Manchester United mætti Galatasaray í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Erik ten Hag stillti upp áhugaverðu byrjunarliði en enginn Casemiro né Rashford voru í hópnum í dag. Sá enski í banni og sá brasilíski meiddur. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir bráðfjörugan leik, sérstaklega síðari hálfleik. Vonin lifir, en veik er vonin um að komast áfram í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni.
Bruno Fernandes
Manchester United 3:2 Arsenal
Flottur 3-2 sigur á Arsenal leit dagsins ljós í síðasta leik Michael Carrick að sinni sem knattspyrnustjóri Manchester United.
Michael Carrick eða Ralf Rangnick eða hver svo sem það var stillti upp í hið klassíska 4-2-3-1 leikkerfið í leiknum í kvöld. Eina sem hægt væri að telja sem óvænt í liðsvalinu miðað við þá uppstillingu var koma Diogo Dalot inn í hægri bakvarðarstöðuna, en svo virðist vera að Wan-Bissaka sé meiddur þar sem hann var ekki einu sinni á bekknum. Fyrsti byrjunarliðs leikur Dalot í ensku úrvalsdeildinni síðan í október 2019.
Manchester United 4:1 Newcastle United
Cristiano Ronaldo var ekki lengi að minna á sig í sínum fyrsta leik í United-treyju á Old Trafford síðan í maí 2009. Hann skoraði 2 mörk og hjálpaði Manchester United að komast í toppsæti deildarinnar eftir 4-1 sigur. Bruno Fernandes og Jesse Lingard skoruðu hin mörk okkar manna í leiknum.
Þetta var fyrsti leikur Raphaël Varane á Old Trafford eftir að hann gekk til liðs við Manchester United. Newcastle United lagði stífa áherslu á varnarvinnu og aga með skyndisóknum inn á milli. Flestar þeirra trufluðu vörn United lítið en einstaka sinnum náðu þeir að skapa hættu og skoruðu eitt mark eftir frábæra skyndisókn.
Djöflavarpið 104.þáttur – Ágætis byrjun
Maggi, Dóri, Steini og Frikki settust niður og fóru ítarlega yfir stórsigurinn gegn Leeds Utd, félagaskiptagluggann hingað til og hituðu létt upp fyrir leikinn gegn Southampton á sunnudaginn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 5:1 Leeds United
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður í eða nálægt toppsætinu eftir umferðina eftir stórgóðan 5-1 sigur á erkifjendunum í Leeds United.
Paul Pogba stjórnaði umferðinni og gaf fjórar stoðsendingar á meðan Bruno Fernanes skoraði 3 mörk (merkilegt nokk þá var ekki eitt þeirra úr víti). Pogba var svo góður að hann gat m.a.s. látið Fred skora.