United tók á móti Stoke í kvöld í alveg hörkuskemmtilegum leik. Já þið lásuð rétt, United spilaði vel í skemmtilegum knattspyrnuleik. Svo til að kóróna allt saman þá skoraði liðið í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni heldur tvisvar! Liðið skoraði svo úr skyndisókn. Tvisvar! Svei mér þá, ég held bara að ég sé orðinn hið opinbera lukkudýr United. Tvær upphitanir í röð, tveir sigrar og 6 mörk! Not too shabby.
United stjórnaði leiknum alveg frá því að Roger East flautaði leikinn á þar til leikmennirnir löbbuðu af vellinum. Van Gaal og Mark Hughes, stjórar liðanna, ákváðu að stilla liðunum svona upp í dag:
United gaf tóninn strax á 2. mínútu er það komst í fína sókn en skot Mata fór rétt framhjá. Eftir það sótti United nánast stanslaust og fikraði sig alltaf nær því að komast yfir. Það skilaði loksins árangri á 14 mínútu þegar United skoraði fyrsta mark leiksins, sem svo merkilega vill til er það fyrsta sem United skorar í fyrri hálfleik síðan í september á síðasta ári.
Boltinn barst til Bortwich-Jackson á vinstra megin við vítateig Stoke. Ungi peyjinn kom með þessa afspyrnu flotta fyrirgjöf inn í teig þar sem Lingard var galopinn eftir varnarmistök Affaley og átti Lingard í engum erfiðleikum með að skalla boltann snyrtilega í netið.
https://twitter.com/utdreport/status/694615219113431040
Það var alveg greinilegt að United var í stuði til að hefna sín fyrir tapið á Brittania annan í jólum. Á 23′ mínútu náði United að skora alveg hreint útsagt stórglæsilegt mark, í raun það besta sem ég er búinn að sjá frá liðinu í talsvert langan tíma (Mata gegn Liverpool máske?). United kemst í flott skyndisókn, Mata fær boltann á hægri kantinum og þegar tveir varnarmenn nálgast hann þá smeygir hann knettinum laglega yfir á Rooney. Fyrirliðinn með fínni fyrirgjöf kemur boltanum yfir til Martial sem á þetta stórglæsilega og óverjandi skot. Horfið bara á þetta.
https://twitter.com/FootieFeasts/status/694622154537725952
Á þessum tímapunkti var einungis hægt að segja eitt: „Velkomið aftur Manchester United! Við höfum saknað ykkar.“
Í þessum þrælskemmtilega fyrri hálfleik náði United 12 skotum. Tólf! Til viðmiðunar þá hefur United, í síðustu átta leikjum, einungis einu sinni náð svo mörgum skotum í heilum leik. Ef maður vill vera neikvæður og finna eitthvað til að setja út á, þá hefði Mata átt að bæta við 1-2 mörkum en þegar maður er byrjaður að kvarta yfir slíku þá veit maður að liðið er búið að spila vel.
Á 50’mín náði dómari leiksins, sem var án efa versti maður vallarins, að ræna af United marki er United komst í stórhættulega skyndisókn. Rooney vann boltann í baráttu við Johnson og náði að skora laglega framhjá markmanni Stoke en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað dómarinn að dæma mjög seint brot á Rooney. Afskaplega léleg dómgæsla þarna á ferð.
Dómari leiksins gat hinsvegar ekki stöðvað Rooney þremur mínútum síðar er United komst í aðra sókn (já, þetta var afskaplega skemmtilegur leikur!), boltinn barst til Martial sem lagði hann flott upp fyrir Rooney sem gat ekki annað en skorað. 3-0!
https://twitter.com/utdreport/status/694629009519460352
United hélt áfram að stjórna leiknum og var maður á 70′ mín byrjaður að vona að LVG myndi fara gera einhverjar skiptingar til að gefa leikmönnum eins og Memphis og Pereira smá sjálfstraust ásamt því hvíla menn fyrir stórleikinn gegn meisturum Chelsea um næstu helgi.
Hann varð loksins að ósk minni á 79′ mín þegar hann tók Martial af velli og setti Memphis inn á. Stuttu síðar henti hann fyrir Herrera fyrir Fellaini og Pereira inn fyrir Mata. Allir áttu fína innkomu en lítið markvert gerðist eftir þetta fyrir utan flott skot hjá Memphis.
Á 93′ mínútu flautaði dómarinn svo leikinn af og yfirgáfu allir stuðningsmenn United völlinn brosandi út að eyrum. Svona viljum við sjá United spila.
Maður leiksins
Pælingar
Eftir leikinn voru dönsku þulirnir í imbakassanum mínum að ræða það hvað frammistaða liðsins hefði minnt þá á gamla góða United. Liðið hefði verið sprækt sóknarlega, menn að taka áhættur og að hafa gaman af því að spila. Það er ekki hægt að neita því en það verðua líka að nefna það að Stoke kom með plan sem er ólíkt því sem við höfum fengið að sjá frá öðrum liðum á Old Trafford. Stoke var ekkert að pakka í vörn heldur ætluðu Mark Huges og félagar að sækja og sigra. Það gaf leikmönnum United aukið pláss sem þeir nýttu sér vel.
United þurfti á þessari frammistöðu og úrslitum að halda. Eftir tilkynningu Manchester City um að Pep Guardiola yrði stjóri þeirra á næsta tímabili, þá veit ég ekki hvað stuðningsmenn United hefðu gert ef þessi leikur hefði spilast eins og á Brittania vellinum fyrr á þessu tímabili.
Á meðan leik stóð var mikið rætt um hvert í ósköpunum hefði Giggs horfið. Eins og gerist á Twitter, þá fór allt á fullt og fólk byrjað að tala um að hann væri að fara taka við stjórastöðu Celtic. Það tók enga stund að skjóta þann orðróm niður og svo kom í ljós að hann haðfi fengið leyfi vegna veikinda í fjölskyldunni.
Í viðtalinu eftir leikinn gat Van Gaal ekki falið það hversu ánægður hann var með frammistöðu liðsins.
I am a very happy coach because I have seen fantastic goals, team goals, where we are building up from the back and finishing like that, and also controlling the game in the second half. Michael Carrick said to me after the match that it is so different when you score the early goal. We had a lot of chances to score in the first half also in previous matches but you have to finish, and now we are finishing and still creating more.
I think we have played in the first half attacking- wise very good. In the second half we were more controlling and we didn’t give any chances away against a team like Stoke. That is remarkable because they always make it difficult.
I think in 2016 we have only lost against Southampton in the last minute. We have more confidence maybe. I cannot say we now have more confidence because we lost to Southampton at home and that can never be. At home you have to win but I hope it gives us motivation to continue because in Derby we played very well also. Three goals eh? In a row!
Það er eitt sem maður getur ekki annað en velt fyrir sér, það er pælingin hvort Van Gaal sé búinn að sjá að sér og sé búinn að breyta leikstíl liðsins. Að síðustu tveir leikir séu ekki undantekning heldur hið nýja United undir stjórn Van Gaal. Ekki myndi ég kvarta yfir því. Ætli við fáum ekki staðfestingu á því í næsta leik þegar Van Gaal heimsækir Chelsea á Stamford Bridge?
Að lokum
Í öðrum fréttum þá gerði Arsenal jafntefli gegn Southampton, City vann Sunderland 1-0, Spurs unnu Norwich 3-0, West Ham unnu Villa 2-0 og Leicester vann Liverpool með tveimur mörkum gegn engu. Það þýðir að United náði því miður einungis að sækja 2 stig á Arsenal í þessari umferð.
Svona lítur taflan út eftir þessa umferð:
Enda þetta á frekar magnaðri tölfræði:
In each of the last 11 seasons, the Premier League leaders on Feb. 1 went on to win the title.
Mr.T says
Jæja. Loksins er sóknarbolti
Mr.T says
Undir í possession 43-57% og 3-0. Bring it on
Auðunn says
Veit einhver afhverju Giggs var ekki á bekknum?
Flottur leikur og góður sigur.
Tryggvi Páll says
Veikindi í fjölskyldu Giggs segir Independent.
Rúnar P says
Held að Elli að skrifa alla „Pre Game“ pistla það sem eftir er af þessu tímabili, þrjú mörk í báðum leikjum!
Dogsdieinhotcars says
Ég er búinn að segja í allan vetur að Wayne Rooney og hans Team eru að miða á að Rooney verði fyrirliði þegar England slysast til að vinna EM. Hann mun verða í betra formi eftir því nær dregur sumri. Fáum samt aldrei aftur 2008 módelið af Rooney.
Siggi P says
Sá bara fyrri hálfleikinn og vissulega var þetta margfallt betra en maður á að venjast. Vonum þetta run endist smá. En þetta topp 4 virðist erfitt að brjóta niður.
Eitt sem ég hnýt við í svari LVG. Leikmaður segir að það geri allan mun að skora snemma. Þetta hljómar eins og algjör uppljómun fyrir hann. Erum við að fara að sjá breytta taktík? Við fáum varla svarið á sunnudaginn. Búist þá við mjög ströngum varnarleik og gamla góða LVG leikplaninu að reyna að lauma inn einu marki til sigurs.
Omar says
Tvímælalaust skemmtilegasti leikur sem ég hef séð mína menn spila í vetur.
Gaman að sjá hraðann, baráttuna og sóknarþungann (sérstaklega í fyrri hálfleik.
Martial okkar mesta efni var hreint út sagt frábær. Það var alltaf hætta í kringum hann, lét Johnson líta út eins og fimmtugan trukkabílstjóra (finnst reyndar eins og ég sé að móðga trukkabílstjóra) nokkrum sinnum í fyrrihálfleik. Mata var skapandi og sýndi hversu mikið af leikskilning, tækni og sendingagetu býr í honum. Rooney að berjast eins og ljón og svaraði vel fyrir sig þegar ranglega var dæmt af honum mark með því að skora strax í næstu sókn á eftir. Carrick traustur á miðjunni (þó svo honum vanti ögn á hraðann) þá er hausinn vel í lagi.
Og svo voru það ungu mennirnir Bortwich-Jackson og Lingard sem stigu vel upp í þessum leik og stóðu sig báðir með prýði.
Vill ekki jinxa neinu með því að missa mig í ofur-bjartsýni, en djöfull gladdi þessi leikur United hjartað :)
Karl Garðars says
Gaman að þessu. Góður leikur og mikið ofboðslega var gott að sjá Rooney aftur. Ég var búinn að sakna hans þvílíkt.
Án þess að vilja jinxa þetta og missa mig í Þórðargleðinni og kannski það sem verra er að hljóma eins og púllari, þá hef ég einhvern veginn á tilfinningunni að það séu töluvert bjartari tímar framundan. Því til staðfestingar ætla ég að finna mér leik og skreppa á OT.
GGMU!
Dogsdieinhotcars says
Einn moli: Borthwick-Jackson er bara hörkuefnilegur bakvörður. Ég er mikill Shaw maður en CBJ ætlar ekki að láta þetta tækifæri renna sér úr greipum.