Maggi, Bjössi og Hrólfur ræða brottrekstur Erik ten Hag, Ruben Amorim sem virðist vera sá sem á að taka við, einnig fórum við stuttlega yfir leikina gegn Fenerbahce og West Ham.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
Magnús Þór skrifaði þann | 3 ummæli
Maggi, Bjössi og Hrólfur ræða brottrekstur Erik ten Hag, Ruben Amorim sem virðist vera sá sem á að taka við, einnig fórum við stuttlega yfir leikina gegn Fenerbahce og West Ham.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
Magnús Þór skrifaði þann | 2 ummæli
Erik ten Hag gerði þrjár breytingar á liðinu sem tapaði rækilega gegn Tottenham um helgina. Amad Diallo, Casemiro og Rasmus Höjlund komu inn fyrir þá Joshua Zirkzee, Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho. Leikurinn fór frekar vel af stað og virkaði United liðið frekar ferskt. Marcus Rashford kom gestunum yfir með föstu skoti á nærstöng sem Diogo Costa hefði klárlega átt að verja en við kvörtum ekki yfir því. Christian Eriksen og Rashford lögðu svo upp færi fyrir Höjlund sem skaut föstu skoti aftur á nærstöng og aftur leit Costa illa út en auðvitað tökum við því fagnandi eins og fyrra marki United í hálfleiknum. Eftir markið var varnarlína United sokkin djúpt niður í eigin teig og heimamenn nýttu sér það og á 7 mínútna kafla var United búið að tapa niður tveggja marka forystu og staðan þegar flautað var til leikhlés var 2:2. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | 4 ummæli
Maggi, Gunnar og Hrólfur settust niður til að hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn gegn City. Umræðan byrjar þar en þróaðist út vangaveltur um framtíð Ten Hag og mögulega arftaka. Þýska bundesligan var einnig mikið rædd. Þáttur er í lengri kantinum enda alltof langt liðið frá síðustu upptöku.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Þá er enska úrvalsdeildin búinn þetta tímabil. Þrátt fyrir jákvæð úrslit í lokaleikjum deildarinnar er ljóst að Manchester United endar í 8.sæti með neikvæða markatölu. Þetta tímabil hefur ekki verið neitt nema vonbrigði í öllum keppnum nema enska bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit og mæta þar Englandsmeisturum síðusta 4 tímabila.
Fyrri hálfleikurinn í dag var líklega leiðinlegasti hálfleikur lokaumferðar deildarinnar. Ten Hag ákvað að stilla aftur upp í 4-2-4-0 eins og gegn Newcastle og verður það að öllum líkindum taktíkin gegn City í bikarúrslitunum. Brighton hafði svo sem ekki uppá neitt að spila í.. dag en United átti smá vonarglætu um að ná í sæti í Evrópukeppni en 6.sætið hefði gefið sæti í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var síðasti leikur De Zerbi við stjórnvölinn hjá Brighton en hann og stjórn liðsins komust að samkomulagi um starfslok. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Eftir níunda tapið á Old Trafford á tímabilinu er orðið ansi hæpið að United verði í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Þessi leikur var ekki besti leikur liðanna en Arsenal voru bara í fyrsta gír allan leikinn og þökk sé einstaklings mistökum skoruðu þeir eina mark leiksins.
Þessi Casemiro í miðverði tilraun er ekki að virka oh vesalings Evans er að stíga uppúr meiðslum. Amrabat og Mainoo vorum ágætir í varnartengiliða stöðunum. Garnacho var helsta ógnin sóknarlega en ákvarðanatakan var hans helsti andstæðingur í leiknum. Lesa meira
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!