Það hafðist, fallegt var það ekki, en endamínúturnar voru mun jafnari en þær hefðu þurft að vera. Manchester United vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð gegn Burnley á Old Trafford í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Grimsby 12 – Manchester United 11 (2-2)
Hversu lengi getur vont versnað? Í kvöld lét Manchester United lið úr fjórðu deild Englands henda sér út úr enska deildarbikarnum. Verst er að það var heppni að United skyldi knýja fram vítakeppni.
Hvað bíður tímabilið 2025-26?
Það er að koma að því – enska úrvalsdeildin tímabilið 2025/26 er að hefjast. Eins og oftast í ágúst er bjartsýnin við völd, hjá hverjum sem er. Rauðu djöflarnir settust á rökstóla og rýndu í sumarið og það er framundan er.
Nokkrar hugleiðingar eftir undirbúningstímabilið 2025
• Sóknarleikurinn er orðinn allt annar. Ekki að það sé teljandi afrek en boltinn gengur hraðar. Mestu munar um Bryan Mbeumo sem er mjög fljótur, sem býr til nýja ógn en líka með góðan vinstri fót og er að negla inn góðum aukaspyrnum og hornspyrnum.
• Varnarleikurinn er ekki enn kominn í lag. Fiorentina fékk gefins mark eftir hornspyrnu og það var líka vandræðagangur gegn Everton þar sem Manuel Ugarte leit sérstaklega illa út.
• Mason Mount er búinn að eiga góðar vikur. Ef hann helst heill og spilar svona þá er til dæmis ekkert sjálfgefið að Matheus Cunha verði fastamaður í liðinu.
• Patrick Dorgu virðist hafa eytt sumarfríinu í ræktinni. Hann hefur styrkt sig verulega og leit vel út í öllum leikjum.
• Verður Ayden Heaven vinstri miðvörðurinn? Hann byrjaði gegn Fiorentina. Luke Shaw var ekki frábær í öðrum leikjum.
• Amad Diallo virðist eiga hægri bakvarðarstöðuna.
• Hvað gera menn eins og Diego Dalot, Matthijs de Ligt og Nassour Mazraoui í lok ágúst ef þeir sjá fram á takmörkuð tækifæri í vetur? Ugarte ef nýr miðjumaður bætist við og Casemiro verður fyrir framan hann? Jafnvel Kobbie Mainoo?
• Með tilkomu Benjamin Sesko virðast tækifæri Rasmus Höjlund búin, miðað við að hann Mount var settur fram gegn Fiorentina og Daninn var geymdur á bekknum síðustu tvo leikina. Hann átti samt ágæta leiki. Joshua Zirkzee hefur ekki sést vegna meiðsla.
• Undanfarin ár hefur alltaf verið spenna í kringum 1-2 unga leikmenn í æfingaferðinni. Það er varla hægt að segja núna. Ekki heimalinga. Diego Leon leit vel út en líklegt virðist að Toby Collyer og Harry Amass verði lánaðir. Bent hefur verið á að met United, með yfir 4.700 leiki í röð með uppalinn leikmann í hóp á leikdegi, sé í hættu.
• Vonandi fer ekki allt í skrúfuna þegar tímabilið byrjar. Við höfum áður verið mötuð á almannatengslaklisjum síðsumars um að þjálfarinn sé sáttur við hópinn, hvað allir séu í miklu betra standi en áður, hvað mórallinn í hópnum sé góður í æfingaferðinni til þess eins að horfa á allt fara í skrúfuna gegn Brighton í fyrsta eða öðrum leik. Á þeim miklu hreyfingum sem verið hafa á liðinu er ljóst að það er enn í mótun. Bruno hefur til dæmis verið oftast sóknartengilliður en miðað við innkaupin virðist augljóst að hann eigi að vera aftar.
Það besta (illskásta) frá 2024-5.
Réttast að gleyma eða loksins komin næg fjarlægð til að rifja upp? Síðastliðið tímabil hjá Manchester United var, miðað við endanlegt sæti í deild, það versta í hálfa öld. Rauðu djöflarnir hafa undanfarnar vikur sleikt sárin og eru að rísa upp við byrjun nýs tímabils. En fyrst þurfti ritstjórnin að gera upp það versta – og það skásta – frá síðustu leiktíð.