Manchester United tekur á móti Glasgow Rangers í næst síðasta leik liðanna í deildarkeppni Evrópudeildarinnar á Old Trafford annað kvöld. United þráir ekkert heitar en sigra og nýja leikmenn en hvort tveggja er vandfundið þessa dagana.
Upphitun: Manchester United – Southampton
Brúnin hefur lyfst heldur á stuðningsmönnum Manchester United eftir fyrstu leiki nýs árs þótt afrekin séu ekki stærri en tvö jafntefli. En það sem raunverulega skilur milli feigs og ófeigs í enska boltanum er hvort viðkomandi spili vel á köldu kvöldi í Stoke. Á morgun verður prófraunin á janúarkvöldi í Manchester gegn Southampton.
Eigendur Manchester United hittust á Íslandi
Fjögur af Glazer-systkinunum sex heimsóttu Vopnafjörð í sumar í boði Jim Ratcliffe sem styður þar við uppvöxt villta Atlantshafslaxsins í gegnum félagið Six Rivers.
Upphitun: Manchester United – Bournemouth
Hefð er fyrir að spila þétt í ensku úrvalsdeildinni um jól og áramót, enda fótboltinn lengi helsta afþreying vinnandi fólks í Englandi. Jólatörn Manchester United byrjar á Bournemouth á morgun. Það er hins vegar lítil breyting fyrir lið sem undanfarinn mánuð hefur, eins og oftast, spilað tvo leiki á viku.
Tottenham – Manchester: Athyglin er á framtíð Rashfords
Manchester United heimsækir Tottenham í fjórðungsúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar í kvöld. Bæði lið fögnuðu frábærum en ólíkum sigrum í deildinni á sunnudag. Umræðan hjá United hefur í vikunni þó mest snúist um framtíð Marcus Rashford.