• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Evrópu- og Þýskalandsmeistarar Bayern München í heimsókn

Björn Friðgeir skrifaði þann 31. mars, 2014 | 9 ummæli

Manchester United - Bayern München Það er 1. apríl 2014. Josep ‘Pep’ Guardiola leiðir lið sitt út á Old Trafford. Rúmt ár er liðið frá því að Sir Alex Ferguson hitti Guardiola á laun í New York þar sem Guardiola naut langþráðs frís frá fótboltastreði. Það var síðasta stórvirki Sir Alex Ferguson sem framkvæmdastjóri Manchester United að sannfæra þennan frábæra framkvæmdastjóra um að Project United væri nógu stórt og áhugavert til að hvíldin tæki enda.

Og nú erum við að sjá uppskeruna. Evrópumeistarar Bayern München koma í heimsókn á Old Trafford og nýkrýndir meistarar Englands og Þýskalands takast á í stórleik umferðarinnar. Það sáu flestir fyrir að Thiago Alcântara sem kom frá Barcelona til síns gamla stjóra myndi færa fjör í miðju United, en það hafa verið Diego Costa sem fæstir þekktu og kom frá Atlético og Gérard Pique sem sneri öllum að óvörum aftur á Old Trafford sem hafa verið lykillinn í sigurgöngu Manchester United sem nú hefur staðið óslitið frá áramótum.

Já alveg eins og Pamela í Dallas forðum erum við að vakna upp við það að það sem við héldum að væri ömurlegasti vetur í manna minnum var bara slæm martröð það er Josep ‘Bobby’ Guardiola sem er að koma út úr sturt… búningsklefanum í dag sem framkvæmdastjóri Manchester United.

Guardiola

Þetta var allt saman bara draumur.

Og svo vaknaði ég og það var bara draumur að þetta væri bara draumur.

Einhverra hluta vegna heillaði Bayern München, eignarhald, stjórn og unglingastarf þeirra Guardiola meira en hugsanleg sölumennska Sir Alex og niðurstaðan er sú að Bayern München hefur tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn og ekki kominn apríl. Titillinn var í höfn þegar sjö leikir voru eftir sem er nýtt met í Þýskalandi. Gamla metið var sex leikir… sett af Bayern í fyrra. Bayern hefur ekki tapað leik í deildinni í vetur, gert þrjú jafntefli og þangað til þeir gerðu 3-3 jafntefli við Hoffenheim í mögnuðum leik um helgina höfðu þeir unnið síðustu 19 leiki (nýtt met), og unnið síðustu 10 útileiki (nýtt met). Í þessum nítján sigurleikjum skoruðu þeir tvö mörk eða fleiri í öllum. Nýtt met. Þeir þurfa að vinna fjó… æ nei ég nenni þessu ekki: Restin af metaslættinum er hér.

Í Meistaradeildinni er Bayern þegar búið að sjá á bak tveim enskum liðum, mættu Manchester City í riðlinum, unnu 3-1 í Manchester en töpuðu eina leik sínum á tímabilinu þegar City kom á Allianz Arena og vann 3-2.

Í 16 liða úrslitum slógu þeir svo Arsenal út með 2-0 sigri á Emirates og 1-1 jafntefli á Allianz.

Veðbankar eru að bjóða 5/1 á United sigur (sem lesist sem stuðull upp á 6 á íslenska mátann) sem eru verstu líkur á United heimasigri sem sést hafa í manna minnum.

Þannig að það sem til þarf á morgun er kraftaverk.

Thiago meiddist um helgina en annars gæti liðið sem ætlar að mala Manchester United mélinu smærra litið svona út, en þetta er liðið sem vann Hertha Berlin til að tryggja titilinn

Neuer

Rafinha Javí Martinez Dante Alaba

Lahm

Schweinsteiger

Robben Kroos Götze

Müller

Og þá eru ónefndir Franck Ribéry, Mario Mandžukić, Shaqiri og fleiri.

Guardiola hefur spilað mjög fjölbreyttar uppstillingar í vetur, vörnin og Lahm verið fastir punktar en að öðru leiti hefur hann verið óhræddur við að nota mismunandi uppstillingar.

Bæði Müller og Götze hafa spilað sem fremsti maður og þá sem ‘false nine’, dottið aftur þegar við á, Mandžukić er aðalsenterinn þegar spila á með alvöru slíkan, og Kroos hefur verið að stjórna leikjum undanfarið. Robben, Lahm, Mandžukić, Müller og Neuer voru allir hvíldir móti Hoffenheim, en Lahm, Mandžukić og Robben komu allir inn á þegar ekki gekk sem skyldi.

Og hvað gera United menn þá?

De Gea

Jones Carrick Vidic Rafael

Young Fellaini Fletcher Cleverley Welbeck

Rooney

Sumir hafa lagt til að spila 3-5-2 með Jones, Carrick og Vidic í vörninni, Rafael vinstra megin og Valencia hægra megin en það er ólíklegt að við sjáum það enda ekki taktík sem liðið er vant.

Rafael var verulega slakur á laugardaginn og fór svo útaf meiddur þannig það er spurning hvort hann verður með. Þá verður Büttner í bakverðinum sem er ekki beinlínis tilhlökkunarefni móti Arjen Robben.

Hreyfingar Mata og Kagawa á laugardaginn voru verulega skemmtilegar en eru ekki í boði á morgun þannig að ég skýt á að vinnusemi Welbeck og youngsemi Young verði fyrir valinu á köntunum og síðan verði hlaðið í þriggja manna miðju. Það væri gaman að sjá Giggs þar inni, en slúður um að ósætti sé milli hans og Moyes er nú að gerast háværara, þannig að þar er spurningamerki.

Ég sagði fyrir dráttinn að ég vildi sjá United fá Bayern, Real eða Barcelona og mér varð að ósk minni. Manchester United – Bayern München er risaleikur, nú er það verkefni David Moyes og leikmanna að standa undir nafni og sýna að þeir séu Manchester United.

Við endum þetta á mynd úr einkasafni yfirritaðs:

Barcelona 1999

Það er kominn sumartími í Evrópu og leikurinn byrjar því kl. 18:45 að íslenskum tíma.

Efnisorð: Bayern Munchen Upphitun 9

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Ísak Agnarsson says

    31. mars, 2014 at 12:10

    Held það sé ekkert spunnið í þessa vitleysu um Giggs, sérstaklega þar sem Giggs var pirraður útí fjölmiðla útaf því og sagði það sjálfur vera bull.
    Held hinsvegar að Giggs sé bara engan veginn í framtíðarplönunum hjá Moyes og hann vill gefa hinum miðjumönnunum endalausan séns til að geta adapt-að.

    Sem er samt um leið fáranlegt því Giggs og Carrick eru langbestu miðjumennirnir okkar.
    Vonandi geta hinir hinsvegar einhverntímann rise to the challenge.

    0
  2. 2

    Jónsi says

    31. mars, 2014 at 14:33

    Það er nú alveg eðlilegt að Giggs sé ekki í framtíðarplönum Moyes – gaurinn er 41 árs!

    0
  3. 3

    Björn Friðgeir says

    31. mars, 2014 at 15:04

    Þú sparkar ekkert Ryan Giggs út úr klúbbnum… það er það sem þetta snýst um.

    0
  4. 4

    Runólfur says

    31. mars, 2014 at 16:39

    Held það sé fásinna að ætla stilla upp 5 manna varnarlínu. Það myndi svo gott sem tryggja 0% pall possesion á meðan Bayern væri með 6 leikmenn á miðjum vellinum í reit.
    Ef Íslandi tókst að halda Mandzukic niðri ætti United að geta það líka – með restina af liðinu veit ég ekki.
    Ætli þetta snúist ekki um yfirmanna miðjuna (sem er ómögulegt á móti Bayern), reyna ná 3-4 sendingum og nýta svo stungusendingar / fast leikatriði.
    Moyes þarf að sýna álíka snilli og Ferguson gerði gegn Real í fyrra …
    Verandi bjartsýnismaður þá held ég að hann geri það – býst við einhverju tactical masterplan á morgun (eða bara 4-4-Fucking-2).

    0
  5. 5

    Gunnar Helga says

    31. mars, 2014 at 16:42

    „og youngsemi Young verði fyrir valinu“. Eitt það fyndnasta sem ég hef séð í dag.

    Annars vill ég sjá þessa uppstillingu

    ——————De Gea——————–
    Rafael—Jones—-Vidic—Buttner
    Valencia–Carrick–Giggs-Fellaini-Welbeck
    —————–Roooney———————–

    Kagawa inn fyrir Valencia ef hann verður ei heill.

    0
  6. 6

    Keane says

    31. mars, 2014 at 17:36

    Býst alls ekki við tactical masterplan á morgun… en það er sennilega bara ég.

    0
  7. 7

    DMS says

    31. mars, 2014 at 19:35

    Væri til í að sjá þetta svona, 4-4-1-1

    ——————— De Gea ——————-
    Jones —- Carrick —- Vidic — Buttner
    Valencia – Fellaini – Fletcher – Welbeck
    ———- Kagawa —————————–
    ————————- Rooney ————–

    En ætli þetta yrði ekki svona þegar leikurinn færi í gang, 6-3-1

    ————————– De Gea ————————–
    Jones – Carrick – Vidic – Fellaini – Fletcher – Buttner
    ——- Valencia — Kagawa – Welbeck —————
    ————————- Rooney —————————-

    0
  8. 8

    Karl Gardars says

    1. apríl, 2014 at 00:24

    R.I.P MUFC IN CL!
    Sjáumst vonandi aftur (að loknu þessu og næsta afhroði) árið 2016 þegar okkur hefur vonandi borið sú gæfa að losna við DM.
    Kveðja,
    Bjartsýni gaurinn.

    0
  9. 9

    Keane says

    1. apríl, 2014 at 14:32

    http://fotbolti.net/news/31-03-2014/moyes-vid-treystum-a-ad-domararnir-standi-sig

    Búinn að tapa nú þegar…

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress