United byrjaði með nær óbreytt lið í þriðja leiknum á átta dögum, Valencia er meiddur og Shaw kom inn og Young skipti um kant. Grey Rafael er ekki í náðinni, og maður er farinn að trúa að slúðri um að við séum á eftir Coleman sé rétt. Smalling kom í liðið fyrir McNair eins og ég spáði og þetta er því 25. miðvarðasamsetning okkar á tímabilinu
Á bekknum: Lindegaard, Blackett, Rafael, Fletcher, Herrera, Januzaj, Wilson
Leikurinn var varla byrjaður þegar Stoke fékk horn frá hægri. Boltinn kom hátt inn á teiginn þar sem Crouch skallaði óáreittur að marki, Ryan Shawcross var óvaldaður og framlengdi, óverjandi fyrir David De Gea. Skelfileg varnarvinna þarna frá United.
Stoke voru auðvitað sáttir við að sitja aftarlega og leyfðu eftir þettaUnited að sækja á vörnina. Það gekk enda ekki mjög vel fyrir United, Falcao, Van Persie og Rooney fengu ekki miklu úr að moða. Frekar en að Shaw og Young fengju boltann voru miðverðirnir að koma átt upp og reyndu sendingar inn á teiginn. Í þau fáu skipti sem þær voru þokkalegar átti Begovic aldrei í vandræðum með þær.
Á 19 mínútu tók Diouf Evans algerlega í nefið og fór framhjá honum en klúðraði skotinu algerlega, heppni þar á ferð.
En eftir tæpar 26 mínútur af þessu bulli jafnaði United. Rooney tók horn, Carrick framlengdi og Radamel Falcao sýndi hvað hann getur með því að ná skoti úr erfiðri stöðu. Falcao hafði ekki verið góður fram að þessu en þarna sýndi hann til hver senterar eru.
Leikurinn hélt áfram í mjög svipuðu fari, United komst lítt áfram en þegar Stoke sótti var vörn United fjarri því sannfærandi. Leikmenn fóru inn í hléi án þess að neitt markvert gerðist, og mörkin voru einu skotin á rammann í fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur hélt áfram í sama farvegi þar til á 63. mínútu að Falcao og Shaw komu útaf fyrir Herrera og Januzaj. Kom nokkuð á óvart, Falcao hafði verið þokkalegur en Van Persie nær ósýnilegur. United var ekki búið að stilla upp í nýtt kerfi þegar Stoke kom í sókn og Phil Jones skallaði fyrirgjöfina rétt framhjá. Úr horninu skallaði Crouch í útrétta hendi Smalling sem var stálheppinn að dómarinn skyldi ekki dæma víti þar. Annars fór Januzaj í vængvörðinn og Rooney fram
Færin komu áfram, Van Persie skaut yfir en hinu megin voru Stókarar grimmir í teignum, áttu m.a. skot í stöng og settu vörn United hvað eftir annað í vanda.
Á 73. mínútu unnu United boltann og sendu yfir á hægri kantinn þar sem fleygiferð Ashley Young stoppaði skyndilega og hann greip um lærið. Tognun og Rafael kom inná. James Wilson sem var um það bil að koma inná má líka vera svekktur.
United reyndi að sækja síðustu 10 minúturnar en komust lítt áleiðis frekar en fyrr í leiknum. Januzaj sást varla fyrir utan einn sprett sem endaði í engu, svo sem ekki hans staða en alltaf vonbrigði þegar hann skilar ekki einhverju.
Mikill vonbrigðaleikur. Það gekke ekkert í sókninni, miðjan var ekki að skila sínu þangað og það er eins og einhver annar Jonny Evans sé að spila eftir að hann kom úr meiðslunum. Fyrst bæði Young og Valencia eru meiddir sé ég ekki annað í spilunum en fjögurra manna vörn í næstu leikjum, það verður fróðlegt að sjá hvort það skilar okkur einhverju.
En sem fyrr segir, líkurnar á að við sjáum nýjan miðvörð og nýjan hægri bakvörð nú þegar í janúar minnkuðu ekki eftir þennan leik
Hjörtur says
Þetta er bara hörmung að horfa uppá það sem af er.
Heiðar says
HÁLFLEIKUR!
Stoke skoraði strax á annarri mínútu. Lítið við því að segja. Jones kláraði ekki hlaupið með sinn mann í hornspyrnu, horfir og mikið á boltann og því fór sem fór. Eftir það hafa Man.Utd verið meira með boltann en ekki skapað mikið og Stoke eiga auðvelt með að svara flestum okkar aðgerðum. Jöfnunarmarkið kom upp úr hornspyrnu, líkt og markið hjá Stoke, tap-in hjá Falcao eftir að Carrick hafði nikkað boltanum fyrir markið.
Hálfspaugilegt að við séum búnir að skora í þessum leik en höfum ekki náð að skora gegn Spurs, m.t.t. marktækifæra. Í seinni hálfleik þarf Rooney klárlega að fínstilla sendingarnar betur svo meiri líkur séu á árangri. Hann (og fleiri) er búinn að vera býsna villtur í löngum ónákvæmum sendingum. Hef þó trú á að Mata eigi eftir að skipta sköpum eins og stundum áður.
Heiðar says
Arfaslakur leikur að okkar hálfu. Enn einn útileikurinn þar sem liðið er ekki að performa. Lygilegt að skapa ekki meira með alla þessa kónga í fremstu víglínu. Vorum í raun heppnir að ná jafnteflinu.
Snorkur says
Þetta var nú meira sorpið … :(
Vantar alveg hraða fram á við í þetta lið okkar …. það er ef stefnan er tekin eitthvað meira en meistardeildarsæti .. ég fer svo sem ekki fram á meira á þessu tímabili
Árið fólk :)
Rúnar Þór says
Djöfull er ég pirraður shit! ömurleg frammistaða. Mikið með boltann en nákvæmlega ekkert að frétta, þurfti Begovic að verja í seinni hálfleik? Af hverju skjóta menn ekki meira á marki? Við erum með fína skotmenn, bara reyna aðeins á markmanninn og mögulega ná frákasti ef hann ver. Einnig finnst mér skiptingin skrýtin, framherji út (Falcao) og miðjumaður inn (Herrera) þegar við þurftum að skora, frekar Herrara fyrir Mata og hafa Rooney, RVP og Falcao
Keane says
Jæja, eftir á.. stig á leiðinlegum útivelli, ennþá í 3ja sætinu
Einar T says
Útileikjaformið er mjög dapurt. Allt þetta væl um álag yfir hátíðarnar er ég ekki að fíla – sir alex notaði einmitt þetta tímabil til að safna stigum á meðan aðrir voru að væla.
Heimaleikur næst og þá leyfir maður sér að vera bjartsýnni.
37 stig eftir 20 leiki er þremur stigum meira en á sama tíma í fyrra – í fyrra hefðu þessi 37 stig aðeins sett okkur í 6-7 sæti í deildinni.
Maður er nú samt bjartsýnn á að það þetta smelli saman. Heimavöllurinn orðinn sterkur og það hlýtur að vera hægt að hressa upp á útileikjaformið – kannski með meiri hraða (Di Maria) eins og í útileiknum gegn Arsenal þar sem skyndsóknirnar voru virkilega hættulegar.
Keane says
Jonny Evans er katastrófískur leikmaður!
Hjörtur says
Já Rúnar Þór, þetta er það sem ég er alltaf að undrast á, þ.e.a.s. afhverju skjóta menn ekki á markið, við eigum ágætis skotmenn en það er bara eins og það þurfi að fara með boltann á tánum inn í markið. Var það ekki eina skotið á markið (ef skot skyldi kalla) þegar markið var gert? En þessi leikur var alveg hörmung frá A-Ö hjá MU hvort heldur var vörn miðja eða sókn.
DMS says
Mér finnst Falcao óvenjulega hægur. Hefur hann alltaf verið svona hægur? Hann virðist ekki eiga break í menn á fyrstu metrunum og með lítinn sem engan sprengikraft.
Annars var þetta slakur leikur. Mig grunaði að við myndum lenda í erfiðleikum enda hefur það verið sagan í vetur, hrikalega slappir á útivöllum. Ég er þó ánægður með að Van Gaal áttar sig á vandamálinu og fer ekki leynt með það, annað en Moyes í fyrra sem virtist vera ánægður með öll stöku stigin sem við fengum þrátt fyrir arfaslaka frammistöðu.
http://www.fotbolti.net/news/01-01-2015/van-gaal-osattur-attum-ekki-meira-skilid
Eigum erfiðan heimaleik næst í deildinni gegn Soutampton sem virðast vera að ná sér aftur á skrið eftir smá lægð. Ég hef þó áhyggjur af varnarlínunni okkar, Stoke létu þá líta mjög illa út og menn virtust bara almennt ekki vera á tánum. Evans enn með áramótasteikina í hálsinum?
Mér finnst við einnig spila betur með 4 manna varnarlínu og tígulmiðju. Núna erum við aftur búnir að endurheimta bakverðina okkar þannig að ég vona að Van Gaal breyti til fljótlega.
Sindriþ says
Hlakka til ef 4 manna vörnin kemur aftur og nú þarf stjórinn að fara að íhuga að kaupa ekki bara meiðslapésa… Finnst eins og Herrera, Di María, Blind, Rojo og Shaw séu allir meiddir að meðaltali annan hvern leik. Afhverju hann treystir RVP skil ég vel en ekki afhverju hann treystir honum svona rosalega mikið.. skil ég ekki jafnvel. Þó gaurinn sé kominn með 7 kvikindi hefur hann spilað líklega flestar mínútur fyrir utan De Gea.
Lifi Þróttur!
Óli says
Skil ekki hvað menn þurfa alltaf að draga fram einhver Moyes-samanburð. Ég er einn af þeim örfáu sem vildu gefa honum annað tímabil og er ekki í vafa um að hann væri ekki neðar með liðið en Van Gaal er núna. Allavega eru menn hættir með eitthvað Martinez-grín þar sem hann er í ruglinu með Everton þrátt fyrir meiri fjárráð en Moyes fékk nokkurn tímann.
Sammála þessu með Falcao. Hjörvar Hafliða hefur talað um þetta og líkt honum við veru Diego Forlan á sínum tíma. Hann er einhvern veginn skrefinu á eftir.
Ef við lítum hins vegar á björtu hliðarnar erum við bara í fínum málum. Fyrstu tvö sætin eru frátekin í ár og allt í lagi með það. Við erum svo í bílstjórasætinu fyrir sæti þrjú og fjögur.
Keane says
Ég lít á þetta tímabil sem uppbyggingu, topp 4 væri frábært miðað við síðasta tímabil. Við erum enn í 3ja sætinu, slökum á og njótum uppbyggingarinnar.
Thorsteinn says
Sorgleg byrjun á árinu, en Liverpool gerði jafntefli sem var gott sem og Chelsea tapaði sem var gott. Evans, Rafael og Janusaj eru ekki nógu góðir til að spila fyrir United. Rojo þarf að koma inn fyrir Evans asap. Valencia er betri en Rafael og Janusaj er bara búinn að valda vonbrigðum á þessu tímabili. Sammála að það vantar að skjóta á meira á markið og skapa fleiri færi. Vonandi verður þetta betra á sunnudag á móti Yeovil.. maður er alveg semi stressaður.
Heiðar says
Ég er ekki tilbúinn í að skrifa undir vanhæfni Januzaj til að spila fyrir liðið, hann er jú aðeins 19 ára. Hitt er annað mál að þegar hann hefur fengið tækifæri á þessu tímabili hefur hann ekki sýnt vott af því sem við fengum að sjá frá honum á síðasta tímabili. Kannski er hann ekki með hausinn rétt skrúfaðan á og/eða að hann sé hreinlega að fá of fá tækifæri en mér finnst vera gígantískur munur á þeim Januzaj sem ég sé núna og þessum sem afgreiddi Sunderland á síðasta tímabili.
Rauðhaus says
Nokkur atriði:
1. Enn ein staðfestingin á því að við þurfum toppklassa miðvörð í liðið. Evans og Jones báðir hörmulegir í gær. Smalling búinn að vera skástur af þeim undanfarið.
2. Falcao hefur valdið mér vonbrigðum. Hann kann vissulega að skora og er þannig séð öflugur í teignum, en hann er ekki nægilega hraður. Það sem kemur mér þó mest á óvart er að það kemur nokkuð oft fyrir að fyrsta snertingin klikkar hjá honum.
3. Rooney er ekki miðjumaður að upplagi. Hann hefur þó verið að spila ágætlega en er á stundum nokkuð villtur. Að mínu mati var betri heildarmynd á liðinu eftir að Falcao fór útaf og Herrera kom inn á og Rooney fór framar á völlinn. Rooney hefur þó marga eiginleika sem góðir miðjumenn hafa, en þyrfti marga leiki til að aðlaga sig alveg. Virkaði þreyttur í gær.
4. Skortur á hraða í liðinu. Þegar Di Maria er ekki með er átakanlegt hversu hægir lykilmenn okkar í sókninni eru. Sérstaklega RvP, Falcao, Mata.
Auðunn Sigurðsson says
Að menn skuli ennþá vera að ræða Moyes á þessari síðu er sorglegra en frammistaðan í þessum leik.
Gerrard super says
Halda bara áfram að versla. Okkur tekst á endanum að kaupa titilinn aftur.
Hannes says
Januzaj myndi hafa gott af því að vera lánaður til einhvad annað lið í deildinni eða í fyrstu deild. Ef við værum með sæmilegt útivallarform og hefðum unnið leikinn heima gegn Swansea þá værum við í toppbaráttu núna ! en held að markmiðið sé einungis að ná meistaradeildarsæti á þessari leiktíð og svo á næsta tímabili þá er hægt að gera kröfu á LvG um að vera með liðið í toppbaráttu. En við verðum að fá miðvörð núna í janúar og hægri bakvörð.
Rauður sláni. says
Að mínu mati á alls ekki að lána Januzaj í fyrstu deild, óskalið væri Palace þar sem hann og Zaha fengju vonandi að spila sig saman.
Við söknum klárlega Herrera, einnig Blind og Fellaini. LVG fer að ég vona að bekkja RVP til þess að koma blóði á tennurnar hans.. hefur alltof mikið traust á honum.
First XI:
———————–DDG—————-
Rafael——McNair——Rojo—-Shaw
————–Herrera——Blind———-
Di María——-Rooney——Mata——
——————-Falcao——————–
Bekkur: Lindegaard, Jones/Smalling, Fellaini. Carrick, Young, Januzaj/Wilson, RVP
Jones; er orðinn 22ja, hefur tvö ár til að finna sitt gamla form. Annars gálginn.
Fellaini; átti sirka 6-8 góða leiki, dalaði síðan aðeins 2 leiki áður en hann meiddist.
Carrick;Kannski rugl að hafa hann ekki í starter en…
Young; búinn að vera frábær, skelfilegt að hann meiddist
Januzaj/Wilson; Lömb sem þurfa að koma inná og leika sér, þurfa bara að gera það vel!
RVP; Elska að kenna honum um þegar við vinnum ekki alla leiki.
Út með 3-5-2
Inn með 4-2-3-1
GGMU
KPE says
Okkar sterkasta lið að mínu mati
De Gea
Valencia – Smalling – Rojo – Shaw
Carrick
Herrera – Di Maria
Mata
Rooney – RVP/Falcao
Eigum þá menn eins og Fellaini, Blind, Januzaj, Wilson, Young, Jones, Rafael og fl. á bekknum sem er ekki slæmt