• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

Rauðu djöflarnir

  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
  • Forsíða
  • Hópurinn
  • Greinasafn
  • Twitter
  • Leikir
  • Meiðsli
  • Djöflavarpið
Almennt

Opinn þráður og spurningar fyrir podkast

Halldór Marteins skrifaði þann 27. febrúar, 2018 | 7 ummæli

Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á mánudag, leikmenn eru að spóka sig í hinum ýmsu stórborgum heimsins þessa dagana og okkur datt í hug að bjóða upp á opinn þráð þar sem lesendur okkar geta komið með umræðupunkta að eigin vali.

Eftir síðustu leikskýrslu spruttu upp áhugaverðar umræður þar sem einn af okkar dyggustu lesendum, Auðunn Atli, kom með þann punkt að við í ritstjórn Rauðu djöflanna, og fleiri, værum of mikið að einblína á vörnina sem vandamál þegar liðið ætti frekar að horfa á aðra hluti. Hvað finnst ykkur um það? Er óþarfi að styrkja vörnina mikið ef miðjan og sóknarleikurinn fær í staðinn almennilega yfirhalningu?

Við stefnum svo á að taka upp nýjan þátt af podkastinu okkar annað kvöld, miðvikudagskvöld. Við viljum endilega fá að heyra í ykkur með spurningar og uppástungur að umræðuefnum. Það er auðvitað gefið að við munum ræða ákveðna hluti í podkastinu en endilega hendið á okkur spurningum, sérstaklega ef það gæti verið eitthvað sem við myndum annars ekki ræða.

Orðið er laust.

Efnisorð: Djöflavarpið 7

Reader Interactions

Athugasemdir

  1. 1

    Helgi P says

    27. febrúar, 2018 at 15:13

    ef við ætlum að berjast um stóru titlana þá verðum við að skipta út allri vörnini fyrir útan Bailly við erum ekki að fara vinna lið eins og barca eða bayern með smalling og young þarna aftast

    3
  2. 2

    Sindri says

    27. febrúar, 2018 at 17:28

    Miðjan.
    Það hefur legið í loftinu í nokkra mánuði að Fellaini sé að fara. Myndu ritstjórar vilja fá annan skallaprins sem squad player eða er sú týpa af leikmanni óþörf í hóp?
    Hvaða miðjumenn væru menn mest til í að sjá keypta inn að því gefnu að Fellaini, Herrera og Carrick verði ekki með okkur næsta tímabil?

    2
  3. 3

    Karl Garðars says

    27. febrúar, 2018 at 19:21

    Óstyrk vörn heftir frelsi hinna í liðinu.

    Vantar hægri og vinstri bakverði og eitthvað bandbrjálað óargadýr á miðjuna sem tæklar, þorir að spila boltanum upp og getur sent eitthvað meira en 4 metra til hliðar eða aftur á markmann. Frelsun Pogba nr. 1,2 og 3!
    Ætla að gefa mér að Fosu-Mensah komi sterkur inn í hóp ásamt McTominay, Tuanzebe og fleiri ungum.
    Smalling, Darmian og Blind þurfa að fara og hinir að stíga upp.

    4
  4. 4

    EgillG says

    27. febrúar, 2018 at 19:36

    Ég veit að þetta er ekki málefnalegt, en ég væri til í að heyra ykkur tala um hvað city er mikill fake aulaklúbbur, t.d. þar sem enginn nennir að mæta á flugvöllinn og taka á móti þeim þegar þeir vinna dollu, eða að Leeds utd muni vinna úrvalsdeildina áður en city nær að fylla Etihad…..ég er ekki fucking bitur útí þá.

    3
  5. 5

    Sigurjón Arthur Friðjónsson, SAF says

    27. febrúar, 2018 at 22:12

    http://fotbolti.net/news/21-02-2018/oskar-hrafn-drullar-yfir-mourinho-hann-er-leidinlegur-og-er-ad-eydileggja-united

    Mig langar virkilega mikið til að heyra ykkar álit á þessum orðum Óskars sem eru hér að ofan og margra annara spekinga hér heima og erlendis sem eru á þeim nótum að JM sé að eyðileggja, að allt að því, Manchester United ?
    og annað,
    er eitthvað að marka það sem kemur fram í þessu myndbandi ?
    https://www.youtube.com/watch?v=Zt4mo7NidBI
    Treysti á að þið sýnið þessu áhuga, þetta brennur ekki bara á mér :-)

    0
  6. 6

    Georg says

    28. febrúar, 2018 at 10:02

    Gaman væri að fá ykkar pælingar varðandi líkur á því að JM gefi ungum uppöldnum leikmönnum sénsa eins og gerist með Mctominay ?? gamli van Gaal spilaði þeim mun meir t.d.
    Eins og Karl Garðars kemur inná, er sóknarhlutinn ekki að fá að finna fyrir óstyrkri vörn?
    Finnst ykkur líkur á því að JM breyti varnarhugsun liðisins fyrir eða í áttina að þeim bolta sem United spilaði undir SAF?

    2
  7. 7

    Robbi Mich says

    28. febrúar, 2018 at 11:35

    Haldið þið að De Gea fari? Ef já, verður Romero þá markvörður nr. 1 eða sjáiði fyrir ykkur að einhver annar leysi þá stöðu? Ef De Gea fer ekki, hver er þá framtíð Romero?

    2

Skildu eftir svar Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Primary Sidebar

Michelsen Tag Heuer er styrktaraðili Rauðu djöflanna

Síðustu ummæli

  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi
  • Helgi P um Mánuður af sumarfríi
  • Turninn Pallister um Mánuður af sumarfríi
  • Arni um Mánuður af sumarfríi
  • Halldór Marteins um Mánuður af sumarfríi

Tístvélin

Tweets by @raududjoflarnir

Facebook

Rauðu djöflarnir

Footer

Rauðu djöflarnir

  • Um okkur
  • Reglur

Fantasy deildin

Vertu með í Fantasy leiknum okkar!

Kóði: 1997321-460021

Leit

  • Um okkur
  • Reglur

Rauðu djöflarnir © 2022 · Keyrt á WordPress