• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Meistaradeild Evrópu

Manchester United 2:1 Wolfsburg

Magnús Þór skrifaði þann 30. september, 2015 | 13 ummæli

Lið United var óbreytt frá leiknum gegn Sunderland. Það gladdi marga stuðningsmenn liðsins að sjá Andreas Pereira og James Wilson á bekknum. Ander Herrera og Antonio Valencia voru tæpir fyrir leikinn en Valencia gat þó byrjað leikinn á meðan Herrera var ekki í hóp. Luiz Gustavo leikmaður Wolfsburg var ekki með vegna meiðsla en hann er fastamaður í djúpri tveggja manna miðju.

View image | gettyimages.com

Fyrri hálfleikur

Leikurinn fór frekar fjörlega af stað. Wolfsburg voru mjög aggresívir og náðu að skora strax á 4. mínútu eftir að spila vörn United sundur og saman alltof auðveldlega. Í endursýningum kom í ljós að Valencia gleymdi sér og var alltof aftarlega á meðan fjórir leikmenn voru allir vinstra megin í teignum. Markaskorari gestanna var Daniel Caligiuri.

View image | gettyimages.com

Þýska liðið var gjörsamlega frábært fyrstu 20 mínútur leiksins og United virtist vera gjörsamlega á hælunum. Wolfsburg voru ánægðir með liggja aftur eftir markið og beita skyndisóknum sem voru margar ansi hættulegar.

United fór aðeins að sækja í sig veðrið og jók tempóið í spili sínu og náði mörgum frambærilegum sóknum en erfiðlega gekk þó að koma boltanum í markið.

Á 33. mínútu gerðist Caligiuri markaskorari Wolfsburg skúrkur þegar hann setti höndina í boltann inni í teig og fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Einnig upskar hann gult spjald.

Á punktinn steig Juan Mata sem skoraði af miklu öryggi framhjá Benaglio.

View image | gettyimages.com

Staðan í hálfleik 1:1.

Seinni hálfleikur

Louis van Gaal gerði eina breytingu í hálfleik en Ashley Young kom inn fyrir dapran Valencia sem var greinilega ekki alveg 100%. Young fór þá í hægri bakvörðinn.

Wolfsburg byrjaði seinni hálfleikinn vel og ætlaðu sér greinilega að ná öðru marki en Smalling, de Gea og félagar ætluðu að sjá til þess að það gerist ekki.

Á 53.mínútu átti Young hlaup upp kantinn og setti boltann fyrir á Juan Mata sem átti stórkostlega hælsendingu á Chris Smalling sem skoraði laglegt miðvarðarmark. Allt í einu var United komið yfir og var algjörlega í bílstjórasætinu.

View image | gettyimages.com

Því miður fyrir utan Young gerðu skiptingarnar í seinni hálfleiknum meira ógagn en gagn. Andreas Pereira kom inná fyrir Memphis sem átti fínan leik í kvöld en fékk reyndar dæmt óskiljanlegt gult spjald skömmu áður en hann var tekinn af velli.

Þegar rétt rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum þá var Schweinsteiger orðinn þreyttur. Þar sem enginn Carrick né Herrera voru á bekknum þá var það Phil Jones sem kom inná fyrir hann.

Þessi skipting lukkaðist ekki vel. Allt control og yfirvegun sem United hafði haft í leiknum var alveg farið og gestirnir lágu í sókn meira og minna það sem eftir var leiks og höfðu sett „snillinginn“ Nicklas Bendtner inná til að freista þess að jafna þennan leik.

Sem betur náðu vörnin og David de Gea að sjá við þeim og tryggja United stigin 3 sem voru lífsnauðsynleg.

View image | gettyimages.com

Maður leiksins

8 Juan Mata
Juan Mata

Byrjunarlið kvöldsins

Manchester United

1
De Gea
36
Darmian
17
Blind
12
Smalling
25
Valencia
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
10
Rooney
8
Mata
9
Martial

Bekkur: Romero, Jones (Schweinsteiger), Young (Valencia), Wilson, Fellaini, McNair, Pereira (Memphis).

VfL Wolfsburg

1
Benaglio
34
Rodriguez
18
Dante
25
Naldo
15
Träsch
27
Arnold
23
Guilavogui
10
Draxler
11
Kruse
7
Caligiuri
12
Dost

Bekkur: Grün, Bendtner (Dost), Schäfer, Klose, Schürrle (Arnold), Jung (Träsch), Seguin.

Efnisorð: Leikskýrslur Wolfsburg 13

Reader Interactions

Comments

  1. Jong says

    30. september, 2015 at 18:11

    kemst herrera ekki einu sinni á bekkinn lengur?

  2. Helgi P says

    30. september, 2015 at 18:13

    er herrera einhvað meiddur

  3. Magnús Þór says

    30. september, 2015 at 18:21

    Já, hann og Valencia voru báðir tæpir fyrir kvöldið.

  4. Bjarni Sveinbjörn says

    30. september, 2015 at 19:12

    „Learning process“

  5. Helgi P says

    30. september, 2015 at 19:25

    djöfull þarf hann Depay að læra gefa boltan

  6. Krummi says

    30. september, 2015 at 20:12

    Ég græt ef bendtner skorar

  7. Hjörtur says

    30. september, 2015 at 20:40

    Sammála Helga, finnst Depay alltof eigingjarn með boltann, hefði frekar viljað sjá AJ inná. En þetta marðist, það er fyrir mestu.

  8. Ingvar says

    30. september, 2015 at 22:18

    Hörður ertu að meina Adnan Januzaj sem er hjá Dortmund? :)

  9. Keane says

    30. september, 2015 at 23:03

    Ingvar, ertu að meina Hjörtur :)
    Fínn sigur, áttum að skora meira, Rooney minn..

  10. Stefán (Rauðhaus) says

    30. september, 2015 at 23:47

    Heilt yfir var þetta bara fínn og bráðnauðsynlegur sigur, frábær þrjú stig. Þetta Wolfsburg lið er bara mjög öflugt og ekkert sjálfsagt að leggja það af velli.
    Nokkrir punktar um lliðið, bæði jákvæðir og neikvæðir:

    1. Anthony Martial: Skoraði ekki í þetta skiptið en maður lifandi hversu mikil ógn er af honum og hversu svakalega andstæðingarnir þurfa að hafa fyrir því að gæta hans. Ég er algjörlega í skýjunum með það hve magnaður hann hefur verið og hversu mikil gæði hann hefur að bera – þau hverfa nefnilnlega ekki.

    2. Bastian Schweinsteiger: Talað er um að hann hafi kostað 6-7m punda, sem er ekkert annað en RÁN UM HÁBJARTAN DAG. Hann er akkúrat það sem vantaði í liðið og hefur e-h óskilgreinanlegt, svakalegt presence inn fótboltavelli. Hann er bara algjör foringi af náttúrunnar hendi og okkur hefur vantað svona týpu á miðsvæðið í talsverðan tíma.

    3. Memphis: Greyið strákurinn reynir og reynir… reynir eiginlega allt of mikið! Maður sér einhvern veginn alveg að hann hefur mikil æði í sér sem munu á endanum skila sér í gegn, en það verður samt að viðurkennast að hann hefur valdið vonbrigðum allnokkrum leikjum.
    Og eins asnalega og það kann að hljóma, þá fyndist manni ekki óeðlilgt ef Memphis fengi smá kælingu á bekknum á næstunni á meðan Ashley Yoyng myndi byrja inná.

    4. Juan Mata: Hversu fáránlega góður er Mata og hversu fáránlega frábær manneskja er hann? Hann hefur verið á eldi þetta tímabil og hefur mikkið til gertþað í leyni!!!
    Það er hægt að fullyrða að allir Man.utd. aðdáendur og allir Chelsea aðdáendur elska gaurinn. Það er líka nánast hægt að fullyrða að flestallir aðrir knattspyrnuaðdáendur kunna vel að meta hann og bera mikla virðingu fyrir svona karakter… hann líklega mesti „nice guy“ í knattspyrnuheiminum.

    5. LvG.
    Hvað er hægt að segja? Fyrir mína parta: „Nákvæmlega það sem ég vonaðist til að þú bærir með þér; presence, skýr stefna, sjálfstraust, dass af hroka*, winning mentality, reynsla. – allt það sem þarf til að höndla það að stýra alvöru stórliði!

    Bkv.

  11. Tony D says

    1. október, 2015 at 00:02

    Þetta var smá tense í lokin en frábært að sigla svona leik í hús samt sem áður. Það er ekki spurning að Depay muni hrökkva í gang en ég er alveg viss um að hann muni gera stórkostlega hluti ef hann er ekki rifinn úr byrjunarliðinu en allt í lagi að kannski setja hann á bekkinn í svona einn eða tvo leiki ef þetta dettur ekki inn fljótlega. Hann er greinilega enn að aðlagast og minnir mig rosalega á hinn óheflaða CR7 í byrjun. Eigingjarn, lengi á bolta, er oft einn að gera allt saman, kemur sér í færi, reynir of flókna hluti o.fl.

    Flott að Perieira fái nokkrar mínútur en mér fannst hisnvegar skiptingin koma aðeins of snemma. Sérstaklega þar sem Wolfsburg var að gera sóknarskiptingu á sama tíma. En flott efni þessi drengur. Van Gaal mætti samt fara að gefa Wilson smá breik í liðinu á næstunni líka.

    Er það bara satt að Smalling ætli að fara að spila af svona stöðugleika? Hvað er að frétta?

    Annars heilt yfir sáttur með sigurinn og fínn leikur á köflum

  12. Helgi P says

    1. október, 2015 at 07:05

    það er nú bara fáránlegt að við séum búnir að vinna svona marga leik með Rooney svona lélegan í öllum leikjum sem við spilum

  13. Snorkur says

    1. október, 2015 at 11:19

    Góður sigur :) mikið stress í lokinn en ljúft

    Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skiptingar taka allan takt úr liðinu .. eitthvað sem ekki er oft talað um varðandi LVG .. tók einnig eftir þessu þegar hann var með Hollland (þegar ég hélt með þeim og Ísland var ekki besta landslið í heimi) honum hefur einhvern veginn tekist að hafa umfjöllun um skiptingar þannig að bara sé rætt um þær þegar þær heppnast vel

    Smalling er að verða helvíti góður .. rautt spjald í fyrra (á móti city minnir mig) .. og síðan bara ekkert verið að taka nein feilspor :)

    Þetta er allt saman voða fínt eins og er … á toppnum í deild og svona .. hefur hins vegar ekki verið neitt mjög samfærandi en þetta bara er svona… gæti mögulega orðið enn betra ef við myndum lána Rooney :P

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • sófinn um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Helgi P um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Elis um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Halldór Marteins um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi
  • Steve Bruce um Manchester United 5-4 Lyon: Sá góði, sá vondi og sá ótrúlegi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2025 · Keyrt á WordPress