, kannski vilja þeir fresh start með nýjum þjálfara. Tel samt að miðað við meiðsli, leikmannahóp og eitraða menningu að fáir hefðu gert eitthvað betur þessi tvö tímabil.
Hver er samt betri kostur? Kannski Xabi Alonso ungur þjálfari með mikla stemmningu í kringum sig og er að spila skemmtilegan bolta en það hlýtur að telja líklegast að hann fari til Liverpool eða Bayern. Kannski Sir Jim og félagar geti sannfært einhvern þjálfara sem er undir samning um að koma til United. Ange P til dæmis.
Elis says
Það er engin að biðja liðið að spila einhvern samba bolta á móti City en það má spila smá fótbolta.
Man utd var 27% með boltan í leiknum gegn City.
Þetta eru síðustu þrír leikirnir hjá City og hvernig liðum gekk að halda í boltan gegn þeim.
Bournmouth 38% gegn Man City 24.feb
Brentford 30% 20 .feb
Chelsea 30% 17.feb
Það er hægt að verjast aftarlega gegn þeim og leyfa þeim að vera með boltan en þegar liðið vinnur boltan þá var eins og það var ekkert annað plan en að dúndra boltanum fram og vona hið besta. Það reyndar gekk stundum en maður sá mjög lítið spil og hugmyndir um hvað liðið ætlaði sér.
Man City er miklu sterkara lið en maður hefur séð lið vera með miklu betra plan en Utd í gær.
Erik B says
Persónulega finnst mér City ekki vera búnir að ná þeim hæðum og liðið náði á síðasta tímabili, maður hefur séð fleiri brotalamir í leik liðsins á þessu tímabili. Það er amk mín skoðun.
Þrátt fyrir það þá eru United svo ógeðslega lélegir að maður gat aldrei verið bjartsýnn á úrslit í þessum leik.
Ekki veit ég hver taktík ETH er, hef ekki haft hugmynd um hvernig þetta lið á að spila undir hans stjórn, sé engar framfarir á leik liðsins, taktík né annað.
Svona svipað og þegar David Moyes tók við liðinu, maður gat aldrei fest fingur á hvernig liðið átti að spila undir hans stjórn. Hinsvegar sá maður strax hvernig Van Gaal vildi láta liðið spila. Ein allra stærstu mistök sem stjórn United hefur gert er að láta Van Gaal ekki fá 5-6 ár, liðið væri á allt öðrum og betri stað í dag. Það er ég sannfærður um.
Enn því miður er staðan sú að lið United er nánast á byrjunareit aftur eins og það var eftir að Sir Alex hætti. Þvílík áskorun að koma þessu liði í topp 3 aftur og berjast um stærstu titla sem eru í boði. Það er risa risa verkefni enn hver er rétti maðurinn til að koma liðinu þangað er svo allt önnur spurning.
Þessir sem hafa verið orðaðir við klúbbinn þá eru ekki margir sem mér persónulega líst vel á.
Ég myndi segja að ég væri spenntastur fyrir Tuchel, De Zerbi og kannski Julen Lopetegui.
Vill ekki sjá Zidane, Gareth Southgate eða Graham Potter. Og ég held að Carrick sé ekki tilbúinn í svona starf þótt ég beri virðingu fyrir honum.
Enn hver svo sem kemur inn á eftir ETH þá er sá maður að fara að taka að sér þvílíka risa verkefnið. Ekki bara inn á vellinum heldur fyrir utan hans líka og koma einhverjum aga á marga leikmenn. Leikmaður eins og td Rashford er algjörlega agalaust smábarn sem heldur að hann sé stærri en klúbburinn. Það sést langar leiðir. Spurning um að reyna að selja hann í PSG eða eitthvað erlendis og kassi inn á hann.
Er gjörsamlega kominn með ógeð á honum og hans áhugaleysi innan vallar. Hann getur þetta, nennir því bara ekki. Hausinn á honum er svo sannarlega ekki á réttum stað fyrir lið eins og Manchester United.