• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Upphitun: Aston Villa næsti slagur í baráttu um sæti í Meistaradeildinni

Zunderman skrifaði þann 29. apríl, 2023 | Engin ummæli

Embed from Getty Images

United hefði getað stigið stórt skref í átt að Meistaradeildinni með sigri á Tottenham á fimmtudag en varð bensínlaust í seinni hálfleik og missti tveggja marka forustu niður í jafntefli.

Talsvert meiðsli hafa verið í herbúðum United og bætti ekki úr skák að Harry Maguire meiddist á æfingu í vikunni. Ekki er ljóst hvort hann verði leikfær fyrir morgundaginn. En óháð hvort hann verði heill eða ekki eru trúlega talsverðar líkur á að Viktor Lindelöf og Luke Shaw verði áfram miðverðir.

Lisandro Martinez er frá út leiktíðina en vonir standa nú orðið til að Raphael Varane nái úrslitaleik ensku bikarkeppninnar þann 3. júní. Óvíst er hvenær Scott McTominay teljist leikfær á ný.

Alejandro Garnacho er mættur til æfinga en tæplega orðinn leikfær. Gleðitíðindi bárust af honum í morgun því hann hefur skrifað undir nýjan samning til næstu fimm ára.

Hjá Villa hafa þeir Matty Cash, Boubacar Kamara, Philppe Coutinho og Leon Bailey glímt við meiðsli að undanförnu. Jakob Ramsey meiddist í leiknum gegn Fulham í vikunni en ætti að verða leikfær.

Villa hefur verið á miklu skriði, spilað sem fyrr segir 10 leiki í röð án taps og unnið átta þeirra. Liðið vann Fulham á heimavelli á þriðjudag og hefur haft tvo daga umfram United í hvíld. Unai Emery hefur haft afar jákvæð áhrif á liðið síðan hann tók við í lok október. Hann byrjaði á 3-1 sigri gegn United sem brotlenti eftir gott gengi.

Villa er nú í sjötta sæti með 54 stig úr 33 leikjum, eins og Tottenham sem er í fimmta sæti en United í því fjórða með 60 úr 31 leik. Liverpool er í sjöunda sæti með 53 stig úr 32 leikjum og Brighton með 52 stig úr 31 leik. United er því enn með ágæta stöðu en má ekki við mörgum mistökum í næstu tveimur leikjum gegn Villa á morgun og Brighton í vikunni.

Leikurinn hefst klukkan 13:00.

 

0
Enska úrvalsdeildin

Kæruleysi í seinni hálfleik kostaði tvö stig gegn Tottenham

Zunderman skrifaði þann 27. apríl, 2023 | 1 ummæli

Embed from Getty Images

Manchester United virtist ætla að halda áfram að auka ógæfu Tottenham og fara langt með að klára baráttuna í meistaradeildarsæti þegar liðið var 0-2 yfir í hálfleik á Hotspur Way í kvöld. Þversláin og orkuleysi kostaði United síðan tvö stig í seinni hálfleik.

Stærsta breytingin á byrjunarliði United síðan í bikarleiknum gegn Brighton var að Anthony Martial var settur á bekkinn. Jadon Sancho kom inn á vinstri kantinn og Marcus Rashford fór fram. Harry Maguire meiddist á æfingu og var því ekki í hóp en Bruno Fernandes náði sér af meiðslum sem hann hlaut gegn Brighton.

Augun voru þó á Tottenham sem á sunnudag steinlá 6-1 gegn Newcastle, henti í kjölfarið út bráðabirgðastjóranum og bað Ryan Mason um að redda málum út tímabilið.

United komst yfir strax á sjöundu mínútu. Boltinn varst til vinstri í teignum á Sancho, sem tók eina snertingu til hægri og sendi boltann í fjærhornið. Hann fékk sambærilegt færi mínútu síðar, reyndar tvö í sömu sókninni. Varnarmenn Spurs komust fyrir fyrra skotið, hið seinna var skallað frá á marklínu.

Manchester United spilaði ljómandi vel í fyrri hálfleik. Leikmenn liðsins voru yfirvegaðir og öruggir með boltann og náðu þannig yfirleitt alltaf að búa sér til nægt svæði til að senda á samherja. Eftir hálftíma var liðið búið að eiga tæplega 100 fleiri sendingar en mótherjarnir. Það var líka áhugavert að sjá færslurnar í sókninni, Aaron Wan-Bissaka var oft hlaupinn inn á miðjan teiginn.

Sjáumst í sumar

Tottenham liðið var hálf sofandi, ef frá er skilinn Richarlison sem með hraða og styrk olli Viktor Lindelöf nokkrum vandræðum. Blessunarlega voru samherjar hans þó alltaf skrefi á eftir þegar hann náði að senda boltann fyrir markið.

Á 43. mínútu slapp Ivan Perisic inn fyrir vörn United vinstra megin. Í stað þess að stýra boltanum skaut hann föstu skoti beint á De Gea. United vann frákastið niður í horninu og Bruno átti langa sendingu fram á Rashford sem hafði betur í kapphlaupi vil Eric Dier, komst inn á teiginn til vinstri og hamraði boltann í netið.

United var því með öll tök á leiknum í hálfleik og einhverjir Spurs bauluðu á lið sitt. Stuðnignsmenn United höfðu hins vegar sungið „sjáumst í júní“ til Harry Kane.

Taflið snýst við

En liðin skiptu um hlutverk í hálfleik og strax í þeim seinni hófst stórsókn Tottenham. Spurs fékk strax tvær góðar hornspyrnur og svo færi fljótlega upp úr þeirri þriðju. Öryggið og þolinmæðin sem einkennt höfðu leik United umbreyttist í værð og kæruleysi. Návígin og kapphlaupin fóru að tapast, sendingarnar urðu lausar og ekki á samherja.

Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik kom frábær skipting yfir til vinstri á Perisic, sem var þar með mikið svæði. Hann sendi fyrir markið og svo virtist sem stuggað væri við Richarlison við markið. United náði þó ekki að koma boltanum frá heldur barst hann út til Pedo Porro sem hamraði hann upp í nærhornið.

Sagan hefði verið önnur ef United hefði nýtt færið sem gafst í næstu sókn. United fór í góða sókn, Bruno fékk boltann í vítateigsboganum, klobbaði varnarmann á leið á marki en lyfti svo boltanum í þverslána. Wan-Bissaka fékk færi til að fylgja á eftir en náði ekki krafti í skallann og Spurs bjargaði í horn.

Gagnslausar skiptingar

Erik ten Hag taldi sig eflaust vera að grípa inn í þegar hann skipti Sancho og Eriksen út af á 61. mínútu fyrir Fred og Anthony Martial. Eriksen hafði stýrt leik United í fyrri hálfleik en var mögulega farinn að þreystast. Sancho hafði átt ágætar rispur upp vinstri kantinn. Skemmst er frá því að segja að hvorki Martial né Fred náðu nokkru sambandi við leikinn, aðeins 71% sendinga Fred rataði á samherja sem var lægsta hlutfallið hjá útileikmanni United í kvöld.

Ten Hag skipti síðar Anthony, sem lítið sást til og Wan-Bissaka, sem gaf Perisic alltof mikið pláss ,út tíu mínútum síðar fyrir Tyrrell Malacia og Wout Weghorst. Hlutverk Weghorst virtist þó óljóst, hann var oftast í kringum við miðjuna og lagði sig vissulega fram í varnarhlutverki en hvort hann var besti kosturinn í það eða hvað ten Hag var að hugsa þá stundina verður hann að svara fyrir.

Tottenham fékk áfram að sækja, rétt fyrir seinni skiptinguna skallaði Dier framhjá eftir að hafa verið frír á markteig. Það kom því ekki á óvart þegar Tottenham jafnaði á 79. mínútu. Rashford tapaði skallaeinvígi eftir útspark de Gea, boltinn fór beint til Kane sem renndi honum yfir á fjærstöngina þar sem Heung-min Son kom aðvífandi og skoraði.

United átti heldur meira í leiknum síðustu tíu mínúturnar en varð aldrei verulega ógnandi. Síðasta færið kom á 93. mínútu Luke Shaw vippaði boltanum yfir á fjærstöng á Casemior sem skallaði yfir.

Hver er þá staðan?

Það er verulega súrt að hafa misst niður tveggja marka forskot í mikilvægum leik. Þótt vikan hafi verið full af fréttum um vandræði í herbúðum Tottenham er staðreyndin samt sú að Lundúnaliðið er það lið sem til þessa hefur helst hefur bankað á dyrnar að ýta Manchester United út úr Meistaradeildarsæti. Sigur í kvöld hefði gefið United níu stiga bil og tvo leiki til góða. Sex stiga bil og tveir leikir til góða er samt ekki slæm staða. Fleiri lið eru þó í kring, til dæmis Liverpool sem er sjö stigum frá United sem á þó líka leik til góða þar. Úrslitin eru heldur ekki hjálpleg í baráttunni við Newcastle um þriðja sætið. Newcastle er á mikilli siglingu, vann Everton 4-1 í kvöld og er þar með 10-2 markatölu í síðustu tveimur leikjum. Newcastle er þremur stigum á undan en United á leik til góða. Eitt þeirra liða sem er í eltingaleiknum, Aston Villa, er næsti andstæðingur United á Old Trafford á sunnudag.

En þótt United eigi alla þessa leiki inni þá eru það stig sem engan vegin eru í hendi. Það eru þreytumerki á leik liðsins, og kannski að undra miðað við að hópurinn var kannski aldrei sérstaklega breiður auk þess sem töluvert er um meiðsli um þessar mundir. Orkuleysið í seinni hálfleik í kvöld var algjört. Kannski er það lukka að Evrópudeildin er úr sögunni þannig ekki þurfi að berjast í henni í miðri viku svo leikmenn geti dregið andann milli deildarleikja.

Erfitt er að nefna einstaka leikmenn United fyrir góðan leik í kvöld. Þeir spiluðu allir frábæran fyrri hálfleik en afleitan seinni.

Lið United: De Gea, Wan-Bissaka (Malacia 71), Lindelöf, Shaw, Casemiro, Eriksen (Fred 61), Bruno, Sancho (Martial 61), Anthony (Weghorts 71), Rashford.

1
Enska úrvalsdeildin

Upphitun: United fyrsti andstæðingur nýs bráðabirgðastjóra Tottenham

Zunderman skrifaði þann 26. apríl, 2023 | 2 ummæli

Embed from Getty Images

Tottenham rak bráðabirgðastjórann eftir 6-1 tap fyrir Newcastle um helgina. Hjá Manchester United er gæti Bruno Fernandes misst af sínum fyrsta leik í fleiri ár vegna meiðsla. Liðin mætast í Lundúnum annað kvöld.

United ætti að koma undan síðustu helgi í þokkalegu skapi eftir að hafa unnið Brighton í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum bikarkeppninnar. Leikurinn var þó engin sérstök frægðarför, lítið af færum og markalaust eftir 120 mínútur.

Miðverðirnir Lisandro Martinez og Raphael Varane eru enn frá vegna meiðsla en Harry Maguire hefur afplánað leikbann. Eftir er að sjá hvort hann ýti Luke Shaw út í bakvörðinn eða geti komist fram fyrir Viktor Lindelöf í röðinni.

Bruno Fernandes meiddist í framlengingunni gegn Brighton og fótur hans bólgnaði upp. Erik ten Hag sagði á fréttamannafundi í dag að mögulega gæti Bruno spilað en til þess þarf bólgan að hjaðna. Bruno hefur annars verið einstaklega heppinn með meiðsli á ferlinum til þessa. Samkvæmt Transfermarkt hefur hann aðeins einu sinni meiðst, í tíu daga í mars 2019 en það varð ekki til þess að hann missti af leik. Hann missti af 3-2 sigri United á Tottenham fyrir ári vegna veikinda og af sömu ástæðu af leik með Sampdoria í janúar 2017. Þá hefur hann tekið út sinn skerf af leikbönnum.

Alejandro Garnacho er mættur til æfinga en ekki orðinn leikfær. Scott McTominay og varamarkvörðurinn Tom Heaton hafa glímt við meiðsli að undanförnu og eru óleikfærir.

Eftir niðurlæginguna í Newcastle fengu stjórnendur Tottenham og leystu bráðabirgðastjórann Cristian Stellini frá störfum auk annarra þjálfara sem komið höfðu með Antonio Conte til félagsins en sá var rekinn í lok mars. Ryan Mason stýrir því Spurs á morgun. Hann hefur áður brúað bilið því hann tók við þegar Jose Mourinho var rekinn vorið 2021. Mason varð þá 29 ára gamall og yngsti stjórinn í sögu úrvalsdeildarinnar. Honum tókst að klára tímabilið með sæmd.

Hjá Tottenham er markvörðurinn Hugo Lloris tæpur, hann fór út af meiddur í hálfeik á sunnudag eftir afleita frammistöðu. Ben Davis og Clement Lenglet eru einnig tæpir en voru þó á bekknum gegn Newcastle, sennilega fegnastir að vera ekki beðnir um að fara inn á. Þá eru þeir Rodrigo Bentancur, Yves Bissouma, Emerson Royal og Ryan Sessegnon allir frá vegna meiðsla.

Leikurinn skiptir bæði lið miklu máli í baráttunni um Meistaradeildarsæti. United er í fjórða sæti með 59 stig úr 30 leikjum en Tottenham í sjötta með 53 stig úr 32 leikjum. Aston Villa er þar á milli með 54 stig úr 33 leikjum en í seilingarfjarlægð Brighton og Liverpool.

Á fréttamannafundi í dag varaði Erik ten Hag við að sært Tottenham væri hættulegt og að leikmenn United yrði að sýna vilja til að vinna.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 annað kvöld.

 

2
Enska bikarkeppnin

Manchester United 0:0 Brighton and Hove Albion (7-6 e.v.)

Björn Friðgeir skrifaði þann 23. apríl, 2023 | 4 ummæli

Harry Maguire var í banni og vörnin var mjög óvenjuleg. Diogo Dalot var tekin framfyrir Tyrell Malacia og Luke Shaw lék i miðverði.

1
De Gea
20
Dalot
23
Shaw
2
Lindelöf
29
Wan-Bissaka
18
Casemiro
14
Eriksen
10
Rashford
8
Fernandez
21
Antony
9
Martial

Varamenn: Bultland, Malacia (102′), Williams, Fred (62′), Pellistri, Sabitzer (90′), Elanga, Sancho (85′), Weghorst (102′)

Lið Brighton var án Evan Ferguson og Dat Guy Danny Welbeck leiddi sóknina.

Sánchez
Estupinán
Dunk
Webster
Groß
Mac Allister
Caicedo
Mitoma
Enciso
March
Welbeck

Fyrsta færið kom í hlut Brighton, Antony ýtti klaufalega við Mitoma við teiginn og þaðð þurfti prýðilega skutlu frá De Gea til að slá aukaspyrnu Mac Allister í horn. Brighton voru mun sterkari, og réðu miðjunni og það var ein fyrsta sókn United þegar Bruno tók skot utan teigs sem Sánchez varði, á fimmtándu mínútu. Bruno kveikti aðeins í United með þessu og þeir gerðu smá atlögu að marki Brighton en það entist ekki lengi og sama mynstrið hélt áfram, Brighton mun meira með boltann.

Um miðjan hálfleikinn meiddist Bruno, festi takkana í grasinu, en náði að halda áfram þó hann væri augljóslega ekki alveg heill. Völlurinn var alls ekki góður, sama hafði komið fyrir Solly March.

United menn voru ekki mjög ánægðir með dómarann, bókaði Casemiro fyrir brot, en var ekki eins duglegur að gefa gul spjöld á Brighton sem þóttu svipuð.

Bruno var besti maður United og rétt fyrir hléið komst hann í þokkalegt færi utarlega í teignum en skaut framhjá fjær. Á lokamínútunum reyndi Martial að skjóta yfir Sánchez sem var kominn aðeins of langt út í teig en slakt skotið fór hátt yfir. Það var bætt við þremur mínútum og enn eitt færi kom, frábær sending Eriksen inn á Rashford, Rashford gaf gegnum allan teiginn og út á Eriksen sem var kominn þar, en skotið var innanfótar og beint á Sánchez sem gat bara hreinsað með skoit.

Þessi fyrri hálfleikur var að mestu eign Brighton en þeir náðu samt ekki að skapa sér færi. Spil þeirra var mun betra en hjá United, góð uppbygging frá vörn og upp en engin færi. Síðustu mínúturnar kom loksins smá hasar og með smá heppni hefði United getað skorað.

Seinni hálfleikur hófst á stórsókn Brighton sem hélt öllu liði United inni í teig í lengri tíma. Sem fyrr féll samt ekkert færi til þeirra fyrr en á 56. mínútu þegar eftir klafs í teignum og skot í varnarmann að boltinn kom til Enciso. De Gea varði skotið frá honum vel yfir og úr horninu skallaði Danny Welbeck yfir.

Þá sjaldan United komst í sóknir reyndust þeim frekar mislagðir fætur og Brighton varðist vel. Fred kom svo inná fyrir Eriksen sem hafði ekki reynst nógu sterkur í að vinna getn miðjuyfirburðum Brighton. Rétt eftir það fékk Rashford aukaspyrnu á vítateigshringnum þegar Enciso reif hann niður. Bruno setti aukaspyrnuna beint í vegginn og þrumaði svo yfir þegar boltinn kom beint til hans aftur.

United var allt í einu komið með tök á leiknum, hélt boltanu og sótti á. Í einni af fáum sóknum Brighton um þetta leyti meiddist Danny Welbeck þegar Lindelöf var á undan honum í boltann og Welbeck sparkaði í Lindelöf þannig að slinkur kom á hnéð. Unday kom inná fyrir Danny. Rétt á eftir meiddist Caicedo við að brjóta á Dalot, en Craig Pawson virtist andlega ófær um að sýna Brighton leikmanni gult.

Brighton komst aftur inn í leikin, De Gea varði langskot missti boltann aðeins frá sér og náði, Pascal Groß kom á skriðinu og fór í De Gea en slapp við gult. Pawson bætti svo aðeins fyrir þetta þegar Antony fékk ekki gult fyrir að sparka í Brighton leikmann, furðuleg dómsgæsla hægri vinstri.

Martial hafði lítið gert af viti í leiknum og vék fyrir Sancho fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma, engin Evertonleg hetjudáð frá honum í þessum undanúrslita leik.

Það var loksins á 92. mínútu sem fyrsta spjaldið kom á Brighton og þá var það auðvitað gult fyrir hálfrauða tæklingum Mitoma á Casemiro, kom á ferðinni með takkana uppi. Heppinn þar.

Það var ekki miklu bætt við og leikurinn endaði markalaus, framlenging var það og United gerði breytingu, Sabitzer kom inná fyrir Antony.

Undav fékk frábært færi snemma í framlengingu, sending frá Estupinan en fyrsta snerting skelfileg og Dalot hreinsaði. Hefði getað orðið hættulegt.

Bruno og Wan-Bissaka véku fyrir Weghorst og Malacia. Þessi fyrri hálfleikur framlengingarinnar var nokkuð fjörugur, minna um miðjuspil og meira um hraðar sóknir á báða bóga. Rashford átti þetta fína skot rétt fyrir hálfleikinn, fór í varnarmann og Sánchez varði með góðri skutlu. Annars hefðu bæði lið átt að gera betur í sóknunum, oftast voru það mistök sóknarmanna sem leyfðu vörn að hirða bolta.

De Gea var búinn að skipta sköpum fyrir United í leiknum, varði enn einu sinni í upphafi seinni hálfleiks framlengingar, skot frá Solly March. Marcus Rashford var undir sínu besta en átti samt fínt skot eftir að hafa spilað sig frá varnarmanninum. Það fór þó framhjá.

Mitoma var næstum kominn í gegn hinumegin, missti boltann frá sér, De Gea hreinsaði og Mitoma fór beint í De Gea. Alltof seinn og hefði auðveldlega getað fengið sitt annað gula en Pawson var aldrei að fara að gera það.

Brighton meira með boltann síðustu mínúturnar en ekkert gekk og þessi undanúrslitaleikur fór í vítakeppni.

Brighton vann uppkastið og valdi að byrja eins og skynsemi býður og fékk að auki að skjóta Brighton megin.

1-0 Mac Allister, öruggt, De Gea í vitlaust horn.
1-1 Casemiro, nokkuð öruggt, Sánchez í vitlaust horn.
2-1 Gross, öruggt hátt úti við stöng, De Gea náði ekki til boltans.
2-2 Dalot, öruggt úti við stöng, Sánchez náði ekki til boltans.
3-2 Undav aftur öruggt, þó De Gea færi í rétt horn.
3-3 Sancho nelgdi á mitt markið og Sánchez farinn.
4-3 Estupinan laust í rétt horn, De Gea farinn í hitt.
4-4 Rashford negla og Sánchez náði ekki til boltans.
5-4 Dunk sendi De Gea í rangt horn.
5-5 Sabitzer, Sánchez með hönd í boltanum en skotið of fast fyrir hann.
6-5 West auðvelt úti við stöng.
6-6 Weghorst renndi boltanum í netið, Sánchez í vitlaust horn.
6-6 Solly March þrumar hátt yfir.
6-7 Lindelöf með örugt víti í vinkilinn næstum og UNITED FER Í BIKARÚRSLIT.

4
Enska bikarkeppnin

Upphitun: Brighton í undanúrslitum bikarsins

Zunderman skrifaði þann 22. apríl, 2023 | Engin ummæli

Embed from Getty Images

Á tímabili í vetur átti Manchester United raunhæfan möguleika á fjórum titlum. Deildarbikarinn er í húsi en Englandsmeistaratitillinn óraunhæfur og liðið úr leik úr Evrópudeildinni eftir slæmt tap gegn Sevilla á fimmtudag. Á sunnudag er röðin komin að Brighton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

Til mikils er að vinna, kannski sérstaklega fyrir Brighton, sem aðeins einu sinni hefur leikið til úrslita í keppninni. Það var fyrir 40 árum, árið 1983, gegn Manchester United. Brighton var fallið en náði 2-2 jafntefli í fyrri leiknum en United vann þann seinni 0-4.

Vísbendingar eru um að leikjaálagið sé farið að segja til sín hjá United. Þreytumerki hafa verið í nokkrum af síðustu, að minnsta kosti náði það aldrei flugi á fimmtudaginn. Á móti er hægt að benda á góða spilamennsku í síðustu deildarleikjum gegn Everton og Nottingham Forest.

Aukin meiðsli eru annað þreytumerki. Á blaðamannafundi í gær sagðist Erik ten Hag að of skammt væri liðið frá leiknum í Sevilla til að segja til um hverjir hefðu komist heilir á líkama úr honum. Þar er stærsta spurningamerkið Anthony Martial, sem fór meiddur af velli.

Erfiðasta valið verður í miðvarðastöðunum, Lisandro Martinez og Raphael Varane eru báðir meiddir og einhverjum til gleði er Harry Maguire í banni. Viktor Lindelöf ætti því að vera með öruggt sæti og líklegt að Luke Shaw, sem þó hefur ekkert sést til í vikunni verði við hlið hans. Diego Dalot hefur verið vinstri bakvörður því Tyrrell Malacia glímir við meiðsli. Mögulega verður hann með á morgun.

Annað miðvarðakostur er Casemiro en þá þarf að finna annað miðjumann. Scott McTominay er gjarnan miðvörður í skoska landsliðinu en hann er trúlega meiddur. Bruno Fernandes missti af Evrópuleiknum vegna leikbanns svo hann er vonandi ferskur.

Brighton hefur verið eitt af spútnikliðum deildarinnar í vetur og undanfarið ár reynst United óþægilegt, eins og sigur þess á United í fyrsta leik ten Hag í haust er dæmi um. Stemming er í herbúðum liðsins sem afgreiddi Chelsea um síðustu helgi og á enn fjarlægan möguleika á Meistaradeildarsæti.

Markvörðurinn Jason Steele, varnarmaðurinn Joel Veltman og framherjinn Evan Ferguson, sem orðaður hefur verið við United, eru tæpir en gætu spilað. Jeremy Sarmiento, Tariq Lamptey, Adam Lallana og Jakub Moder eru meiddir.

Leikurinn hefst klukkan 15:30 á sunnudag og leikið er á Wembley. Hann er sendur út beint á Stöð 2 Sport.

0
  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to page 4
  • Go to page 5
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 412
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Scaltastic um Manchester United 2:1 Fulham
  • Sir Roy Keane um Liðið gegn Chelsea
  • Kristb um Liðið gegn Chelsea
  • Turninn Pallister um Liðið gegn Chelsea
  • Kristb um Manchester United 2:0 Wolverhampton Wanderers

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress