• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið

Stoke City

Enska úrvalsdeildin

Manchester United 3:0 Stoke

Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann 15. janúar, 2018 | 9 ummæli

Manchester United heldur áfram á sigurbraut á nýju ári, eftir öruggan útisigur á Everton í deildinni og bikarsigur gegn Derby tók United á móti Stoke á Old Trafford í kvöld en leiknum lauk með 3-0 sigri á frekar döpru liði gestanna. Leikurinn var jafnframt síðasta viðureignin í 23. umferð Úrvalsdeildarinnar en með sigrinum náði United að rjúfa 50 stiga múrinn og slíta sig frá Chelsea og Liverpool sem eru með 47 stig. Skyldusigur myndu eflaust einhverjir segja en ef litið er til síðustu fimm leikja sem Mourinho hefur mætt Stoke þá enduðu þeir allir með jafntefli og því ánægjulegt að rjúfa hefðina með öruggum sigri á „lélegasta“ liði deildarinnar. Lesa meira

Efnisorð: Anthony Martial Antonio Valencia Romelu Lukaku Stoke City 9
Pistlar

Féll José Mourinho á fyrsta prófi vetrarins?

Runólfur Trausti skrifaði þann 10. september, 2017 | 5 ummæli

Eins og flestir vita gerði Manchester United 2-2 jafntefli við Stoke City á Bri … Bet 365 vellinum í gær. Það er svo sem margt verra í þessum heimi en að knattspyrnulið í Englandi vinni ekki knattspyrnuleik en það er eitthvað við jafntefli gærdagsins sem situr í mér. Ég ætla að reyna fara yfir það hér að neðan. Eina jákvæða við þennan leik er að Darren Fletcher er fyrirliði Stoke City og hann á allt gott skilið. Ég samgleðst honum en pirra mig yfir öllu öðru varðandi þennan leik. Lesa meira

Efnisorð: Jose Mourinho Pirringur Stoke City 5
Enska úrvalsdeildin

Heimsókn til Stoke

Björn Friðgeir skrifaði þann 20. janúar, 2017 | Engin ummæli

Leikurinn á morgun er fyrsti leikurinn af átta í röð sem á pappírnum eiga að vinnast og sem með góðri raunhæfni er hægt að búast við að liðið fari a.m.k. taplaust í gegnum.

Það er Stoke á bet365 leikvanginum eins og völlur Stoke heitir nú og er alveg örugglega nafnið sem stuðningsmenn nota. Síðustu þrír leikir í Stoke hafa ekki verið gifturíkir fyrir United, tvö töp og jafntefli raunin og það er á hreinu að það verður að gera betur á morgun. Lesa meira

Efnisorð: Stoke City Upphitun 0
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Stoke City

Runólfur Trausti skrifaði þann 2. október, 2016 | 23 ummæli

Hreint út sagt grátleg úrslit.

Mourinho stillti upp liðinu alveg eins og í 4-1 sigrinum gegn Leicester fyrir viku.

1
De Gea
17
Blind
12
Smalling
3
Bailly
25
Valencia
6
Pogba
21
Herrera
19
Rashford
8
Mata
14
Lingard
9
Zlatan

Varamenn: Sergio Romero, Matteo Darmian, Michael Carrick, Marouane Fellaini, Anthony Martial (’65) Memphis (82) og Wayne Rooney (’65).

Lið Stoke er eftirfarandi

Grant
Pieters
Martins Indi
Shawcross
Johnson
Cameron
Whelan
Arnautovic
Allen
Shaqiri
Bony

Leikurinn

Það tók United ekki langan tíma að skapa fyrsta færi leiksins en strax á fyrstu mínutu átti Paul Pogba gott hlaup fyrir utan teiginn hjá Stoke City sem endaði með því að hann sendi boltann utanfótar inn á Zlatan sem á einhvern ótrúlegan hátt lét Lee Grant verja frá sér. Ekki einu sinni heldur tvisvar! Lesa meira

Efnisorð: Enska úrvalsdeildin Leikskýrslur Old Trafford Stoke City 23
Enska úrvalsdeildin

Stoke á morgun

Runólfur Trausti skrifaði þann 1. október, 2016 | 1 ummæli

Klukkan 11:00 á morgun tökum við á móti Mark Hughes og félögum í Stoke City á Old Trafford.

Eftir þrjú töp í röð hafa okkar menn nú unnið þrjá leiki í röð, mótherjarnir hafa ef til vill ekki verið þeir sterkustu en sigur er sigur. Eftir 4-1 sigurinn á Leicester City um síðustu helgi þá breytti Mourinho liðinu lítið fyrir Evrópuleikinn síðasta fimmtudag og má reikna með sömu 11 á morgun og byrjuðu gegn Leicester City. Lesa meira

Efnisorð: Mark Hughes Old Trafford Stoke City Upphitun 1
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Interim pages omitted …
  • Page 5
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress