• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Samfélagsskjöldurinn

Loksins, loksins alvöruleikur, Wigan á Wembley á morgun

Magnús Þór skrifaði þann 10. ágúst, 2013 | 8 ummæli

Á morgun mætum við bikarmeisturum Wigan (já, þið lásuð rétt) í árlega leik meistara meistaranna eða Samfélagsskildinum. Ég man ekki hvenær það gerðist síðast að annað liðanna í þessum leik var ekki í úrvalsdeildinni og ykkur er velkomið lesendur góðir að minna mig á það í athugasemdunum.

Lið United fór um víðan völl þetta undirbúningstímabil og úrslitin kannski ekki þau bestu enda sjaldan stillt upp sterkasta liði. Ungu strákarnir fengu að njóta sín og þá sérstaklega litu þeir vel út Adnan Januzaj og Wilfried Zaha og ég yrði fyrir vonbrigðum ef þeir verða lánaðir. Margir stuðningsmenn eru pirraðir á getuleysi United á leikmannamarkaðinum og hafa þeir ýmislegt til síns máls. Kannski hefði verið betra að reyna við raunhæfari markmið en við skulum ekki örvænta alveg strax enda eru rúmar 3 vikur til loka félagsskiptagluggans.

Wigan eins og flestir vita féllu úr úrvalsdeildinni í vor eftir nokkur erfið tímabil. Þeir líkt og við eru komnir með nýjan stjóra eftir að Roberto Martínez tók við af David Moyes hjá Everton. Nýji stjórinn þeirra er Owen Coyle sem áður var með Burnley og Bolton. Wigan hafa styrkt hóp sinn ágætlega fyrir átökin í Championship-deildinni og ber þar helst að nefna Marc-Antoine Fortuné, James McClean og Grant Holt, líklegt verður að teljast að þeir muni byrja leikinn á morgun.

Ég á frekar erfitt með að giska á byrjunarlið á morgun enda er ekkert viðmið ennþá. Ég geri svona ráð fyrir því að flestir af þeim sem spiluðu í gær muni lítið koma við sögu á morgun og á taki sæti á bekknum. En svona til að giska eitthvað út í bláinn:

Lindegaard

Rafael Vidic Jones Evra

Young Carrick Cleverley Giggs

Welbeck

van Persie

Endilega látið vita hvernig þið viljið hafa byrjunarliðið, getið séð hverjir eru meiddir hér. Hvernig fer þessi leikur?

PS: Þið sem eruð á Twitter þá munið þið eftir #Djöflarnir og þið gætuð endað í leikskýrslu. Fyrir ykkur sem  hafið einhvern áhuga að fylga okkur í ritstjórninni á Twitter: @Maggi_Thor, @ellioman, @sigurjon, @bjornfr og @tryggvipall.

Leikurinn hefst kl. 13:00

Efnisorð: Upphitun Wigan Athletic 8

Reader Interactions

Comments

  1. Ari says

    10. ágúst, 2013 at 09:43

    Anderson a miðjuna fyrir Cleverley. Zaha og Nani á kantana. Taka þennan leik á ferðinni !

  2. Magnús Þór says

    10. ágúst, 2013 at 09:49

    Nani er meiddur og telst ólíklegt að hann spili á morgun.

  3. Bambo says

    10. ágúst, 2013 at 11:37

    Giska á að Zaha og Kagawa komi inn fyrir Young og Welbeck væri líka hrikalega gaman að sjá Januzaj fá einhverjar mínútur.

  4. Haraldur Kristmanns Aðalsteinsson says

    10. ágúst, 2013 at 19:17

    Hverjir eru á bekknum :D

  5. DMS says

    11. ágúst, 2013 at 01:17

    Leikurinn á morgun leggst ágætlega í mig. Ég held að þeir sem spiluðu meira en hálfleik gegn Sevilla verði ekki í byrjunarliðinu. Hefði verið til í að sjá Januzaj í liðinu en á ekki von á því þar sem hann kláraði 90. mín á föstudaginn. Ég vona hinsvegar að Nani verði í liðshópnum, hann var svakalegur í þennan hálftíma gegn AIK. Býst þó frekar við honum á bekknum þar sem hann hefur lítið spilað á undirbúningstímabilinu.

    Var að renna í gegnum ensku pressuna á netinu. Mourinho er sagður muna gera allt sem í hans valdi stendur til að fá Rooney til sín. Hvernig væri nú að við myndum sýna tennurnar í þessu máli og þegar líða tekur á gluggann gera bara counter offer við þessum tilboðum þeirra; skipti á Juan Mata + 10 mills. Take it or leave it. Ef ekki þá getið þið bitist um hann aftur í janúar þegar hann verður ekki lengur löglegur í meistaradeild eða næsta sumar þegar ríku erlendu liðin gætu haft aftur áhuga. United halda á spilunum – ekki Rooney, ekki Chelsea, ekki Mourinho.

  6. siggi utd maður says

    11. ágúst, 2013 at 03:00

    Gott komment DMS. Ég er þeirrar skoðunar að það á alltaf að selja óánægða leikmenn, en þegar rætt er um að selja Wayne Rooney til aðalkeppinautanna, þá eru 25 millur bara djók og vanvirðing gagnvart Rooney sjálfum.

    45 millur: mér gæti ekki verið meira sama um hvert Rooney verði seldur, ég tel að bestu dögum „Rooney hjá United“ sé hvort eð er lokið.

    Og að öllu gamni slepptu, þá væri ég til í að United myndi gera 45m tilboð í Suarez. Það myndi gera púlarana almennilega tryllta.

    Hann er fáviti, heimskingi og óheiðarlegur. En hann er líka einn besti fótboltamaður í heimi, og hversu sætt væri að sjá hann í United búningi, að skora sigurmark á Anfield.

    Hann myndi fagna…

  7. Audunn says

    11. ágúst, 2013 at 08:34

    Hvorki Nani né Young ferðuðust með liðinu til London.
    Þessi leikur er algjört must win fyrir Moyes, að tapa þessum leik yrði skandall!
    Sem yrði þà í takt við Moyes sem er ekkert annað en einn stór SKANDALL!

  8. ellioman says

    11. ágúst, 2013 at 12:30

    Af Opta twitter reikningnum

    @OptaJoe: 1 – This year’s Community Shield game marks the first time a club outside the top division has featured since 1980 (West Ham Utd). Upstart.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress