• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Norwich heimsótt á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 27. desember, 2013 | 2 ummæli

Norwich - Manchester UnitedÞað verður seint sagt að enskir knattspyrnumenni hafi það náðugt um jólin. Eftir fyrsta alvöru „kommbakk“ liðsins undir stjórn David Moyes í gær eru okkar menn varla komnir heim þegar þeir þurfa að fara aftur af stað og eru að fara í loftið til að fljúga til Norwich þegar þetta er skrifað. Það gengur vonandi betur en í gær þegar þeir komu á völlinn rétt klukkutíma fyrir leik. Eitthvað er samt Carrick stressaður:

https://twitter.com/carras16/status/416609796780208128

Norwich hefur gengið þolanlega það sem af er móti og eru að dóla nokkrum sætum, en ekki nema þrem stigum ofar falli . Það ætti því að gera kröfu um sigur á morgun, en það verður fróðlegt að sjá hvernig liðið verður. Meiðslalistinn telur fimm sem stendur, Fellaini verður frá út janúar Phil Jones og Nani eiga að koma til baka í miðjum janúar, óljóst er með Rafael og Van Persie spáð til baka í nýársdagsleikinn gegn Tottenham. Það væri gott að geta róterað meira, en ég ætla að spá litlum breytingum

De Gea

Fabio Smalling Vidic Evra

Carrick Cleverley

Januzaj Rooney Giggs

Chicharito

Set eiginlega Fabio þarna inn bara upp á vonina, Evra verður að fá smá hvíld. Valencia verður auðvitað ekki með á morgun, er í banni. Reyndar var bara fínt fyrir hann að fá seinna gula spjaldið. Missir bara af einum leik fyrir að fá rautt spjald, en gulu spjöldin telja ekki þegar hann fær rautt. Hann er því eftir sem áður á fjórum gulum og frá 1. janúar þarf 10 gul spjöld til að fara í spjaldabann (en þá 2 leikir. Skv physioroom er Vidic heill, giskum á hann komi inn fyrir Evans sem var mjög mistækur í gær.

Fyrir þau sem hafa áhuga á slíku þá verður Phil Dowd á flautunni í leiknum sem hefst kl 15:00 á morgun.

 

Efnisorð: Norwich City Upphitun 2

Reader Interactions

Comments

  1. Atli says

    27. desember, 2013 at 17:39

    Er Valencia ekki í banni?

  2. Björn Friðgeir says

    28. desember, 2013 at 01:58

    Jú Valencia er í banni, uppfærði skýrsluna þegar ég mundi eftir því.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress