• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Swansea City fyrstu mótherjar David Moyes

Björn Friðgeir skrifaði þann 16. ágúst, 2013 | 5 ummæli

Swansea - Manchester UnitedÁ morgun verður flautað til leiks á Liberty Stadium í Swansea og Robin van Persie og Danny Welbeck renna boltanum á milli sín og hefja nýjan kafla í sögu Manchester United. David Moyes er tekinn við.

Í morgun birtum við spekúlasjónir bloggskríbenta Rauðu djöflanna um tímabilið sem koma skal (fimmti pistillinn hefur bæst við frá í morgun), en nú er komið að því að einbeita sér að einum leik í einu. Það er ekki eins og undirbúningstímabilið hafi gefið miklar vísbendingar um hvað David Moyes telur sitt besta lið en svona er mín spá fyrir morgundaginn

2013-08-17 Swansea(a) - spá

Stærstu spurningamerkin þarna set ég við að Cleverley gæti komið í stað Anderson og Kagawa í stað Welbeck. Ætla að giska á að frammistaða Welbeck gegn Skotum í vikunni skjóti honum í liðið. Rooney ferðaðist auðvitað með til Swansea og verður eflaust á bekknum

Mótherjar okkar í fyrsta leik er lið Swansea sem hefur sannarlega stimplað sig inn í úrvalsdeildina á þeim tveim árum sem þeir hafa verið í henni. Skemmtilegt og léttleikandi lið sem Michael Laudrup hefur náð að styrkja vel með spútnikleikmanni síðustu leiktíðar, Michu og góðum kaupum í sumar. Margir búast við að Wilfried Bony, framherji keyptur frá Vitesse Arnhem muni skora vel í vetur, hann mun í það minnsta taka þunga af Michu í þeirri deildinni. Annars fór Laudrup á kunnuglegar slóðir og bætti nokkrum Spánverjum í hópinn, og Jonjo Shelvey mundi ekkert þykja leiðinlegt að gera okkur lífið leitt á morgun.

Swansea hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu, er þegar komnir af stað í Evrópudeildinni, eru komnir þar í lokaútsláttarumferð og ættu að koma sterkir til leiks. Hugsanleg uppstilling þeirra er skv Forza Swansea

lineupbuilder.com

Svo eru í hópnum nýliðar á borð við Cañas sem er djúpur miðjumaður og Amat sem ku vera efnilegur varnarmaður, báðir spænskir.

Ég á von á erfiðum leik á morgun og ætla samt að spá 2-1 sigri.. Eitt sem næsta víst er er að Swansea mun ekki fá víti, frekar en allt síðasta tímabil, og ekki frekar en að United fékk ekki á sig víti allt síðasta tímabil.

Efnisorð: Swansea City Upphitun 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Gulli says

    16. ágúst, 2013 at 20:36

    Smalling i vinstri bak en ekki Evra? Hvad er thad?

    0
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    16. ágúst, 2013 at 20:49

    Mistök?
    (leiðrétt)

    0
  3. 3

    Finnur Bjarki says

    16. ágúst, 2013 at 23:55

    Fæ „not valid“ league code á fantasy!

    0
  4. 4

    Björn Friðgeir says

    17. ágúst, 2013 at 07:10

    Uppfært.
    Til að ganga í deildina má líka smella hér http://fantasy.premierleague.com/my-leagues/50848/join/?autojoin-code=182651-50848

    0
  5. 5

    Ari says

    17. ágúst, 2013 at 07:12

    Mér lyst vel á þetta byrjunarlið… Rooney kemur inná og setur sigurmarkið i uppbótartíma. Vinnum 2-3

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress