Besti knattspyrnustjóri allra tíma, Sir Alex Ferguson, fagnar 80 ára afmæli sínu á morgun, gamlársdag. Hann var mættur á leikinn og fékk sérstakar heiðursmóttökur í stúkunni og fína frammistöðu leikmanna inni á vellinum. Það vantar enn sitthvað upp á að liðið nái þeim hæðum sem það gerði undir stjórn Skotans en það voru þó allavega fínir sprettir í þessum leik og heilt yfir örugg frammistaða sem innihélt 3 United-mörk og 3 stig fyrir Manchester United. Gott að klára árið á þessu og vonandi fínt nesti inn í nýja árið.
Jadon Sancho
United mæta dýrlingunum
Næsti deildarleikur Manchester United fer fram á morgun en þá heldur liðið suður með sjó og mætir á Saint Mary’s völlinn í Southampton. Eftir griðarlega skemmtilegan og sterkan 5-1 heimasigur gegn Leeds undir stjórn Marcelo Bielsa situr United á toppi deildarinnar (þó einungis eftir einn leik) og má gera ráð fyrir því að þau úrslit hafi ekki gert neitt nema aukið sjálfstraust liðsins. Raphael Varane var kynntur fyrir leikinn og reif upp stemminguna fyrir leik og Jadon Sancho fékk örfáar mínútur og var nálægt því að fagna þeim mínútum með stoðsendingu en nánari úttekt á leiknum var tekin fyrir í síðasta Djöflavarpi vikunnar.
Djöflavarpið 104.þáttur – Ágætis byrjun
Maggi, Dóri, Steini og Frikki settust niður og fóru ítarlega yfir stórsigurinn gegn Leeds Utd, félagaskiptagluggann hingað til og hituðu létt upp fyrir leikinn gegn Southampton á sunnudaginn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Manchester United 5:1 Leeds United
Manchester United er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar og verður í eða nálægt toppsætinu eftir umferðina eftir stórgóðan 5-1 sigur á erkifjendunum í Leeds United.
Paul Pogba stjórnaði umferðinni og gaf fjórar stoðsendingar á meðan Bruno Fernanes skoraði 3 mörk (merkilegt nokk þá var ekki eitt þeirra úr víti). Pogba var svo góður að hann gat m.a.s. látið Fred skora.
Jadon Sancho er leikmaður Manchester United *staðfest og naglfast*
Þetta er það sem við vorum að bíða eftir!
Farið svo og hlustið á Djöflavarpið frá í gær