Liðið sem Erik ten Hag stillti upp til að hirða fyrstu þrjú stigin af níu sem þarf til að tryggja meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Dalot, Fred, Weghorst, Pellistri, Elanga, Garnacho
Lð Wolves
United var með boltann fyrsta hálftímann nær látlaust, en skapaði ekkert nema hvað Antony hefði getað gefið á Anthony í þokkalegu færi en skaut sjálfur, rétt framhjá. Annars sátu Úlfarnir djúpt og vörðust vel.
Það var svo aftur Antony sem var í frábæru færi á 30. mínútu. Sancho gaf fyrir og Antony var skilinn eftir á markteig. Ef boltinn hefði lent á hægri fætinum á honum hefði maður skilið að hann gæti ekki skorað en það var skalli hans sem fór hátt yfir. Þarna átti hann algerlega að gera betur!
En 90 sekúndum síðar kom markið. Loksins náði United upp hraðri sókn á fámenna Wolves vörn, boltinn upp á Antony sem lék in í teig og í þetta sinn gaf hann þvert þegar Bentley kom út í hann, Anthony Martial var einn og óvaldaður og markið auðvelt. 1-0.
Síðasta sókn hálfleiksins var svakalegur sprettur Antony upp allan kantinn, upp að teig og þvert, sending á Martial sem lagði fyrir sig boltann og skaut lausu skoti beint á Bentley, hefði betur gefið á Sancho þar.
Ef fyrri hálfleikur var í eigu United með helst til of fáum tækifærum var sá seinni meira streð. Wolves voru frískari og United agalega bitlausir. Antony var frískastur, reyndi í það minnsta skot. Bruno reyndi sitt besta til að búa til eitthvað en það var lítið að frétta af öðrum. Það var síðan því miður Jadon Sancho sem fékk prýðilegt færi í teignum, en það var ekki nógu öflugt, Bentley gat sýnt frábæra takta og varið í horn en hefði í raun ekki átt að eiga séns.
Ten Hag reyndi að loka þessu með að skipta Varane og Eriksen útaf fyrir Maguire og Fred, en gaf þó smá von að skipta um leið Alejandro Garnacho inná fyrir Sancho.
Strax á eftir var það bara Casemiro sem átti langskot og það þurfti frábæra vörslu frá Bentley til að koma því í horn. Bentley var algerlega maður leiksins hjá Wolves því hann vaarði enn á ný skot í horn á 91. mí´nutu, það var Antony enn á ný sem skaut.
Næstu þrjár mínútur fóru fram að mestu uppi við vítateig United, Wolves pressaði á fullu og skýrsluhöfundur beið bara eftir þessu klassíska lokamínútu marki. En það kom hinu megin, United vann boltann, Bruno tók á rás og á hárréttu augnabliki kom sendingin langt fram, Garnacho hljóp í boltann, komst inn í teig og náði að hrista af sér varnarmanninn og ná skotinu, framhjá Bentley og í stöng og inn. 2-0 sigur í höfn. Þrjú stig komin. Sex stig þarf.