Eftir stórsigur Arsenal gegn Liverpool gafst gullið tækifæri til að taka stórt skref í átt að meistaradeildarsæti. Einnig var ljóst að með sigri myndi United komast upp fyrir Man City á töflunni þó þeir eigi reyndar núna leik til góða.
Það var vitað að van Gaal myndi ekki breyta liðinu sem hefur einmitt staðið sig svo vel að undanförnu. Eina breytingin var gerð vegna meiðsla Chris Smalling en Marcos Rojo tók sæti hans í vörninni.
Leikurinn fór af stað eins og búist var við og United gjörsamlega stjórnaði leiknum á meðan Villa virtist sátt með að liggja til baka og beita skyndisóknum. Reyndar þurfti David de Gea ekki mikið að gera í fyrri hálfleiknum þar sem vörnin og miðja United réð ágætlega við gestina. Sóknarlega má sjá að sjálfstraustið skín af Juan Mata sem unun var að horfa á í dag. Gestirnir frá Birmingham voru stálheppnir að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu og rautt spjald þegar Ciaran Clark braut á Rooney snemma leiks. Leikurinn var farinn að minna óþægilega mikið á fyrri leik liðanna þar sem United virtist fyrirmunað að skora. Annað kom þá á daginn því Ander Herrera skoraði mjög laglegt mark með vinstri á 42′ mínútu. Staðan því 1:0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var ekki jafn fjörugur og sá fyrri og meira að segja leiðinlegur á köflum. United algjörlega stjórnaði leiknum en einhverra hluta vegna náðu þeir ekki að nýta yfirhöndina til að skora aftur. Ashley Young sem hefur átt mjög gott tímabil var ekki alveg að finna sig í dag og því fékk Angel Di María tækifæri til að sýna snilli sína á 70. mínútu. Hann var þónokkuð ferskur á vinstri kantinum. Á 77.mínútu kom önnur og síðasta skipting United þá vék Marouane Fellaini af velli og í hans stað kom Radamel Falcao inná. Wayne Rooney skoraði svo glæsilegt mark á 79.mínútu eftir fína fyrirgjöf Di María. Staðan orðin 2-0 og margir farnir að anda léttar.
Innan við 2 mínútum síðar var Christian Benteke búinn að minnka muninn fyrir Villa þegar De Gea missti skot hans milli fótanna. Mjög slysalegt. Eftir það hélt leikurinn áfram þar sem frá var horfið. United var meira með boltann en Villa þó komnir á bragðið. Þökk sé spænsku tvíburunum Mata og Herrera gat maður brosað þegar sá fyrrnefndi átti góða fyrirgjöf sem Herrera renndi snyrtilega í markið í uppbótartíma og 3:1 sigur staðreynd.
Maður leiksins að mínu mati er Ander Herrera.
Liðið sem hóf leikinn:
Bring on Man City!
Rúnar Þór says
Hvað þarf aumingja Falcao að gera til að fá alvöru spiltíma? Var okkar besti maður í landsleikjahléinu (ásamt Fellaini). Skoraði mikið og ég vildi sjá hann fá amk. 30 mín en hann fékk aðeins 15 mín! Var kominn með sjálfstraust aftur eftir hléið en fær svo ekki sénsinn. Algjör synd.
T.d. Rooney (fyrir utan markið) þá var hann ekki inn í leiknum og gerði lítið, hef á tilfinningunni að fyrirliðabandið veiti öruggar 90 mín sama hvernig spilamennskan sé
En góður sigur en vildi sjá LVG ýta undir sjálfstraustið hjá Falcao og reyna að koma honum í gang í stað þess að brjóta það niður aftur
Rúnar Þór says
Herrera er að gulltryggja sæti sitt í þessu liði með þessarri spilamennsku… vel gert!
Keane says
Falcao hefur tvi midur ekki synt frabæra hluti hingad til, öfugt vid rooney. Madur veit heldur ekkert hvad gengur á bakvid tjöldin. Frábær sigur!
Cantona no 7 says
Falcao er ekki nógu góður fyrir Man Utd Rúnar Þór .
Hann er búinn að fá fullt af sénsum hjá okkur og hefur ekki nýtt það.
Góður sigur og gott tap hjá L pool.
G G M U
Hjörvar Ingi Haraldsson says
Liverpool og Southampton töpuðu í dag sem þýðir að við erum komnir í góða stöðu með að enda í topp fjórum.
Núna er bara að byrja að spila uppá annað sætið (chelsea 8 stigum yfir og eiga leik inni, þeir eru búnir að vinna deildina).
Með Falcao að þá tel ég tíma hans búin hjá okkur, gekk ekki upp því miður en ég sé samt ekki eftir því að hafa fengið hann. Kom sterk yfirlýsing fannst mér þegar hann og Di Maria.
Þó að Falcao fari eftir tímabilið að þá vil ég ekki fá annað sóknarmann. Við erum mikið núna að spila með bara einn sóknarmann (Rooney) og eigum RvP og Wilson inni.
DMS says
Sammála því. Tel ekki þörf á sóknarmanni þó Falcao fari í lok tímabils ef við ætlum að halda okkur við þetta kerfi. Mér líst samt hrikalega vel á að fá Depay í hópinn, það sem ég hef séð af kauða er mjög gott og hann virðist vilja koma.
Hvað varðar leikinn í dag þá erum við komnir í þægilega stöðu núna í meistaradeildarsæti en það gæti verið fljótt að breytast ef við náum ekki í úrslit gegn liðum eins og City og Chelsea í næstu leikjum.
Einar Ingi Einarsson says
Falcao er mikið í umræðunni, það vita allir hvað þessi stórkostlegi leikmaður hefur afrekað, ég er alltaf að vona að hann fái tækifæri í byrjunarliðinu, en svo er ekki, honum er hent inná rétt fyrir leikslok og á þá að afreka eitthvað mikið. Síðan er hann gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu góður, en hvað með Roony, hann var ekki góður í dag og sá slappasti í liðinu í leiknum við Liverpool en hann er fyrirliði og með fast sæti í liðinu, gerði reyndar stórkostlegt mark í dag, ég er sannfærður um ef Falcao fengi sama spilatíma og Roony þá væri hann farinn að raða inn mörkum. Það sem ég er að reyna að segja er að það er ekki nóg að hafa hæfileikana ef þú færð ekki tækifæri þá getur þú ekki sýnt hvað í þér býr.
Adólf Sig says
Falcao fer eftir tímabilið en ég er alls ekki sammála að við þurfum ekki að fá þá annan striker nema Chicharito verði ennþá hjá United.. Van persie er orðinn gamall og svo hefur þessi Wilson gæi ekki heillað mig en gæti svo sem sprungið út .. megum líka ekki gleyma því að Rooney er ekkert unglamb lengur orðin 30 ára og á kanski 2 góð tímabil eftir áður en það fer að hægjast á honum.
Rauðhaus says
Stórkostlega skemmtilegt að fylgjast með okkar mönnum þessa dagana. Þetta er þó ekki búið enn og sæti í topp 4 er ekki alveg tryggt.
En eitt varðandi umræðuna hér fyrir ofan. Fyrir mér blasir það við að Falcao hefur floppað gjörsamlega. Eins mikið og við vildum að það hefði verið öðruvísi þá er ekki hægt að líta framhjá þessari augljósu staðreynd. Það er einfaldlega rangt að hann hafi ekki fengið næga sénsa, hann fékk marga leiki í röð í fremstu víglínu og nýtti þá ekki. Eftir að Ronney fékk sjálfur séns fremst á vellinum hefur bitið í sóknarleiknum aukist gríðarlega. Mér finnst það hreinlega stórfurðulegt að það séu ennþá margir stuðningsmenn sem væru til í að setja Falcao inn í staðinn fyrir Rooney.
Rooney er ekki fullkominn, en hann frábær alhliða fótboltamaður sem nýtur sín best fremst á vellinum. Hann hefur frábæra hæfileika og hefur undanfarið vaxið gríðarlega í hlutverki sínu sem fyrirliði liðsins. Ég hef verið á Rooney vagninum en átti samt ekki von á því að hann væri hentug týpa sem fyrirliði. Undanfarið hefur hann sýnt mér annað og hann virðist vera mjög vinsæll innan liðsins ef mark er takandi á fjölmiðlum.
Ég held einhvern veginn að Rooney muni ekki fá þá viðurkenningu sem hann á skilið fyrr en hann hættir.