• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Meistaradeild eða Evrópudeild: Club Brugge á morgun

Björn Friðgeir skrifaði þann 25. ágúst, 2015 | 5 ummæli

Stutta útgáfan:

Ef United tapar ekki 2-0 á morgun verðum við í Meistaradeildinni! Það er skyldusigur!!

Alvöru upphitunin

Það er úrslitaleikur á morgun, Markið sem Marouane Fellaini skoraði á síðustu sekúndu á Old Trafford þýðir að liðið er í sterkri stöðu og einungis stórslys mun koma í veg fyrir að Manchester United leiki í Meistaradeild Evrópu í vetur.

View image | gettyimages.com

En slysin gerast á vellinum eins og annars staðar og United þarf að koma inn í þennan leik af fullri festu og einurð. Daily Mail reiknaði að United gæti hagnast um 100 milljónir punda með að komast áfram… en þá voru þau reyndar búin að bæta við því smáatrið að United færi alla leið og ynni keppnina. Hvað um það, heiðurinn og peningar að veði

18 manna hópurinn gegn Brugge er svona:  Romero, Johnstone; Blind, Darmian, McNair, Shaw, Smalling; Carrick, Fellaini, Herrera, Mata, Schneiderlin, Schweinsteiger, Young; Hernandez, Januzaj, Memphis, Rooney.

Ég ætla því að spá nær óbreyttu liði.

20
Romero
23
Shaw
17
Blind
12
Smalling
35
Darmian
28
Schneiderlin
16
Carrick
7
Memphis
11
Januzaj
8
Mata
10
Rooney

Ég hefði viljað sjá men eins og Rojo, Pereira og Wilson í hóp, en það eru engir sénsar teknir og liðið á að halda áfram að spila sig saman

Verkefni Club Brugge á heimavelli er mjög erfitt. Þeir spiluðu ágætlega í fyrri leiknum en núna þurfa þeir að skora tvö mörk án þess að fá á sig mark. Þeir hljóta að liggja vel til baka, og horfa til leiksins okkar gegn um Newcastle og vona að við verðum á sömu skotskóm og þar. Tveir leikmanna þeirra úr fyrri leiknum verða frá, Tommy Simons vegna meiðsla og Brandon Mechele er í banni.

Eitthvað er óljóst hvað af leikmönnum Brugge sem voru meiddir í fyrri leiknum verða tilbúnir á morgun en um helgina tapaði Brugge fyrir Zulte Waregem þannig að ekki fara þeir með betri úrslit en við inn í þennan leik. Í þeim leik byrjuðu fimm leikmenn sem ekki spiluðu á Old Trafford. Victor Vazques sem á að vera bestur þeirra Brugge manna var víst arfaslakur og er með hugann við að komast frá Brugge. Sagt er að ef hann bæti sig ekki þá verði hann bekkmaður og þá sé betra að selja hann.

Við ljúkum þessu með að sýna ykkur smá brot úr þekktri auglýsingamynd fyrir Bruggeborg

Útkoman verður svo ljós annað kvöld, leikurinn hefst kl 18:45 að íslenskum tíma.

Efnisorð: Club Brugge Upphitun 5

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Auðunn Atli says

    25. ágúst, 2015 at 14:36

    Er Rojo meiddur eða hvað er í gangi með hann?

    0
  2. 2

    Karl Garðars says

    25. ágúst, 2015 at 18:35

    Get ekki beðið eftir að sjá Boli Bolingoli Mbombo aftur. Fokdýrt nafn svo ekki sé meira sagt!! :)

    0
  3. 3

    Bjarni Sveinbjörn says

    25. ágúst, 2015 at 20:46

    2-1 fyrir heiminn og við því àfram. Skiptir litlu hver skorar markið, kannski Rooney eða sjàlfsmark. Að komast àfram mun tryggja okkur 1-2 nýja leikmenn àður en glugginn lokar. En Neymar, hef ekki hlegið eins mikið í mörg àr:)

    0
  4. 4

    Rauðhaus says

    26. ágúst, 2015 at 12:47

    Ansi háværar raddir á Twitter um að Herrera muni starta. Vona að það sé rétt.

    0
  5. 5

    Helgi P says

    26. ágúst, 2015 at 13:29

    já við þurfum meiri sóknarþunga í þetta lið vona að Herrera starti í þessum leik

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Magnús Þór um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Arni um Manchester Utd 3:1 Fulham
  • Bjarni um Önnur ferð til Sevilla!
  • Egill um Real Betis 0:1 Manchester United
  • Helgi P um United 0 – 0 Southampton

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2023 · Keyrt á WordPress