• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 Arsenal

Magnús Þór skrifaði þann 17. maí, 2015 | 8 ummæli

Manchester United tók í dag á móti Arsenal í síðasta heimaleik liðsins á tímabilinu. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð góð skemmtun og bæði lið ætluðu sér að sækja. United var þó betri aðilinn í hálfleiknum og uppskáru fínt mark þegar Ashley Young gaf boltann fyrir MEÐ VINSTRI á Ander Herrera sem átti gott hlaup á fjarstöng og senti boltann snyrtilega í netið. Þetta var 6.skot Herrera á rammann á tímabilinu og 6. markið. Ekki ónýt tölfræði það.

View image | gettyimages.com

David de Gea og Phil Jones voru í sameiningu nánast búnir að koma boltanum inn á Olivier Giroud sem hefði bara þurft að pota boltanum í autt markið en De Gea bjargaði á síðustu stundu. Skömmu áður hafði Jones bjargað ansi skrautlega eftir eigin mistök.

View image | gettyimages.com

Daley Blind átti frábært skot sem endaði því miður í Chris Smalling en hefði líkast til getað endað í netinu. Chris Smalling var einmitt spilandi fyrirliði United í dag.

Staðan í hálfleik var 1:0

Seinni hálfleikurinn var ekki jafngóður og sá fyrri. United liðið gerði lítið annað en að vera dæmt rangstætt trekk í trekk. Falcao sem hafði runnið meira í dag en listdansari á skautum var tekinn af velli og í hans stað kom Robin van Persie sem gerði nú ekki mikið.

View image | gettyimages.com

Arsenal voru mikið boltann og voru hættulegri í sínum aðgerðum. David de Gea fór meiddur af velli og fékk Victor Valdés að þreyta frumraun sína á Old Trafford þeas sem leikmaður Manchester United. Á sama tíma kom Tyler Blackett inn fyrir Marcos Rojo.

View image | gettyimages.com

Arsenal gerði líka skiptingar en Theo Walcott og Jack Wilshere komu inná fyrir þá Hector Bellerin og Santi Cazorla.

Walcott sótti mikið á Blackett sem átti í vandræðum með hraða Walcott og einn eltingarleikur þeirra tveggja endaði að lokum með sjálfsmarki Blackett.

View image | gettyimages.com

Bæði liðin sóttu hressilega eftir þetta en engin almennileg færi litu dagsins ljós og niðurstaðan því svekkjandi 1:1 jafntefli.

View image | gettyimages.com

Ljóst er að United þarf að treysta á tap hjá Arsenal í báðum leikjum þeirra sem eftir eru ásamt því að sigra Hull á útivelli.

 

Liðin sem hófu leikinn

1
De Gea
5
Marcos Rojo
4
Jones
12
Smalling
25
Valencia
17
Blind
18
Young
31
Fellaini
21
Herrera
8
Mata
9
Falcao

Bekkur: Valdes, Blackett, McNair, Di Maria, Januzaj, van Persie, Wilson.

13
Ospina
18
Monreal
4
Mertesacker
6
Koscielny
39
Bellerin
11
Ozil
34
Coquelin
16
Ramsey
19
Cazorla
17
Alexis
12
Giroud

Bekkur: Szczesny, Gibbs, Paulista, Rosicky, Wilshere, Walcott, Flamini

Efnisorð: Arsenal Leikskýrslur 8

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Karl Garðars says

    17. maí, 2015 at 15:18

    Góð baràtta og Ashley Young ætlar ser að verða maður leiksins :)

    0
  2. 2

    Lampi says

    17. maí, 2015 at 15:44

    Þessi skallatækling hjá Philly er gull

    0
  3. 3

    Jón Þór Baldvinsson says

    17. maí, 2015 at 16:12

    Menn taka vonandi af sér skautana í hálfleik og hætta að renna sér um allann völl í seinni.

    0
  4. 4

    Rúnar Þór says

    17. maí, 2015 at 17:04

    Virkilega óverðskuldað stig sem Arsenal fékk.

    Tyler Blackett kostaði okkur leikinn. Hann hélt ekki línu og spilaði Walcott réttstæðann og fékk svo boltann í sig. Er alls ekki viss um að Blackett eigi eftir að spia fyrir United, Mcnair er mun betri.

    0
  5. 5

    Ingvar says

    17. maí, 2015 at 17:33

    Skil ekki af hverju LVG setur ekki Di Maria inn fyrir Rojo og setur Young í bakvörðinn. Ekta leikur fyrir Di Maria að koma inn á þegar Arsenal voru farnir að opna sig baka til. Við þurftum alltaf að bæta markatöluna til að það yrði raunhæft að ná þriðja sætinu, þess vegna skil ég ekki afhverju hann gerir svona chicken skiptingu .

    Ekki hægt að kenna greyið Valdes um þetta mark, en þetta er þriðja „deflaction“ markið sem við fáum á okkur í röð.

    0
  6. 6

    Atlas says

    17. maí, 2015 at 21:15

    Mér finnst menn dæmi frammistöðu of mikið af úrslitum. Er virkilega sáttur með frammistöðu okkar manna í dag. Það er himinn og haf á milli leiks okkar manna núna og í fyrri leiknum gegn Arsenal, þar sem við stálum óverðskuldað þremur stigum.
    Mér finnst við vera í hraðri framför í að spila boltanum út úr þröngum stöðum. Hreyfanleikinn er að aukast mikið og menn farnir að setja boltann meira í eyður þar sem félagarnir mæta og taka við boltanum. Við höfðum góða stjórn á þessum leik, en ég er reyndar sammála því að ég hefði frekar viljað Young í bakvörðinn þegar Rojo var orðinn þreyttur.
    Young var alveg frábær í þessum leik, tók menn á eins og ekkert væri, var með fínar sendingar, vann vel til baka og tæklaði nokkrum sinnum glæsilega. Hann hlýtur að verða valinn í næsta hóp hjá enska landsliðinu.
    Herrera var sömuleiðis frábær á miðjunni. Frábær afgreiðsla í markinu þar sem hann lét þessa afgreiðslu líta út fyrir að vera auðvelda. Hann er mjög hreyfanlegur, skilar boltanum vel frá sér og vinnur auk þess vel til baka.
    Þá fannst mér Valencia eiga einn sinn besta dag í bakverðinum og svei mér þá ef hann er ekki bara að vaxa vel inn í þessa stöðu. Hann vann mjög marga bolta í dag og ótal sinnum gerði hann það með því að stiga út menn og nota líkamlegan styrk.
    Margir aðrir áttu góðan dag og mér finnst Smalling í mikilli framför svo dæmi sé tekið.
    Varðandi markið þá fær Blackett á sig hrikalega fljótan mann þar sem Walcott er. Mér fannst Blackett ekki eiga slæma innkomu, tæklaði boltann nokkrum sinnum vel af Walcott og spilaði boltanum ágætlega frá sér. Ungir menn verða hins vegar að fá að taka út sín mistök meðan þeir eru að sækja sér reynslu. Hverning var de Gea fyrsta tímabilið með okkur?
    Í markinu gæti ég trúað að Valdes hefði hugsanlega gert betur væri hann í betri leikæfingu, Fannst hann fara fullfljótt úr horninu. Maður spyr sig líka að því hvort hann hefði verið farinn ef Walcott hefði reynt að skjóta.
    Ég hlakka mikið til næsta tímabils og er með miklar væntingar til liðsins. Held það eigi ennþá mikið inni.
    Ef Arsenal vinnur Sunderland í vikunni fáum við vonandi að sjá bæði unga leikmenn og þá sem spilað hafa lítið.
    Það væri gaman að sjá Januzai, di Maria, Perreira, Wilson og jafnvel einn kjúkling í viðbót fá einhvern spiltíma.

    0
  7. 7

    Hjörtur says

    18. maí, 2015 at 09:35

    Frábær fyrri hálfleikur, og þar áttum við að gera út um þennan leik. Að taka Falcao út fyrir VP held ég að hafi verið rugl, Falcao sívinnandi kanski heldur oft í grasinu, en VP í því að vera rangstæður. Það er ekki hægt að tala um að einhver einn leikmaður hafi kostað okkur leikinn, þetta var varnarvinna sem TB var að reyna að vinna, og bara óheppni að boltinn breitti um stefnu. En góður leikur þó óskin hafi verið 3 stig.

    0
  8. 8

    Hjörvar Ingi Haraldsson says

    19. maí, 2015 at 09:46

    „Chris Smalling: A top-four finish is no reason to celebrate – Manchester United must challenge for titles“

    Ég var mjög hræddur á tímabili að leikmenn United myndu láta eins og Arsenal gerði fyrir nokkrum árum, þegar þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið deildina þegar þeir náðu fjórðasætinu. Ánægður að sjá að það verður ekki þannig

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Steve Bruce um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um United 2:0 Nottingham Forest
  • Helgi P um Manchester United 3:1 Reading
  • Steve Bruce um Nottingham Forest 0:3 Manchester United
  • Helgi P um Nottingham Forest 0:3 Manchester United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress