• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Fulham á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 1. febrúar, 2013 | 1 ummæli

Lundúnaferð hjá okkar mönnum þessa helgina. Eftir streðsigur gegn Dýrlingunum á miðvikudaginn förum við á Craven Cottage og spilum gegn liðinu sem við burstuðum í bikarnum á Old Trafford um daginn. Það ætti því á pappírnum að vera auðveldur sigur á morgun, en okkur hefur samt aldrei gengið almennilega vel úti gegn Fulham.

Það eru almennt góðar fréttir af ástandinu á okkar mönnum og hópurinn nær full mannaður ef frá er skilinn Ashley Young. Jonny Evans er að verða tilbúinn og verður þá á bekknum. Rooney er búinn að biðjast undan vítaskyttuhlutverkinu og við getum þá verið aðeins minna stressuð þegar Van Persie fer á punktinn næst.

Spái liðinu svona, en annars er eins og oft áður erfitt að spá hvernig róteringin endar í þessu:

De Gea

Rafael Ferdinand Smalling Evra

Cleverley Anderson

Valencia Rooney Kagawa

Van Persie

Eftir ágætan leik á miðvikudaginn þá fyndist mér leitt að sjá Kagawa ekki fá að byrja aftur, en Nani er alveg eins líklegur til að koma inn í liðið. Það eru landsleikir í næstu viku og Rooney, Cleverley, Carrick og Smalling eru allir í enska hópnum, og Jones í U-21 árs þannig að það að hvíla Carrick er líklega frekar gagnslaust. Anderson er ekki að fara að spila í miðri viku þannig að hann getur spilað núna og aftur um næstu helgi. En, nei ég er hættur að reyna að sjá þetta út.

Við vinnum 3-1.

Efnisorð: Fulham Upphitun 1

Reader Interactions

Comments

  1. Magnús Þór says

    2. febrúar, 2013 at 09:23

    Líst ansi vel á þetta hjá þér, uppstillingin er frekar líklega. Vona að ég þurfi ekki aftur að horfa á Jones á miðjunni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress