• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Liverpool kemur á Old Trafford á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 15. mars, 2014 | 3 ummæli

Manchester United - Liverpool

Á morgun er ‘leikurinn um Ísland’ eins og það var orðað í samskiptum Tryggva Páls og Kristjáns Atla hér á fimmtudaginn. Upprisa Manchester City hefur sannarlega breytt borgarslagnum í Manchester í alvöru leiki en jafnvel í Englandi er Manchester United – Liverpool enn stærsti leikurinn fyrir stuðningsmenn þessara liða. Hér á Íslandi þarf hins vegar enn meira að breytast til að eitthvað komist með tærnar þar sem þessi leikur hefur hælana. Lang stærstu stuðningsmannahóparnir sjá til þess að vikan á eftir leik er óþolandi fyrir stuðningsmenn þess liðs sem tapar.

Deildarleikir Manchester United og Liverpool á Old Trafford frá 1986 og staða liðanna fyrir leik
Deildarleikir Manchester United og Liverpool á Old Trafford frá 1986 og staða liðanna fyrir leik, leikir, stig og sæti.
Heimildir:statto.com og MUFCInfo.com

Og eins og með svo margt annað þennan veturinn þá er leikurinn á morgun öðruvísi en allt annað en það sem þeir stuðningsmenn United sem ekki muna annað en velgengi eiga að venjast. Liverpool hefur reyndar komið á Old Trafford ofar í deildinni, en það þarf að fara aftur til ársins 1991 til að finna leik þar sem Liverpool kom í heimsókn ofar í deildinni, með meira en 4 stiga forystu og fleiri en sex leiki leikna. Í febrúar 1991 var Liverpool í öðru sæti, 11 stigum á undan United og á leið í að lenda í öðru sæti, árið eftir síðasta Englandsmeistaratitil þeirra. Steve Bruce og David Speedie skoruðu mörkin í 1-1 jafntefli.

Og nú er aftur komið að því. Tuttugu og tvö ár og Liverpool er aftur í öðru sæti og ellefu stigum á undan United í því sjötta. Liverpool gæti reyndar verið dottið niður í það þriðja skömmu eftir að þessi upphitun birtist en hvað um það.

Tuttugu og tvö ár…

Er nema von að við kunnum þetta ekki alveg??

Við höfum kannað rækilega undanfarið hvernig staðan er hjá okkar mönnum og vitum meira um það en við viljum. Á móti kemur að Brendan Rodgers er að smíða fínt lið á Anfield sem er að spila ágætan bolta en fyrst og fremst og framar öðru eru það mennirnir sem búnir eru að skora 45 mörk sem eru að draga vagninn. Luis Suarez, sem þarf ekkert að ræða frekar álit okkar á og Daniel Sturridge eru í ham og eru mennirnir sem þarf að stöðva.

Tryggvi og KAR fór yfir möguleikana í greininni á fimmtudaginn og álit Liverpool mannsins var að United ætti aðeins einn möguleika gegn hamhleypunum, að pakka í vörn og vona hið besta. Við United menn erum orðnir langþreyttir á ævintýraleysinu í David Moyes og viljum því augljóslega ekkert síður en það. Hvað á Moyes að gera? Þétta vörnina, spila fimm á miðjunni og vona hið besta eða stilla upp liðinu eins og við vitum að er besta liðið og hætta á að skyndisóknir Liverpool skilji eftir auðn og tóm?

Það er til lausn. Held ég

De Gea

Rafael Jones Evans Evra

Carrick Cleverley Fellaini

Mata Rooney

Van Persie

Um markvörðinn, þann besta í Englandi, þarf ekki að rökræða. Við vonum að vonir Moyes um að Evans verði til í slaginn rætist því það voru sannarlega augnablik í síðasta leik þar sem Chris Smalling var ekki að slá í gegn, og gæti reynst honum erfitt að taka á Suarez og Sturridge. Einhver smá meiðsli voru að hrjá Rafael en vonum að það sé ekkert alvarlegt

Já við getum þétt miðjuna. Carrick og Fellaini verða þá aftast og Cleverley fær tækifæri til að hrista af sér slyðruorðið.

Rooney og Mata fá síðan að vinna eins og líf þeirra liggi við. Mata kom til United með það orð á sér að vera ekki fyrir varnarvinnu gefinn en var allt í einu farinn að tækla inni í eigin teig. Hann þarf þess í þessum leik.

Markahlutfall Robin van Persie á síðasta tímabili var 0,65 mörk í leik. Á þessu hefur hann hrapað í … ó. Fyrirgefðu. hækkað í 0,68 mörk í leik. En það eru meiðslin sem settu strik í reikninginn og villa fyrir. Því verður ekki á móti mælt að hann virtist afskaplega þreyttur í síðasta leik en það var fyrir viku og stuttu eftir landsleik og hann vissi að auki hann færi útaf. En nú er liðin vika og hann ætti að vera í stuði.

Þetta lið er í raun aðeins breytt í einni stöðu frá því sterkasta, Old Trafford á morgun undir þessum kringumstæðum er enginn staður fyrir Adnan Januzaj í byrjunarliði. Sá tími er hins vegar ekki langt undan. Þetta lið getur hvort tveggja ef bara viljinn er fyrir hendi: Þétta miðju og posession-fótbolta án of mikillar áhættu, sem og að sækja fast. Rooney og Mata munu þurfa að vinna allt í einu, detta aftur á miðju, koma með vídd á köntunum og styðja Van Persie. Er það til of mikils ætlast af þessum rándýru ofurlaunuðu mönnum?

Nani á CarringtonÞað verður ekki síður áhugavert að sjá bekkinn. Allt í einu dúkkaði upp andlit á æfingamyndum frá Carrington sem hefur ekki sést í hátt í þrjá mánuði: Nani er kominn til baka. Ef hann og Chicharito verða á bekknum á morgun höfum við ýmsa möguleika ef við þurfum að fríska upp á sóknina. Ef leikurinn hins vegar þróast þannig að við þurfum að þétta veggina þá er augljóst að þessi leikur er gerður fyrir Danny Welbeck. Hann veit betur en flestir hvaða máli þetta skiptir og er treystandi til að vinna meira og betur en aðrir möguleikar í senternum, nú eða úti á kanti.

Þetta verður erfitt, það þarf ekkert að efast um það. En þetta er alveg hægt

p.s. Raunverulega miðjan verður Valencia, Carrick, Fellaini og Young. En ég vil voða lítið hugsa um það. Gæti þó skilað sigri með skallamarki.

Efnisorð: Liverpool Upphitun 3

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    DMS says

    15. mars, 2014 at 11:30

    Af hverju finnst mér líklegt að Giggs verði hent á miðjuna í þessum leik? Vona þó ekki, með fullri virðingu fyrir honum.

    Ég ætla samt að spá þessu svona, held hann velji Welbeck til að bæta upp varnarvinnuna:

    ————– De Gea ——————
    Rafael – Jones – Smalling – Evra
    —— Fellaini —- Carrick ———–
    Welbeck – Rooney – Mata
    ————— RvP ———————–

    0
  2. 2

    Björn Friðgeir says

    15. mars, 2014 at 12:30

    Held að fáir myndu kvarta undan Welbeck á kantinum. Vil amk frekar sjá það heldur en V&Y

    0
  3. 3

    Kristjans says

    16. mars, 2014 at 10:29

    Flott upphitun! Líst vel á þetta byrjunarlið sem sýnt er að ofan (Björn Friðgeir, ertu ekki örugglega með númerið hjá Moyes?) en ég óttast að Moyes verði eitthvað med leikinn gegn Olympiakos í huga og stilli því öðruvísi upp… Mikið yrði maður glaður ef okkar menn ynnu sannfærandi í dag. Hjartað er á því en hugurinn er ekki alveg jafn sammála.

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress