• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Evrópudeildin

Úrslitadagur – Stemmning í Stokkhólmi

Björn Friðgeir skrifaði þann 24. maí, 2017 | 2 ummæli

Það er úrslitadagur. Stemmningin í Stokkhólmi er góð en er vissulega lituð af fjöldamorðinu í Manchester á mánudagskvöld. Stuðningsmenn United eru ekki eins glaðir og kátir og venjulega en gera engu að síður sitt til að hita upp fyrir slaginn í kvöld.

Fréttir af liði United eru að allir séu afskaplega slegnir og það er spurning hversu mjög það mun koma til að hafa áhrif á liðið í kvöld. Við vonum það besta en mikilvægi leiksins er orðið minna í hugum fólks heldur en það var fyrir 36 tímum síðan.

En þetta er samt úrslitaleikur í Evrópukeppni og þetta er samtliðið okkar og við ætlum að reyna að njóta dagsins aðeins.

Sérlegur útsendari Rauðu djöflanna, Árni Torfason, er í Stokkhólmi til að mynda stemmninguna fyrir leik og á leiknum og munum við njóta afrakstursins hér

[URIS id=73890]

Hér verða einnig sett inn bestu tíst dagsins, fram að leik sem hefst 18:45 að íslenskum tíma þannig það er óhætt að líta við oft.

Við minnum á upphitanirnar báðar, þá fyrri um United í Evrópuúrslitum og leiðina til Stokkhólms, og þá seinni um liðin og leikinn, að ógleymdu Djöflavarpinu sem rýndi í leikinn.

 

Man Utd fans begin to gather at the Friends Arena here in Stockholm ahead of tonight's Europa League final. In support & in remembrance pic.twitter.com/ZZmoM9zX5v

— Dan Roan (@danroan) May 24, 2017

Tíst frá æfingunni í gærmorgun:

Fellaini, Mitchell, Mctominay, Rooney, Tuanzebe, Jones and Fosu – Mensah all training in a small group separately from the main squad. #mufc

— Charlotte Duncker (@CharDuncker) May 23, 2017

Efnisorð: Myndir Stemmning Stokkhólmur Upphitun 2

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Auðunn says

    24. maí, 2017 at 10:52

    Mikilvægi leiksins er jafnmikið núna og það var fyrir 36 tímum, það er amk mín skoðun.
    Auðvita hafa svona hræðilegir atburðir áhrif, annað væri ekki mannlegt en það er samt jafn mikilvægt fyrir United að vinna þennan leik og áður.
    Það besta sem United getur gert fyrir borgina og íbúa Manchester í dag er að fara heim með bikarinn.
    Nú er staður og stund til að vera sterkur og sýna þessu hyski sem stendur fyrir því vonda í heiminum að United stendur fyrir sameinuð öll sem eitt og hún er sterkari en allt annað.
    Leikmenn United verða að fara í þennan leik stoltir, einbeittir og hugaðir.

    8
  2. 2

    Bjarni says

    24. maí, 2017 at 11:42

    Leikmenn eru vonandi rétt gíraðir fyrir þennan leik, þetta er úrslitaleikur og flestir vilja spila svona leiki. En því miður eru sumir sem höndla ekki svona leiki og spila langt undir getu því við erum langt í frá að vera gallalaust lið. Þurfum að spila vel á styrkleikunum í þessum leik, jafnvel betur en við höfum gert í vetur. Er rólegur yfir þessum leik aldrei þessu vant, ætla að njóta þess að horfa á liðið spila úrslitaleik. Ajax er frábært lið með fullt af efnilegum, skemmtilegum leikmönnum, vel skipulagðir en líka með sína veiku hlekki þannig að þetta verður vonandi skemmtilegur úrslitaleikur.
    GGMU

    0

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Helgi P um Manchester United 3:1 Newcastle United
  • gummi um Manchester United 3:1 Newcastle United
  • Cantona no 7 um Manchester United 3:1 Newcastle United
  • Scaltastic um Manchester United 3:1 Newcastle United
  • Rúnar+P. um Manchester United 3:1 Newcastle United

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2021 · Keyrt á WordPress